Flestir ræðumanna sem komið hafa fram á mótmælum hópsins Ísland – þvert á flokka, hafa beitt sér í flokkum á hægri væng stjórnmálanna um nokkurt skeið. Flest eiga það sameiginlegt að hafa komið við í Sjálfstæðisflokknum á einhverjum tímapunkti en fæst hafa fundið sér samastað til lengri tíma.
Hópurinn, sem er með yfir fimm þúsund meðlimi á Facebook, hætti við þriðju boðuðu mótmæli sín vegna sumarfría en til stóð að halda þau laugardaginn 28. júní. Fyrsti útifundur hópsins á Austurvelli í lok maí vakti mikla athygli þegar Brynjar Barkarson tónlistarmaður flutti ræðu þar sem viðstaddir bauluðu þegar hann talaði um trúarbrögð múslima.
Sigfús Aðalsteinsson, stofnandi hópsins og stuðningsmaður Sjálfstæðisflokksins alla tíð, segir meðlimi hópsins hafa fjölbreyttar stjórnmálaskoðanir en nokkuð hefur verið um umræður í Facebook-hópnum um hvað „þvert á flokka“ í nafni hans þýði. „Þessi flokkur heitir Ísland – þvert á …
Athugasemdir (1)