Um mitt ár 2020 var greint frá því í fjölmiðlum að tveimur árum fyrr, árið 2018 hefðu verið gerð mistök við greiningu leghálssýna hjá Leitarstöð Krabbameinsfélags Íslands. Á þessum tíma voru öll leghálssýni rannsökuð á frumurannsóknarstofu Leitarstöðvar Krabbameinsfélagsins. Þannig var búið um hnútana hér á landi allt til loka árs 2020 þegar Leitarstöðin var lögð niður og skimanir alfarið færðar til opinberra stofnana.
Áðurnefnd mistök komust í hámæli í kjölfar fréttar Stöðvar 2 þar sem sagt var frá því að kona um fimmtugt hefði fengið ranga greiningu á sýnum úr leghálsi sem tekið var árið 2018. Við endurskoðun á sýninu sáust greinilega miklar frumubreytingar. Þá var konan komin með ólæknandi krabbamein. Stöð 2 greindi nokkrum dögum síðar frá því að 35 ára tveggja barna móðir sem hefði fengið þá niðurstöðu úr sýnatöku árið 2018 að allt væri með felldu, hefði látist úr leghálskrabbameini í ágúst 2020. Hún …
Athugasemdir