Gjaldtaka við ferðamannastaði um allt land

Gjald­taka á bíla­stæð­um á ferða­manna­stöð­um á Ís­landi hef­ur auk­ist hratt. Sum­ir ferða­menn hafa sagt að þeir hafi þurft að borga sam­tals um 40 þús­und krón­ur í bíla­stæða­gjöld á ferða­lagi sínu í kring­um land­ið. Eig­andi um­svifa­mesta gjald­heimtu­fyr­ir­tæk­is­ins á lands­byggð­inni skil­ur að fólki sé brugð­ið.

Gjaldtaka við ferðamannastaði um allt land
Gjaldtaka á bílastæðum hefur rutt sér til rúms á síðustu árum. Sumum finnst nóg um. Mynd: Golli

Það er ekki langt síðan að það var fáheyrt að borga þyrfti í bílastæði við náttúruperlur á Íslandi. Á síðasta áratug hefur það þó færst gríðarlega í aukana og er svo komið að það er hryggjarstykkið í gjaldtöku flestra vinsælustu ferðamannastaða landsins. 

Gjaldtakan hefur vakið spurningar um aðgengi að landinu en ekki síst skorti á regluverki þegar kemur að slíkri starfsemi. Eitt fyrirtæki er áberandi á markaðnum og með háa markaðshlutdeild þegar kemur að gjaldtöku á ferðamannastöðum. Það er greiðslulausnin Parka sem jafnframt sinnir gjaldheimtu fyrir fjölmörg tjaldsvæði. 

Félag íslenskra bifreiðaeigenda hefur gagnrýnt gjaldtöku Parka harðlega og segja hana á mörkum þess að vera sjálftöku. Þá helst vegna þess að álagning á vanrækslugjald vegna ógreiddra bílastæðagjalda eru að minnsta kosti 250 prósent hærri en upphaflega gjaldið. Algengasta verðið fyrir að leggja bíl við náttúruperlur landsins er um þúsund krónur, en vanrækslugjaldið getur verið allt að þrefalt það, eða um 3.500 …

Kjósa
39
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (6)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Helga Davids skrifaði
    Vegagerðin veitir styrki til að byggja upp ákveðna einkavegi. Skilyrði fyrir því að þyggja styrk frá Vegagerðinni er að vegurinn verði opinn almenningi endurgjaldslaust. Auðvitað á einnig að setja slík skilyrði þegar veittir eru styrki úr Framkvæmdasjóði Ferðamannastaða. Margir landeigendur sem eru nú farnir að rukka inn á bílastæði eru búnir að fá tugi milljóna styrki úr þessum sjóði, styrki sem Íslendingar eru búnir að borga með sínum skattpeningum. Þessi bílastæðagjöld koma verst niður á Íslendingum, sem eru ekki tilbúnir að punga út þúsund kall fyrir stutt stopp á staði sem þeir hafa heimsótt oft áður. Á mörgum bílastæðum þar sem er rukkað inn, er ekki verið að veita neina þjónustu. Og jafnvel þegar það er einhver þjónusta til staður, t.d. salerni, er 1000 kr. ansi dýrt. Erlendis kostar það yfirleitt ekki meira en 2 evrur að fara á klósett. Þetta er bara græðgi landiegenda, fljót leið til að græða mikla peninga án þess að þurfa hafa mikið fyrir því. Það er ekki rétt að þetta "er líka svona erlendis". Erlendis eru upphæðir sem þarf að greiða á hverjum stað miklu lægri og heimamenn geta oft keypt árskort til að fá aðgang að verndarsvæðum gegn vægu gjaldi og þurfa ekki að borga háar upphæðir hvert skipti sem þeir heimsækja svæðin. Þegar umræðan um komugjald og náttúrupassann stóðð sem hæst var grátkor Ferðaþjónustunnar ansi hávær, þetta mundi fæla ferðamenn frá og setja flugfélög á hausinn. Auðvitað hefði verið miklu skárra að innleiða náttúrupassa á sínum tíma. Núna borga ferðamenn margfalt meira heldur en þeir hefðu þurft að borga fyrir náttúrupassann og þá hefðu einnig verið miklu meiri líkur á að peningarnir hefðu í raun og veru verið notaðir til uppbyggingar innviða en ekki farið bara beint í vasa landeigenda. Og hvað varð eiginlega um almannaréttinn?
    0
  • ÁS
    Áslaug Sigurjónsdóttir skrifaði
    Mikið er ég fegin að vera búin að koma á flestar náttúrperlur landsins fyrir Parka, en finnst sorglegt að börnin mín og barnabörn hafi ekki tækifærið eins og ég áður fyrr. Hér áður voru ekki svona margir erlendir ferðamenn sem komu hingað.
    0
  • ÁS
    Áslaug Sigurjónsdóttir skrifaði
    Mikið er ég fegin að vera búin að koma á flestar náttúrperlur landsins fyrir Parka, en finnst sorglegt að börnin mín og barnabörn hafi ekki tækifærið eins og ég áður fyrr. Hér áður voru ekki svona margir erlendir ferðamenn sem komu hingað.
    0
  • Jón Ragnarsson skrifaði
    Hvers vegna er ekki notað orðið þjófnaður í þessu sambandi ? Þetta er ekkert annað !
    0
  • TM
    Tómas Maríuson skrifaði
    Kannaði aðeins til samanburðar gjaldtöku við Rínarfossa í Svíss (fyrir einkabíla): fyrsti tími - 5 CHF = 750 íkr, hver klt umfram 2 CHF = 300 íkr.
    Fyrir rútur og húsvagna (!) 40 CHF = 6.000 íkr fyrsta tímann, hver tími umfram 10 CHF = 1.500 íkr.
    Frítt milli 18:00 - 9:00
    (https://rheinfall.ch/informieren/parking/liste)
    Getur nú hver fyrir sig dæmt hvort það er óeðlilega dýrt á Íslandi eða ekki.
    (Þetta dæmi eða sambærilegt hefði gjarnan mátt fylgja greininni, góða fréttafólk).
    1
  • SS
    Sveinn Sveinbjörnsson skrifaði
    Að segja að Þingvellir hafi gefið fordæmi um upphæð bílastæðagjalda má vera rétt, en á Þingvöllum eru Þjónustumiðstöð fyrir ferðamenn , verslun og veitingaaðstaða og góð klósett.
    Á mörgum stöðum úti á landi þar sem sama gjaldtaka á sér stað er ekkert slíkt. Er þetta samanburðarhæft?
    12
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár