Þessi grein birtist fyrir rúmlega 3 mánuðum.

Sýnin aldrei skoðuð af óháðum sérfræðingum

Embætti land­lækn­is tókst ekki að fá óháð­an er­lend­an að­ila til að end­ur­skoða sýni í kjöl­far al­var­legra mistaka sem voru gerð við grein­ingu sýna á Leit­ar­stöð Krabba­meins­fé­lags­ins ár­ið 2018. „Eng­inn að­ili hafði bol­magn til að taka á móti svo mörg­um sýn­um og af­greiða með skjót­um hætti,“ seg­ir í svari land­lækn­is við fyr­ir­spurn Heim­ild­ar­inn­ar.

Sýnin aldrei skoðuð af óháðum sérfræðingum
Leghálssýni rannsökuð hjá Leitarstöðinni til loka árs 2020 Þá var Leitarstöð Krabbameinsfélagsins lögð niður og skimanir færðar til opinberra stofnana. Mynd: Krabbameinsfélag Íslands

Um mitt ár 2020 var greint frá því í fjölmiðlum að tveimur árum fyrr, árið 2018 hefðu verið gerð mistök við greiningu leghálssýna hjá Leitarstöð Krabbameinsfélags Íslands. Á þessum tíma voru öll leghálssýni rannsökuð á frumurannsóknarstofu Leitarstöðvar  Krabbameinsfélagsins. Þannig var búið um hnútana hér á landi allt til loka árs 2020 þegar Leitarstöðin var lögð niður og skimanir alfarið færðar til opinberra stofnana. 

Áðurnefnd mistök komust í hámæli í kjölfar fréttar Stöðvar 2 þar sem sagt var frá því að kona um fimmtugt hefði fengið ranga greiningu á sýnum úr leghálsi sem tekið var árið 2018. Við endurskoðun á sýninu sáust greinilega miklar frumubreytingar. Þá var konan komin með ólæknandi krabbamein. Stöð 2 greindi nokkrum dögum síðar frá því að 35 ára tveggja barna móðir sem hefði fengið þá niðurstöðu úr sýnatöku árið 2018 að allt væri með felldu, hefði látist úr leghálskrabbameini í ágúst 2020. Hún …

Kjósa
5
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Segja hugmyndir um einföldun regluverks alls ekki fela í sér einföldun
5
Fréttir

Segja hug­mynd­ir um ein­föld­un reglu­verks alls ekki fela í sér ein­föld­un

Fé­lag heil­brigð­is- og um­hverf­is­full­trúa leggst gegn breyt­ing­um á eft­ir­litsum­hverfi fyr­ir­tækja sem ráð­herr­ar kynntu í vik­unni og mót­mæl­ir því að þær feli í sér ein­föld­un eft­ir­lits. Þá sýni til­lög­ur rík­is­stjórn­ar­inn­ar „mik­ið skiln­ings­leysi á mála­flokkn­um og þeim fjöl­breyttu verk­efn­um sem heil­brigðis­eft­ir­lit sinn­ir“.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
6
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár