Þessi grein birtist fyrir meira en mánuði.

Lögreglan beitti rafvopni þrisvar sinnum á þremur mánuðum

Notk­un raf­varn­ar­vopna hjá lög­reglu jókst á fyrsta árs­fjórð­ungi 2025. Þeim var beitt þrisvar sinn­um og ógn­að í 28 til­vik­um. Vopn­in eru um­deild, en eru nú orð­in hluti af vopna­búri lög­regl­unn­ar.

Lögreglan beitti rafvopni þrisvar sinnum á þremur mánuðum

Lögreglan beitti rafvopni við handtöku í þremur málum á fyrsta ársfjórðungi ársins 2025. Þetta kemur fram í nýrri ársfjórðungsskýrslu ríkislögreglustjóra sem birt var á vef lögreglunnar í dag.

Samkvæmt skýrslunni var vopninu einnig ógnað eða það tekið úr slíðri í alls 28 málum á sama tímabili. Til samanburðar var rafvarnarvopni beitt tvisvar sinnum á síðasta ársfjórðungi 2024 og þá ógnað eða dregið fram í 13 málum.

Rafvarnarvopn voru fyrst tekin í notkun hjá lögreglu í september 2024 og eru þau nú formlega hluti af valdbeitingartækjum lögreglu, líkt og kylfur og piparúði. Að sögn ríkislögreglustjóra eru vopnin hugsuð sem hluti af þeirri viðleitni að auka öryggi bæði lögreglu og almennings með því að fjölga valkostum við viðbrögð í aðgerðum.

Notkun rafvarnarvopna hefur verið umdeild frá því þau voru tekin í notkun. Gagnrýnendur hafa bent á hættuna á misnotkun og að vopnin geti skapað falskt öryggi í valdbeitingu. Þó að raunveruleg notkun sé enn tiltölulega fátíð, gefa nýjustu tölur til kynna að lögreglan grípi mun oftar til rafvarnarvopna nú en áður. Fjöldi tilvika þar sem vopnið er dregið fram eða ógnað með því hefur meira en tvöfaldast milli fjórðunga, úr 13 í 28 mál.

Lögreglan áformar að halda áfram reglubundinni birtingu skýrslna um notkun rafvarnarvopna. 

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Indriði Þorláksson
2
Pistill

Indriði Þorláksson

Veiði­gjöld, hagn­að­ur og raun­veru­leg af­koma

Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi hafa mót­mælt hækk­un veiði­gjalda með röng­um for­send­um og áróðri. Al­menn­ing­ur styð­ur hins veg­ar að hlut­ur þjóð­ar­inn­ar í arði af fisk­veiðiauð­lind­inni verði auk­inn. Reikn­uð auð­lindar­enta end­ur­spegl­ar raun­veru­lega af­komu bet­ur en bók­halds­leg­ur hagn­að­ur, sem get­ur ver­ið skekkt­ur með reikn­ings­færsl­um og eigna­tengsl­um.

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
2
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Drengir kvörtuðu undan kennara og var meinað að sitja kennslustundir
6
Úttekt

Dreng­ir kvört­uðu und­an kenn­ara og var mein­að að sitja kennslu­stund­ir

Tólf ára gaml­ir dreng­ir leit­uðu til skóla­stjóra vegna meints of­beld­is af hálfu kenn­ara. Í kjöl­far­ið var þeim mein­að að sitja kennslu­stund­ir hjá kenn­ar­an­um. Ann­ar baðst af­sök­un­ar eft­ir tvær vik­ur og fékk þá að koma aft­ur í tíma. Hinn sætti út­skúf­un í tvo mán­uði, áð­ur en skól­an­um var gert að taka dreng­inn aft­ur inn í tíma. For­eldr­ar drengs­ins segja kerf­ið hafa brugð­ist barn­inu og leit­uðu að lok­um til lög­reglu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár