Þessi grein birtist fyrir rúmlega 3 mánuðum.

Svört skýrsla OECD um menntun Íslendinga

Ís­lend­ing­ar geta bú­ist við að fram­leiðni minnki um 5% vegna versn­andi mennt­un­ar. Sér­stak­lega er var­að við að mennt­un inn­flytj­enda er verri en ann­ars stað­ar.

Svört skýrsla OECD um menntun Íslendinga
Skólastarf OECD gagnrýnir aðalnámskrá og skort á samræmdum prófum. Mynd: Golli

Ný skýrsla OECD, Efnahags- og framfarastofnunar Evrópu, um efnahagshorfur á Íslandi dregur mynd af hruni í menntun íslenskra barna sem mun verða þjóðfélaginu dýrkeypt þegar fram í sækir. Fjallað er horfur í íslenska hagkerfinu í dag í nýrri stöðuskýrslussem kemur út á tveggja ára fresti.

Í skýrslunni er sérstaklega lýst áhyggjum af „minnkandi grunnfærni“ íslenskra barna í PISA-könnunum, sem eru samræmd könnarpróf í Evrópu.

„Meira en 40 stiga lækkun á meðaltalseinkunn Íslands í PISA frá 2006 til 2022 gæti dregið úr framleiðni um meira en 5% til lengri tíma litið,“ segir í skýrslunni.

Innflytjendur mun verr staddir

Lélegur árangur í menntun innflytjenda vekur sérstakar áhyggjur skýrsluhöfunda. 

„Munurinn á PISA-einkunnum nemenda með innflytjendabakgrunn og innfæddra nemenda er einn sá mesti á Íslandi innan OECD-ríkjanna. Meira en helmingur innflytjendanemenda skortir lesskilning til að geta haldið áfram í námi eða farið út á vinnumarkað. Aukinn stuðningur við börn innflytjenda, einkum með auknu íslenskunámi, myndi stuðla að betri árangri í skóla og á vinnumarkaði.“

Eitt af því sem OECD varar við er lítil yfirsýn yfir árangur í námi, meðal annars vegna þess að ekki eru til staðar samræmd próf.

„Mikið dreifstýrt skólakerfi Íslands hefur marga kosti, en ríkið hefur takmarkað eftirlit með frammistöðu skóla og nemenda. Samanburðargögn um innleiðingu stefnu og námsframvindu vantar. Innleiðing samræmdra prófa, sem áætluð er, mun hjálpa til við að meta betur árangur nemenda og skóla og styðja markviss inngrip þar sem þeirra er þörf.“

Sömuleiðis er aðalnámskrá gagnrýnd.

„Aðalnámskráin er tiltölulega víðtæk og óskýr. Hún var einfölduð að einhverju leyti árið 2024 sem hluti af innleiðingu Menntastefnu Íslands 2030. Þó gæti aukin áhersla á kjarnagreinar hjálpað til við að efla grunnfærni eins og læsi og stærðfræði. Þar að auki ætti nýtt kerfi samræmdra prófa og mats að vera vel samræmt námskránni.“

OECD mælir meðal annars með kjarabótum fyrir kennara.

„Hærri laun eða viðbótarlaun við erfiðar aðstæður, í tengslum við bætt mat á kennurum, gætu hjálpað til við að laða að hæfari kennara.“

Skýrslu OECD má í heild lesa hér.

Kjósa
14
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • PB
    Peik Bjarnason skrifaði
    Ég hef aldrei getað skilið hver rökin geta verið fyrir því að það komi hæfari kennarar til starfa ef launin eru há. Er ekki líklegra að metnaður (og þá hæfnin) ráði för þegar launin gera það ekki.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Það var enga vernd að fá“
2
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.
Endurkoma Jóns Ásgeirs
3
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Það var enga vernd að fá“
3
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.
Endurkoma Jóns Ásgeirs
5
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.

Mest lesið í mánuðinum

Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
3
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár