Þessi grein birtist fyrir rúmlega 2 mánuðum.

Óljóst hversu margir Íslendingar hafa hlotið herþjálfun

Ut­an­rík­is­ráð­neyt­ið hef­ur ekki upp­lýs­ing­ar um hversu marg­ir ís­lensk­ir rík­is­borg­ar­ar hafa hlot­ið her­þjálf­un und­an­far­in 15 ár eða sinnt her­þjón­ustu á virk­um átaka­svæð­um.

Óljóst hversu margir Íslendingar hafa hlotið herþjálfun
Utanríkisráðuneytið Mynd: Bára Huld Beck

Utanríkisráðuneytið hefur hvorki upplýsingar um fjölda íslenskra ríkisborgara sem hafa sótt herþjálfun erlendis síðustu 15 ár, né þá Íslendinga sem hafa sinnt herþjónustu á virkum átakasvæðum.

Þetta kemur fram í skriflegu svari Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur utanríkisráðherra við fyrirspurn Bryndísar Haraldsdóttur, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, á Alþingi. Bryndís óskaði eftir upplýsingum um árlegan fjölda þeirra íslensku ríkisborgara sem sótt hafa herþjálfun frá 2010 til 2025 og í hvaða ríki hún hafi farið fram.

Bryndís Haraldsdóttir

„Utanríkisráðuneytið hefur ekki upplýsingar um fjölda íslenskra ríkisborgara sem hafa sótt herþjálfun erlendis, ráðuneytið býr einungis yfir upplýsingum um fjölda íslenskra ríkisborgara sem hafa sótt um skólavist í norskum herskóla,“ segir í svari ráðherra. „Íslenskir ríkisborgarar hafa samkvæmt samningi frá 1995 rétt til að sækja um skólavist við herskóla í Noregi. Ferlið er á þann veg að umsækjendur senda öll umsóknargögn á utanríkisráðuneytið, ráðuneytinu er gefinn kostur til að gera athugasemdir um umsóknina og áframsendir svo umsóknina til norska sendiráðsins á Íslandi. Öll samskipti sem fara fram eftir það eru á milli norska herskólans og umsækjanda beint og er ráðuneytið ekki upplýst um það hvort umsækjandi fái skólavist.“

Þá spurði Bryndís hversu margir íslenskir ríkisborgarar hafi sinnt herþjónustu á virkum átakasvæðum á árunum 2010 til 2025.  „Utanríkisráðuneytið hefur ekki upplýsingar um íslenska ríkisborgara sem sinna eða hafa sinnt herþjónustu á virkum átakasvæðum,“ segir í svarinu.

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Magnús Mörður Gígja skrifaði
    Þessi fyrirspurn er dæmi um sóun á tíma starfsmanna utanríkisráðuneytisins, sjálfstæðisflokkurinn er búinn að vera við stjórn á Íslandi meira og minna frá 1944 og hefðu bara getað sótt þessar upplýsingar sjálfir, og hver er tilgangurinn með spurninguni?
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Gætu allt eins verið á hálendinu
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Gætu allt eins ver­ið á há­lend­inu

Lydía Angelíka Guð­munds­dótt­ir, hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur, sjúkra­flutn­inga­mað­ur og fé­lagi í björg­un­ar­sveit­inni Kára, seg­ir sjúkra­við­bragð í Ör­æf­um ekki í sam­ræmi við mann­fjölda. Ferða­þjón­usta þar hef­ur stór­auk­ist und­an­far­in ár. Hún seg­ir að það hægi á tím­an­um á með­an hún bíði eft­ir að­stoð. En sjúkra­bíll er í það minnsta 45 mín­út­ur á leið­inni. Færð­in geti orð­ið slík að sjúkra­bíl­ar kom­ist ekki í Ör­æf­in.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
4
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár