Þessi grein birtist fyrir rúmlega 6 mánuðum.

Svört skýrsla OECD um menntun Íslendinga

Ís­lend­ing­ar geta bú­ist við að fram­leiðni minnki um 5% vegna versn­andi mennt­un­ar. Sér­stak­lega er var­að við að mennt­un inn­flytj­enda er verri en ann­ars stað­ar.

Svört skýrsla OECD um menntun Íslendinga
Skólastarf OECD gagnrýnir aðalnámskrá og skort á samræmdum prófum. Mynd: Golli

Ný skýrsla OECD, Efnahags- og framfarastofnunar Evrópu, um efnahagshorfur á Íslandi dregur mynd af hruni í menntun íslenskra barna sem mun verða þjóðfélaginu dýrkeypt þegar fram í sækir. Fjallað er horfur í íslenska hagkerfinu í dag í nýrri stöðuskýrslussem kemur út á tveggja ára fresti.

Í skýrslunni er sérstaklega lýst áhyggjum af „minnkandi grunnfærni“ íslenskra barna í PISA-könnunum, sem eru samræmd könnarpróf í Evrópu.

„Meira en 40 stiga lækkun á meðaltalseinkunn Íslands í PISA frá 2006 til 2022 gæti dregið úr framleiðni um meira en 5% til lengri tíma litið,“ segir í skýrslunni.

Innflytjendur mun verr staddir

Lélegur árangur í menntun innflytjenda vekur sérstakar áhyggjur skýrsluhöfunda. 

„Munurinn á PISA-einkunnum nemenda með innflytjendabakgrunn og innfæddra nemenda er einn sá mesti á Íslandi innan OECD-ríkjanna. Meira en helmingur innflytjendanemenda skortir lesskilning til að geta haldið áfram í námi eða farið út á vinnumarkað. Aukinn stuðningur við börn innflytjenda, einkum með auknu íslenskunámi, myndi stuðla að betri árangri í skóla og á vinnumarkaði.“

Eitt af því sem OECD varar við er lítil yfirsýn yfir árangur í námi, meðal annars vegna þess að ekki eru til staðar samræmd próf.

„Mikið dreifstýrt skólakerfi Íslands hefur marga kosti, en ríkið hefur takmarkað eftirlit með frammistöðu skóla og nemenda. Samanburðargögn um innleiðingu stefnu og námsframvindu vantar. Innleiðing samræmdra prófa, sem áætluð er, mun hjálpa til við að meta betur árangur nemenda og skóla og styðja markviss inngrip þar sem þeirra er þörf.“

Sömuleiðis er aðalnámskrá gagnrýnd.

„Aðalnámskráin er tiltölulega víðtæk og óskýr. Hún var einfölduð að einhverju leyti árið 2024 sem hluti af innleiðingu Menntastefnu Íslands 2030. Þó gæti aukin áhersla á kjarnagreinar hjálpað til við að efla grunnfærni eins og læsi og stærðfræði. Þar að auki ætti nýtt kerfi samræmdra prófa og mats að vera vel samræmt námskránni.“

OECD mælir meðal annars með kjarabótum fyrir kennara.

„Hærri laun eða viðbótarlaun við erfiðar aðstæður, í tengslum við bætt mat á kennurum, gætu hjálpað til við að laða að hæfari kennara.“

Skýrslu OECD má í heild lesa hér.

Kjósa
14
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • PB
    Peik Bjarnason skrifaði
    Ég hef aldrei getað skilið hver rökin geta verið fyrir því að það komi hæfari kennarar til starfa ef launin eru há. Er ekki líklegra að metnaður (og þá hæfnin) ráði för þegar launin gera það ekki.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Átröskun á jólunum: „Ég borðaði mandarínu á aðfangadag“
4
Viðtal

Átrösk­un á jól­un­um: „Ég borð­aði manda­rínu á að­fanga­dag“

„Þetta er sjúk­dóm­ur sem fer ekki í jóla­frí,“ seg­ir El­ín Ósk Arn­ar­dótt­ir, sem hef­ur glímt við átrösk­un í þrett­án ár. Hún seg­ir jóla­há­tíð­ina einn erf­ið­asta tíma árs­ins fyr­ir fólk með sjúk­dóm­inn þar sem mat­ur spil­ar stórt hlut­verk og úr­ræð­um fækk­ar fyr­ir sjúk­linga. El­ín er nú á bata­vegi og hvet­ur fólk til að tala hlut­laust um mat og sleppa því að refsa sér.
Skyndiréttur með samviskubiti
5
GagnrýniTál

Skyndirétt­ur með sam­visku­biti

Tál er 29. bók­in sem Arn­ald­ur Ind­riða­son gef­ur út á 29 ár­um. Geri aðr­ir bet­ur. Bæk­urn­ar hans hafa selst í bíl­förm­um úti um all­an heim og Arn­ald­ur ver­ið stjarn­an á toppi ís­lenska jóla­bóka­flóðs­ins frá því fyrstu bæk­urn­ar um Er­lend og fé­laga komu út. Það er erfitt að halda uppi gæð­um þeg­ar af­köst­in eru svona mik­il – en jafn­vel miðl­ungs­bók eft­ir...

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sif Sigmarsdóttir
3
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár