Þessi grein birtist fyrir rúmlega 7 mánuðum.

Óljóst hversu margir Íslendingar hafa hlotið herþjálfun

Ut­an­rík­is­ráð­neyt­ið hef­ur ekki upp­lýs­ing­ar um hversu marg­ir ís­lensk­ir rík­is­borg­ar­ar hafa hlot­ið her­þjálf­un und­an­far­in 15 ár eða sinnt her­þjón­ustu á virk­um átaka­svæð­um.

Óljóst hversu margir Íslendingar hafa hlotið herþjálfun
Utanríkisráðuneytið Mynd: Bára Huld Beck

Utanríkisráðuneytið hefur hvorki upplýsingar um fjölda íslenskra ríkisborgara sem hafa sótt herþjálfun erlendis síðustu 15 ár, né þá Íslendinga sem hafa sinnt herþjónustu á virkum átakasvæðum.

Þetta kemur fram í skriflegu svari Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur utanríkisráðherra við fyrirspurn Bryndísar Haraldsdóttur, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, á Alþingi. Bryndís óskaði eftir upplýsingum um árlegan fjölda þeirra íslensku ríkisborgara sem sótt hafa herþjálfun frá 2010 til 2025 og í hvaða ríki hún hafi farið fram.

Bryndís Haraldsdóttir

„Utanríkisráðuneytið hefur ekki upplýsingar um fjölda íslenskra ríkisborgara sem hafa sótt herþjálfun erlendis, ráðuneytið býr einungis yfir upplýsingum um fjölda íslenskra ríkisborgara sem hafa sótt um skólavist í norskum herskóla,“ segir í svari ráðherra. „Íslenskir ríkisborgarar hafa samkvæmt samningi frá 1995 rétt til að sækja um skólavist við herskóla í Noregi. Ferlið er á þann veg að umsækjendur senda öll umsóknargögn á utanríkisráðuneytið, ráðuneytinu er gefinn kostur til að gera athugasemdir um umsóknina og áframsendir svo umsóknina til norska sendiráðsins á Íslandi. Öll samskipti sem fara fram eftir það eru á milli norska herskólans og umsækjanda beint og er ráðuneytið ekki upplýst um það hvort umsækjandi fái skólavist.“

Þá spurði Bryndís hversu margir íslenskir ríkisborgarar hafi sinnt herþjónustu á virkum átakasvæðum á árunum 2010 til 2025.  „Utanríkisráðuneytið hefur ekki upplýsingar um íslenska ríkisborgara sem sinna eða hafa sinnt herþjónustu á virkum átakasvæðum,“ segir í svarinu.

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Magnús Mörður Gígja skrifaði
    Þessi fyrirspurn er dæmi um sóun á tíma starfsmanna utanríkisráðuneytisins, sjálfstæðisflokkurinn er búinn að vera við stjórn á Íslandi meira og minna frá 1944 og hefðu bara getað sótt þessar upplýsingar sjálfir, og hver er tilgangurinn með spurninguni?
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Maður getur ekki tekið neinu sem sjálfsögðum hlut
5
Viðtal

Mað­ur get­ur ekki tek­ið neinu sem sjálf­sögð­um hlut

Linda Þor­valds­dótt­ir er húsa­mál­ari sem mál­ar mál­verk og steypu­lista­verk í líki dauð­ans hafa vak­ið at­hygli á lóð­inni henn­ar. Und­ir niðri kraum­ar þung­lyndi sem hef­ur fylgt henni alla tíð. Sorg­ina þekk­ir hún, eft­ir að hafa misst syst­ur sína en í fyrra lést barns­fað­ir henn­ar þeg­ar hann féll of­an í sprungu í Grinda­vík. Eft­ir kuln­un hóf hún störf hjá Kirkju­görð­um Reykja­vík­ur.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár