„Pabbi, pabbi, við erum að verða of seinir á aftökuna.“
Kannski ekki orðrétt, en eitthvað í þessa átt lét ég út úr mér í Ríad sumarið 1991. Fyrra Persaflóastríðinu var nýlokið. Á hraðbrautinni var enn gat þar sem írösk Scud-flaug hafði lent. Kallinn hafði verið að byggja olíuver á meðan stríðið gekk yfir og lærði að klæðast efnavopnaheldum búning. Ekki þótti óhætt að ferja fjölskylduna yfir fyrr en stríðinu lauk.
En nú maldaði hann í móinn. Móðir mín hafði áhyggjur af því að það að sjá mína fyrstu aftöku 14 ára gamall myndi skilja eftir svartan blett á sálinni. Hvort svo yrði myndi ég ekki komast að, því þegar …
Athugasemdir