Þessi grein birtist fyrir rúmlega 2 mánuðum.

Rútustæðin færð frá Hallgrímskirkju

Hóp­bíl­ar munu stoppa á stæði við Gömlu Hring­braut en safn­stæði við Hall­gríms­kirkju mættu óánægju ná­granna. Álag­stopp­ar voru á sama tíma og börn ganga í og úr skóla.

Rútustæðin færð frá Hallgrímskirkju
Hallgrímskirkja Sjö rútur stoppuðu við Hallgrímskirkju á fimmtán mínútna tímabili á morgnana. Mynd: Bára Huld Beck

Safnstæði hópbifreiða við Hallgrímskirkju verður aflagt og nýtt tímabundið stæði verður tekið í notkun við Gömlu Hringbraut ofan við BSÍ.

Þetta var samþykkt á fundi umhverfis- og skipulagsnefndar Reykjavíkurborgar í gær. Í kynningu á fundinum kom fram að „villta vesturs“ ástand hafi ríkt fyrir 2017 þegar rútur fóru um flest allar götur miðborgarinnar. Síðan þá hafi akstursbannsvæði fyrir rútur verið innleitt og stæði afmörkuð.

„Það er mikið fagnaðarefni að nýtt safnstæði fyrir hópbíla taki loks við því stæði sem verið hefur við Hallgrímskirkju“
Úr bókun meirihlutans

Nágrannar hafa hins vegar kvartað undan rútum sem leggja við Hallgrímskirkju og eru umferðartopparnir á sama tíma og börn eru á leið í og úr skóla. Þegar mest hefur verið hafa sjö rútur stoppað á svæðinu á 15 mínútna tímabili á morgnana.

„Það er mikið fagnaðarefni að nýtt safnstæði fyrir hópbíla taki loks við því stæði sem verið hefur við Hallgrímskirkju, en íbúar og rekstraraðilar á svæðinu hafa lengi vakið athygli á þeirri miklu umferð, hættu, mengun og ónæði sem af því hljótist,“ segir í bókun fulltrúa meirihlutans við fundargerðina.

„Tillit til þarfa ferðaþjónustu og gesta borgarinnar er fullnægt með því að taka upp nýtt sleppistæði við gömlu Hringbraut,“ segir ennfremur. „Það er í betra návígi við gistirými á svæðinu en stæðið við Hallgrímskirkju, og hægt er að nýta stæði sem áður var nýtt af starfsfólki Landsspítalans, sem nú tekur í notkun bílastæðahús sem verið er að opna. Gert er ráð fyrir að þetta fyrirkomulag sé tímabundið, þar til farið verði í úrbætur á BSÍ reit, eða ný miðlæg umferðarmiðstöð hópbifreiða er tekin í notkun.“

Aðalsteinn Haukur Sverrisson, fulltrúi Framsóknarflokksins, fagnaði einnig breytingunni. „Með því að skapa safnstæði hópferðabíla við Gömlu Hringbraut er verið að koma til móts við hagsmunaaðila en jafnframt minnka umferð stærri ökutækja um Hallgrímskirkju, sem kemur til með að auka umferðaröryggi fyrir gangandi vegfarendum,“ segir í bókun hans við fundargerðina.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokks sátu hjá við afgreiðslu málsins.

Kjósa
20
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
4
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.
Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
5
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
4
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár