Þessi grein birtist fyrir meira en mánuði.

Sýnin aldrei skoðuð af óháðum sérfræðingum

Embætti land­lækn­is tókst ekki að fá óháð­an er­lend­an að­ila til að end­ur­skoða sýni í kjöl­far al­var­legra mistaka sem voru gerð við grein­ingu sýna á Leit­ar­stöð Krabba­meins­fé­lags­ins ár­ið 2018. „Eng­inn að­ili hafði bol­magn til að taka á móti svo mörg­um sýn­um og af­greiða með skjót­um hætti,“ seg­ir í svari land­lækn­is við fyr­ir­spurn Heim­ild­ar­inn­ar.

Sýnin aldrei skoðuð af óháðum sérfræðingum
Leghálssýni rannsökuð hjá Leitarstöðinni til loka árs 2020 Þá var Leitarstöð Krabbameinsfélagsins lögð niður og skimanir færðar til opinberra stofnana. Mynd: Krabbameinsfélag Íslands

Um mitt ár 2020 var greint frá því í fjölmiðlum að tveimur árum fyrr, árið 2018 hefðu verið gerð mistök við greiningu leghálssýna hjá Leitarstöð Krabbameinsfélags Íslands. Á þessum tíma voru öll leghálssýni rannsökuð á frumurannsóknarstofu Leitarstöðvar  Krabbameinsfélagsins. Þannig var búið um hnútana hér á landi allt til loka árs 2020 þegar Leitarstöðin var lögð niður og skimanir alfarið færðar til opinberra stofnana. 

Áðurnefnd mistök komust í hámæli í kjölfar fréttar Stöðvar 2 þar sem sagt var frá því að kona um fimmtugt hefði fengið ranga greiningu á sýnum úr leghálsi sem tekið var árið 2018. Við endurskoðun á sýninu sáust greinilega miklar frumubreytingar. Þá var konan komin með ólæknandi krabbamein. Stöð 2 greindi nokkrum dögum síðar frá því að 35 ára tveggja barna móðir sem hefði fengið þá niðurstöðu úr sýnatöku árið 2018 að allt væri með felldu, hefði látist úr leghálskrabbameini í ágúst 2020. Hún …

Kjósa
5
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Fjölskyldurnar sem eiga fiskana í sjónum
6
GreiningSjávarútvegsskýrslan

Fjöl­skyld­urn­ar sem eiga fisk­ana í sjón­um

Inn­an við tíu fjöl­skyld­ur eiga og stýra stærstu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­um lands­ins. Þau fyr­ir­tæki sem skráð hafa ver­ið á mark­að eru enn und­ir stjórn, og að uppi­stöðu í eigu, þeirra ein­stak­linga sem fengu gjafa­kvóta. Fjár­fest­ing­ar eig­enda út­gerð­anna í öðr­um og óskyld­um grein­um nema tug­um millj­arða og teygja sig í maj­ónes­fram­leiðslu, skyndi­bitastaði, trampólín­garða og inn­flutn­ing á bleyj­um og síga­rett­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár