Þessi grein birtist fyrir rúmlega 5 mánuðum.

Samfylkingin yfir 30 prósentin

Stuðn­ing­ur við Sam­fylk­ingu mæl­ist nú yf­ir 30 pró­sent og er flokk­ur­inn sá lang­stærsti sam­kvæmt nýj­um Þjóðar­púlsi Gallup.

Samfylkingin yfir 30 prósentin
Vinsæl Samfylkingin er vinsælasti flokkurinn á landsvísu, miðað við nýjar tölur Gallup. Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingar, leiðir ríkisstjórn flokka sem hafa samanlagt yfir 52 prósenta fylgi. Mynd: Golli

Samfylkingin mælist með yfir 30 prósenta fylgi í nýjum Þjóðarpúlsi Gallup. Flokkur Kristrúnar Frostadóttur forsætisráðherra hefur 9 prósentustiga fylgisforskot á Sjálfstæðisflokkinn, sem er næst stærstur með 21,7 prósenta fylgi. 

RÚV greindi frá niðurstöðunum síðdegis

Samanlagt fylgi ríkisstjórnarflokkanna - Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins - mælist 52,6 prósent í Þjóðarpúlsinum. Viðreisn með 14,4 prósent og Flokkur fólksins með 7,5 prósent.

Fylgi stjórnarandstöðuflokkanna á þingi - Sjálfstæðisflokks, Miðflokks og Framsóknarflokks - mælist 36,3 prósent. Miðflokkurinn með 9,1 prósent fylgi og Framsóknarflokkur með 5,5 prósent. 

Vinstri græn og Píratar, sem féllu af þingi í síðustu kosningum, mælast með 3,6 og 3,3 prósenta fylgi. Sósíalistaflokkurinn, sem aldrei hefur náð á þing en yfir 2,5 prósenta þröskuldinn til að hljóta ríkisstyrk, mælist með 3,5  prósent. 

Kjósa
19
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
6
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu