Þessi grein birtist fyrir rúmlega 2 mánuðum.

Höfum dregið úr urðun en ekki úr neyslu

Rakel Sig­ur­veig Kristjáns­dótt­ir, sér­fræð­ing­ur hjá Um­hverf­is- og orku­stofn­un, seg­ir að við sé­um að end­ur­nýta meira en áð­ur en að neysla fari ekki minnk­andi. Ný úr­gangstöl­fræði sýn­ir að 32 pró­sent heim­il­isúr­gangs fari í end­ur­vinnslu en lág­mark­ið er fimm­tíu pró­sent. Já­kvætt er að urð­un minnk­aði um 46 pró­sent.

Höfum dregið úr urðun en ekki úr neyslu

Langmestur úrgangur á Íslandi eða 88 prósent er endurnýttur. Þetta kemur fram í nýjum magntölum fyrir úrgang á Íslandi sem Umhverfis- og orkustofnun gaf út nýverið. Hátt hlutfall endurnýtingar má helst rekja til jarðvegsúrgangs sem er þyngsti og stærsti hluti úrgangs. Mikilvægt er að einblína á heimilisúrganginn en Ísland þarf að halda vel á spöðunum til að uppfylla lágmarkskröfur um endurvinnslu hans. Nú náum við einungis 32 prósentum af fimmtíu.

„Langalgengasta meðhöndlun jarðvegs er að nýta hann í fyllingar sem eru tegund af endurnýtingu. Það útskýrir þetta rosalega háa hlutfall endurnýtingar,“ segir Rakel Sigurveig Kristjánsdóttir, sérfræðingur hjá Umhverfis- og orkustofnun. Hún bætir við: „Það sem við erum meira að horfa á þegar við erum að skoða hversu vel við stöndum okkur er heimilisúrgangur – sem er þá úrgangur frá heimilum og fyrirtækjum. Það er úrgangur sem við höfum mikla stjórn á og fylgir neyslu.“

Hlutfall endurunnins heimilisúrgangsErum í 32 …
Kjósa
6
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • PB
    Peik Bjarnason skrifaði
    Í greininni er mynst á fyrirkomulag sem kallast "Borgað þegar hent er". Ég er hræddur um að slíkt kerfi muni ekki virka til lengdar. Það verður dýrt í framkvæmd og svo mun það leiða til þess að fólk fer að henda ruslinu einhverstaðar annarstaðar en í tunnuna sína til þess að sleppa við að þurfa borga.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Guðfaðir plokksins: „Þú brennir meira með því að plokka en skokka“
6
Fréttir

Guð­fað­ir plokks­ins: „Þú brenn­ir meira með því að plokka en skokka“

„Þetta er ekki rusl­ið þitt en þetta er plán­et­an okk­ar,“ seg­ir Erik Ahlström, guð­fað­ir plokks­ins. Ekki bara felst heilsu­bót í plokk­inu held­ur seg­ir Erik það líka gott fyr­ir um­hverf­ið og kom­andi kyn­slóð­ir. Hann tel­ur mik­il­vægt fyr­ir sjáv­ar­þjóð eins og Ís­land að koma í veg fyr­ir að rusl fari í sjó­inn en 85 pró­sent þess kem­ur frá landi. Blaða­mað­ur Heim­ild­ar­inn­ar fylgdi Erik út að plokka.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
5
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár