Þessi grein birtist fyrir rúmlega 7 mánuðum.

Mættu með hatursáróður gegn trans fólki á Kynjaþing

Lít­ill hóp­ur fólks mætti á Kynja­þing Kven­rétt­inda­fé­lags­ins með hat­ursáróð­ur gegn trans fólki. Auð­ur Önnu Magnús­dótt­ir, fram­kvæmda­stýra Kven­rétt­inda­fé­lags­ins, seg­ir að rætt hafi ver­ið við hóp­inn en það hafi ekki mynd­ast mik­ill grund­völl­ur til sam­ræðna.

Mættu með hatursáróður gegn trans fólki á Kynjaþing

Hópur fimm til sex einstaklinga, undir forystu Elds Smára Kristinssonar, formanns Samtakanna 22, mætti á Kynjaþing sem haldið var í Fjölbrautaskólanum við Ármúla. Samkvæmt upplýsingum Heimildarinnar hélt hópurinn þar uppi hatursáróðri gegn trans fólki.

Hópurinn dreifði límmiðum með transfóbísku efni á salerni og í sameiginleg rými skólans. Skipuleggjendur voru fljótir að fjarlægja límmiðana. Þá óskaði hópurinn eftir að selja varning á fatamarkaði þingsins, sem var hafnað.

Auður Önnu Magnúsdóttir, framkvæmdastýra Kvenréttindafélags Íslands, sem stendur fyrir Kynjaþinginu, segir að reynt hafi verið að ræða við hópinn og útskýra að málstaður þeirra ætti ekki samleið með markmiðum þingsins. „En það var ekki mikill grundvöllur til samræðna,“ segir hún.

Markmið Kynjaþingsins, sem er árlegur viðburður, er að vera vettvangur fyrir þau sem vinna að jafnréttismálum og var þema þingsins í ár Kvennaár og samstaðan. Þingið fór fram 10. maí síðastliðinn. 

Eldur Smári vildi ekki tala við Heimildina þegar viðbragða hans var …

Kjósa
18
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (4)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • IS
    Ingimundur Stefánsson skrifaði
    Heimildin virðist hér vera hinn sanni áróðursaðili en ekki upplýsandi fjölmiðill. Etur upp fullyrðingar Kvenréttindafélags en birtir ekkert til staðfestingar meintum hatursáróðri gegn ágætu transfólki. Og af hverju ræðir Heimildin ekki við Trans Ísland, sem verður að teljast viss forsvarsaðili fyrir trans? Og kann svo ekki að gúgla lýsingu umrædds Elds birt á Substack fyrir 2 dögum síðan, 28. mai.

    Vill Heimildin sýna áskrifendur sína sem grunnhyggið fólk sem láti troða í sig fullyrðingum og geti sjálft ekki ályktað?

    Að það sé áróður ef 2 borgarar heimsæki grunnskóla undir leiðsögn starfsmanns eftir kennslulok, nokkuð sem borgarar landsins hafa gert um árabil án vandkvæða s.s. til eftilits og aðhalds t.d. leka og myglu, án fyrirfram umsóttrar og veitts leyfis e.k. forsjármanns? Áróðurinn er Heimildarinnar.

    Heimildin fer svo með frekari áróður um merkingu úrskurðar hæstaréttar Bretlands, sem úrskurðaði hver væru skilgreind kyn í TILTEKNUM LÖGUM en ekki öll lögum né mannlegum skilningi.

    Heimildin hjálpar ekki boðskapi ágæts transfólks með ómálefnalegheitum, né boðskapi Kvenréttindafélags Íslands sem virðist skorta tilvistarréttmæti þessar stundir m.a. vegna góðrar stöðu kvenna á Íslandi, skortir meðlimi m.v. tiðar FB auglýsingar og kröfulitla fyrirhugaða skemmtidagskrá afmælis. 40 manns á Kynjaþingi, þar af 8 meintir andstæðingar.

    Heimildin ber glæður að tilvist sinni þegar 26. gr. laga um fjölmiðla er brotin, þegar lýðræðislegar grundvallarreglur eru brotnar, gætir ekki að uppfyllingu krafa um hlutlægni og nákvæmni, framsetningu mismunandi sjónarmiða.
    -7
    • BÞS
      Bessi Þór Sigurðarson skrifaði
      Værir þú semsagt ósammála þeirri fullyrðingu að Eldur Smári sé fjandsamur tilvist trans-fólks? Þá þykir mér skorta gagnrýnt bein í þinn búk, herra minn.
      1
  • Kristbjörn Árnason skrifaði
    Hvað er að vera ,,sís" kona?
    0
    • Guðrún Konný Pálmadóttir skrifaði
      „Sís“ er notað um fólk sem upplifir sig á þann hátt að það tilheyri því kyni sem því var úthlutað við fæðingu. Sís kona er til dæmis kona sem var úthlutað kyninu „stelpa“ við fæðingu og er sátt við það.
      1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Við erum að virkja fyrir peningana sem okkur langar í“
6
Viðtal

„Við er­um að virkja fyr­ir pen­ing­ana sem okk­ur lang­ar í“

Odd­ur Sig­urðs­son hlaut Nátt­úru­vernd­ar­við­ur­kenn­ingu Sig­ríð­ar í Bratt­holti. Hann spáði fyr­ir um enda­lok Ok­jök­uls og því að Skeið­ará myndi ekki ná að renna lengi í sín­um far­vegi, sem rætt­ist. Nú spá­ir hann því að Reykja­nesskagi og höf­uð­borg­ar­svæð­ið fari allt und­ir hraun á end­an­um. Og for­dæm­ir fram­kvæmdagleði Ís­lend­inga á kostn­að nátt­úru­vernd­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var lifandi dauð“
1
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
2
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár