Þessi grein birtist fyrir meira en mánuði.

Samfylkingin yfir 30 prósentin

Stuðn­ing­ur við Sam­fylk­ingu mæl­ist nú yf­ir 30 pró­sent og er flokk­ur­inn sá lang­stærsti sam­kvæmt nýj­um Þjóðar­púlsi Gallup.

Samfylkingin yfir 30 prósentin
Vinsæl Samfylkingin er vinsælasti flokkurinn á landsvísu, miðað við nýjar tölur Gallup. Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingar, leiðir ríkisstjórn flokka sem hafa samanlagt yfir 52 prósenta fylgi. Mynd: Golli

Samfylkingin mælist með yfir 30 prósenta fylgi í nýjum Þjóðarpúlsi Gallup. Flokkur Kristrúnar Frostadóttur forsætisráðherra hefur 9 prósentustiga fylgisforskot á Sjálfstæðisflokkinn, sem er næst stærstur með 21,7 prósenta fylgi. 

RÚV greindi frá niðurstöðunum síðdegis

Samanlagt fylgi ríkisstjórnarflokkanna - Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins - mælist 52,6 prósent í Þjóðarpúlsinum. Viðreisn með 14,4 prósent og Flokkur fólksins með 7,5 prósent.

Fylgi stjórnarandstöðuflokkanna á þingi - Sjálfstæðisflokks, Miðflokks og Framsóknarflokks - mælist 36,3 prósent. Miðflokkurinn með 9,1 prósent fylgi og Framsóknarflokkur með 5,5 prósent. 

Vinstri græn og Píratar, sem féllu af þingi í síðustu kosningum, mælast með 3,6 og 3,3 prósenta fylgi. Sósíalistaflokkurinn, sem aldrei hefur náð á þing en yfir 2,5 prósenta þröskuldinn til að hljóta ríkisstyrk, mælist með 3,5  prósent. 

Kjósa
19
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Verndar íslenskan menningararf með því að gera við fornbækur
6
Menning

Vernd­ar ís­lensk­an menn­ing­ar­arf með því að gera við forn­bæk­ur

Forn­bóka­safn­ar­inn Ey­þór Guð­munds­son seg­ir mik­il­vægt að vernda þann menn­ing­ar­arf sem ligg­ur í ís­lensk­um forn­bók­um. Það ger­ir hann með verk­efn­inu Old Icelandic Books sem geng­ur út á að vekja áhuga hjá Ís­lend­ing­um og ferða­mönn­um á bók­un­um og mik­il­vægi þeirra. Með­al þeirra bóka og hand­rita sem Ey­þór hef­ur und­ir hönd­um eru Grett­is saga, Jóns­bók og tvö hundruð ára til­skip­un til Al­þing­is frá fyrr­um Dana­kon­ungi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár