„Tíminn er á þrotum“

Fjöldi fólks kom sam­an fyr­ir ut­an­rík­is­ráðu­neyt­ið í morg­un á mót­mæl­um sem Fé­lag­ið Ís­land-Palestína boð­aði til eft­ir að að Sam­ein­uðu þjóð­irn­ar greindu frá því að á næstu 48 klukku­stund­um mætti gera ráð fyr­ir að 14 þús­und börn verði hung­ur­morða á Gaza.

„Tíminn er á þrotum“
Mótmælin í morgun voru fjölmenn Mynd: Golli

Félagið Ísland-Palestína boðaði til mótmæla við utanríkisráðuneytið þar sem krafist var aðgerða vegna árása Ísrael á Gaza.

Til þeirra var boðað í gær eftir að Sameinuðu þjóðirnar greindu frá því að á næstu 48 klukkustundum mætti gera ráð fyrir að 14 þúsund börn verði hungurmorða á Gaza; „Tíminn er á þrotum fyrir Palestínumenn á Gaza. Ísrael notar hungur sem vopn og börn eru að deyja vegna næringarskorts,“ segir í tilkynningu vegna mótmælanna.  Þar kom ennfremur fram að fjórtán þúsund jafngildi fjölda óbreyttra borgara sem Rússlandi hafi myrt í Úkraínu á síðustu þremur árum. 

„Þetta er þjóðarmorð og glæpur gegn mannkyni. Grófustu brot sem til eru í mannlegu samfélagi,“ segir í tilkynningu frá félaginu Ísland-Palestína. „Við krefjumst viðskiptaþvingana á Ísrael, þátttöku Íslands í ákæru Suður-Afríku fyrir alþjóðadómstólnum og alþjóðlegrar sniðgöngu á Ísrael í íþrótta- og menningarsamstarfi - strax. Ísrael þarf að yfirgefa Gaza og Vesturbakkann fyrir fullt og allt. Alþjóðasamfélagið þarf að axla ábyrgð á þætti sínum í þjóðarmorðinu, því skjóli sem það hefur veitt Ísrael hjá alþjóðastofnunum og aðstoð sem vestrænar þjóðir hafa veitt Ísraelum með stanslausum vopnasendingum. Tryggja verður óheft og frjálst flæði neyðaraðstoðar og hefja endurbyggingu á Gaza þegar í stað.“

Kjósa
6
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Þorkell Egilsson skrifaði
    Væri ekki nær að arabar með Múhammeðstrú og nasista blæti væru fluttir í annan dýragarð en Gaza þar sem þeir geta haldið áfram að hata allt mannkynið og myrða eigið fólk og fjölskyldur sínar með hryðjuverkum gegn börnum sínum. Þar fengu þeir einnig mataraðstoð adidas galla og klippingu og vestræna peninga frá Evrópu til að nota fyrir sprengiefni nema það væri bara plat. Þar gætu þeir ráðist á á hvern sem ekki tryði á almættið Allah og hakkað þá niður með göflum og skóflum að smekk. Leyft þeim jafnvel að kaupa bækur sínar áfram s.s. Mein Kampf (vinsælasta ritið á Gaza) og kvikmyndir um alheims samsæri gyðinga. Passa bara að þeir séu með örflögu í rassgatinu svo hægt sé að sjá hvar þetta ágætis gagnlega fólk er staðsett 👍
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár