Þessi grein birtist fyrir meira en mánuði.

Hífuð í hitanum: 500 þúsund lítrar af áfengi á einni viku

Áfeng­issala rauk upp í hita­bylgj­unni um miðj­an maí og á sól­rík­um dög­um í apríl. Ís­lend­ing­ar keyptu ríf­lega 500 þús­und lítra af áfengi í Vín­búð­inni á einni viku í byrj­un maí, sem er tölu­vert meira en geng­ur og ger­ist þeg­ar ský­in fela sól­ina.

Hífuð í hitanum: 500 þúsund lítrar af áfengi á einni viku
Rjómablíða Það er líf og fjör í miðbænum á góðviðrisdögum. Þá er iðulega mikið að gera á börum og kaffihúsum sem selja áfengi. Mynd: Heimildin / Davíð Þór

Það glaðnaði í lofti í apríl, sem var óvenju sólríkur að þessu sinni. Aðra vikuna í maí brast síðan á með mestu hitabylgju sem vitað er um í maí hér á landi. Þá mældist hiti 20 stig eða meira einhvers staðar á landinu tíu daga í röð svo vitnað sé í Veðurstofu Íslands

Eftir dimman vetur þustu Íslendingar út undir bert loft til að sleikja sólskinið. Á sólríkum, heitum dögum hefur færst í aukana að Íslendingar hafi áfengi um hönd, að þeir skáli fyrir sólinni.

Þetta sést glögglega á sölutölum Vínbúðarinnar. Vikuna heitu, 11.–17. maí, keyptu Íslendingar tæpa 504 þúsund lítra af áfengi í Vínbúðinni. 

„Þetta er mjög mikil sala og í hverri einustu búð, enda var varla ský yfir landinu,“ segir Sveinn V. Árnason, framkvæmdastjóri hjá ÁTVR. 

Sötra Sider í sólinni

Svo virðist sem svokallaður Sider, sem er ávaxtavín með ávaxtablöndum, séu vinsælustu áfengu drykkirnir á heitum, sólríkum …

Kjósa
10
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Verndar íslenskan menningararf með því að gera við fornbækur
6
Menning

Vernd­ar ís­lensk­an menn­ing­ar­arf með því að gera við forn­bæk­ur

Forn­bóka­safn­ar­inn Ey­þór Guð­munds­son seg­ir mik­il­vægt að vernda þann menn­ing­ar­arf sem ligg­ur í ís­lensk­um forn­bók­um. Það ger­ir hann með verk­efn­inu Old Icelandic Books sem geng­ur út á að vekja áhuga hjá Ís­lend­ing­um og ferða­mönn­um á bók­un­um og mik­il­vægi þeirra. Með­al þeirra bóka og hand­rita sem Ey­þór hef­ur und­ir hönd­um eru Grett­is saga, Jóns­bók og tvö hundruð ára til­skip­un til Al­þing­is frá fyrr­um Dana­kon­ungi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
4
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu