Þessi grein birtist fyrir rúmlega 3 mánuðum.

Samfylkingin yfir 30 prósentin

Stuðn­ing­ur við Sam­fylk­ingu mæl­ist nú yf­ir 30 pró­sent og er flokk­ur­inn sá lang­stærsti sam­kvæmt nýj­um Þjóðar­púlsi Gallup.

Samfylkingin yfir 30 prósentin
Vinsæl Samfylkingin er vinsælasti flokkurinn á landsvísu, miðað við nýjar tölur Gallup. Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingar, leiðir ríkisstjórn flokka sem hafa samanlagt yfir 52 prósenta fylgi. Mynd: Golli

Samfylkingin mælist með yfir 30 prósenta fylgi í nýjum Þjóðarpúlsi Gallup. Flokkur Kristrúnar Frostadóttur forsætisráðherra hefur 9 prósentustiga fylgisforskot á Sjálfstæðisflokkinn, sem er næst stærstur með 21,7 prósenta fylgi. 

RÚV greindi frá niðurstöðunum síðdegis

Samanlagt fylgi ríkisstjórnarflokkanna - Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins - mælist 52,6 prósent í Þjóðarpúlsinum. Viðreisn með 14,4 prósent og Flokkur fólksins með 7,5 prósent.

Fylgi stjórnarandstöðuflokkanna á þingi - Sjálfstæðisflokks, Miðflokks og Framsóknarflokks - mælist 36,3 prósent. Miðflokkurinn með 9,1 prósent fylgi og Framsóknarflokkur með 5,5 prósent. 

Vinstri græn og Píratar, sem féllu af þingi í síðustu kosningum, mælast með 3,6 og 3,3 prósenta fylgi. Sósíalistaflokkurinn, sem aldrei hefur náð á þing en yfir 2,5 prósenta þröskuldinn til að hljóta ríkisstyrk, mælist með 3,5  prósent. 

Kjósa
19
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
1
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
3
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
4
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár