Það er ekki langt síðan að það var fáheyrt að borga þyrfti í bílastæði við náttúruperlur á Íslandi. Á síðasta áratug hefur það þó færst gríðarlega í aukana og er svo komið að það er hryggjarstykkið í gjaldtöku flestra vinsælustu ferðamannastaða landsins.
Gjaldtakan hefur vakið spurningar um aðgengi að landinu en ekki síst skorti á regluverki þegar kemur að slíkri starfsemi. Eitt fyrirtæki er áberandi á markaðnum og með háa markaðshlutdeild þegar kemur að gjaldtöku á ferðamannastöðum. Það er greiðslulausnin Parka sem jafnframt sinnir gjaldheimtu fyrir fjölmörg tjaldsvæði.
Félag íslenskra bifreiðaeigenda hefur gagnrýnt gjaldtöku Parka harðlega og segja hana á mörkum þess að vera sjálftöku. Þá helst vegna þess að álagning á vanrækslugjald vegna ógreiddra bílastæðagjalda eru að minnsta kosti 250 prósent hærri en upphaflega gjaldið. Algengasta verðið fyrir að leggja bíl við náttúruperlur landsins er um þúsund krónur, en vanrækslugjaldið getur verið allt að þrefalt það, eða um 3.500 …
Fyrir rútur og húsvagna (!) 40 CHF = 6.000 íkr fyrsta tímann, hver tími umfram 10 CHF = 1.500 íkr.
Frítt milli 18:00 - 9:00
(https://rheinfall.ch/informieren/parking/liste)
Getur nú hver fyrir sig dæmt hvort það er óeðlilega dýrt á Íslandi eða ekki.
(Þetta dæmi eða sambærilegt hefði gjarnan mátt fylgja greininni, góða fréttafólk).
Á mörgum stöðum úti á landi þar sem sama gjaldtaka á sér stað er ekkert slíkt. Er þetta samanburðarhæft?