Þessi grein birtist fyrir meira en mánuði.

Með ömmu um hálsinn?

Dönsk kona hef­ur sent danska þing­inu til­lögu sem ger­ir ráð fyr­ir að nota megi ösku lát­inna Dana í skart­gripi. Lög­um sam­kvæmt er það bann­að í Dan­mörku en heim­ilt í mörg­um lönd­um. Marg­ir Dan­ir vilja rýmri regl­ur varð­andi jarð­nesk­ar leif­ar ætt­ingja.

Á síðasta ári sendi Gitte Christina Gravlund Ilsfort tillögu inn á vefsíðuna borgerforslag.dk. Þessi síða, sem danska þingið Folketinget hefur umsjón með, er vettvangur borgaranna til að koma með tillögur og uppástungur til stjórnvalda. Auk sendanda þurfa þrír einstaklingar að undirrita tillöguna. Sérstök nefnd á vegum þingsins fer yfir tillöguna og hefur til þess 10 virka daga. Tillagan má ekki hvetja til brota á lögum, ekki beinast gegn tilteknum einstaklingi, eða einstaklingum og má ekki vera auglýsing af einhverju tagi. Uppfylli tillagan skilyrðin er hún birt á vefsíðunni borgerforslag.dk og verður þar í 6 mánuði, á þeim tíma geta borgararnir lýst yfir stuðningi við tillöguna en þurfa að skrá sig gegnum innskráningarkerfið Mit id (rafræn skilríki). Viðkomandi þarf að vera danskur ríkisborgari, hafa náð 18 ára aldri, með kosningarétt í Danmörku og vera búsettur í landinu. 50 þúsund einstaklingar þurfa að undirrita stuðning við tillöguna til þess að hún komi til kasta þingsins. Ef öllum skilyrðum er fullnægt ákveður þingnefnd hvort tillagan sé „þingtæk“ og ef svo reynist þarf að útbúa frumvarp sem síðan kæmi til kasta þingsins að afgreiða.

Strangar reglur

Tillagan sem Gitte Christina Gravlund Ilsfort sendi inn til borgerforslag.dk snýst í stuttu máli um að heimilt verði að nota ösku látinna ættingja eða náinna vina í skartgripi. Samkvæmt núgildandi dönskum lögum er slíkt ekki leyfilegt.

Í Danmörku gilda strangar reglur um meðferð jarðneskra leifa (ösku) látinna. Það er leyfilegt að dreifa ösku yfir opið haf ef sá látni hafði sett fram skriflega ósk um slíkt. Það skal þó gert með virðulegum hætti og ekki vekja athygli. Þannig er ekki heimilt að sturta úr duftkerinu af dekki Árósaferjunnar – eins og eitt dönsku blaðanna orðaði það. Ösku má ekki dreifa yfir stöðuvötn, ár og læki. Að dreifa ösku yfir land er bannað. Duftker má þó, með leyfi yfirvalda í viðkomandi umdæmi, jarðsetja á einkalandi sem verður að vera að minnsta kosti 5 þúsund fermetra stórt, ekki er heimilt að setja legstein á slíka gröf. Ekki er heimilt að jarðsetja ösku látins einstaklings í tveimur kirkjugörðum. Hægt er að óska eftir leyfi til að dreifa hluta ösku yfir opið haf, eða jarðsetja á einkalandi, eða flytja hluta ösku til annars lands ef hluti öskunnar er jarðsettur í heimahéraði hins látna.

Ekki er heimilt að geyma duftker í heimahúsi, jafnvel þótt aðeins sé um að ræða skemmri tíma.

Hundar, kettir og páfagaukar í skartgripi

Fyrir um það bil 15 árum fór skartgripahönnuðurinn Andrea van Webber að bjóða þjónustu sem þá var nýlunda í Danmörku. Sem sé að útbúa skartgripi þar sem aska gæludýra væri hluti hráefnisins. Hún sagði í útvarpsviðtali fyrir skömmu að í upphafi hafi margir hlegið þegar hún sagði frá þessu en það gerði enginn lengur. Andrea van Webber var meðal þeirra fyrstu á Norðurlöndum sem framleiddi slíka skartgripi. Skömmu eftir að hún fór að gera öskuskartgripina fóru henni að berast fyrirspurnir um hvort hún gæti gert skartgripi þar sem aska látinna ættingja væri notuð. Slíkum fyrirspurnum hefur fjölgað á síðustu árum en Andrea van Webber segist ætíð svara því til að slíkt væri ólöglegt. Hún hafi hins vegar nokkrum sinnum skrifað til kirkjumálaráðherra og vakið athygli á málinu.

Fékk hugmyndina eftir að amman dó

Gitte Christina Gravlund Ilsfort sagði frá því í blaðaviðtali fyrir skömmu að hún hefði farið að velta þessum málum fyrir sér eftir að móðuramma hennar lést af völdum kórónaveirunnar. Vegna aðstæðnanna gátu Gitte og aðrir ættingjar ekki kvatt ömmuna eins og þau hefðu óskað sér. „Og þá vaknaði hjá mér þessi hugmynd um skartgripina.“ Hún sagðist jafnframt telja að viðkomandi hefði, í lifanda lífi, samþykkt að nota mætti öskuna í skartgripi og vel mætti hugsa sér skráningu, líkt og varðandi líffæragjafir, eftir dauðann.

Misjöfn viðbrögð

Tillaga og hugmyndir Gitte Christina Gravlund Ilsfort hafa vakið athygli og umræður meðal Dana. Talsmaður samtaka útfararstjóra segir að aðstandendur látinna hafi margháttaðar óskir varðandi ösku, ekki síst hvort leyfilegt sé að dreifa henni yfir opið land. Danski kirkjumálaráðherrann, Morten Dahlin, sagðist í viðtali við danska útvarpið, DR, skoða allar hugmyndir með opnum huga, löggjöfin um útfarir og greftranir væri mjög gömul. Hann kvaðst vilja ræða þetta mál við biskupa landsins og siðanefnd þingsins (Etisk råd). Ráðherrann nefndi sérstaklega ákvæðið um jarðsetningu duftkerja í fleiri en einum kirkjugarði, sem ástæða væri til að skoða.

Elof Westergaard, biskup í Ribe, líst ekki vel á hugmyndina um að nota megi ösku látinna ættingja í skartgripi. Hann segir að ef slíkt verði leyft sé verið að gera hinn látna að hlut og veki spurningar um hver eigi hinn látna. Morten Bangsgaard, sem sat um nokkurra ára skeið í siðanefnd þingsins, segir að taka verði tillit til margra þátta eigi að breyta núgildandi lögum. Hann segir það sína skoðun að maður eigi að varðveita þá látnu í hug og hjarta en ekki um hálsinn. „Hvað ef hálsmenið úr öskunni af henni ömmu endar í kassa á háaloftinu, eða á flóamarkaði?  Það er ekki virðing við látinn ættingja.“

Að lokum er rétt að geta þess að tillaga Gitte Christina Gravlund Ilsfort uppfyllti öll skilyrði og var birt á síðunni borgerforslag.dk 25. janúar síðastliðinn og hægt verður að skrá stuðning til 25. júlí næstkomandi Þegar þessi pistill var settur á blað höfðu 1.008 lýst stuðningi við tillöguna.

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Hann var búinn að öskra á hjálp
1
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hann var búinn að öskra á hjálp
1
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
2
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Drengir kvörtuðu undan kennara og var meinað að sitja kennslustundir
4
Úttekt

Dreng­ir kvört­uðu und­an kenn­ara og var mein­að að sitja kennslu­stund­ir

Tólf ára gaml­ir dreng­ir leit­uðu til skóla­stjóra vegna meints of­beld­is af hálfu kenn­ara. Í kjöl­far­ið var þeim mein­að að sitja kennslu­stund­ir hjá kenn­ar­an­um. Ann­ar baðst af­sök­un­ar eft­ir tvær vik­ur og fékk þá að koma aft­ur í tíma. Hinn sætti út­skúf­un í tvo mán­uði, áð­ur en skól­an­um var gert að taka dreng­inn aft­ur inn í tíma. For­eldr­ar drengs­ins segja kerf­ið hafa brugð­ist barn­inu og leit­uðu að lok­um til lög­reglu.
Fjölskyldurnar sem eiga fiskana í sjónum
5
GreiningSjávarútvegsskýrslan

Fjöl­skyld­urn­ar sem eiga fisk­ana í sjón­um

Inn­an við tíu fjöl­skyld­ur eiga og stýra stærstu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­um lands­ins. Þau fyr­ir­tæki sem skráð hafa ver­ið á mark­að eru enn und­ir stjórn, og að uppi­stöðu í eigu, þeirra ein­stak­linga sem fengu gjafa­kvóta. Fjár­fest­ing­ar eig­enda út­gerð­anna í öðr­um og óskyld­um grein­um nema tug­um millj­arða og teygja sig í maj­ónes­fram­leiðslu, skyndi­bitastaði, trampólín­garða og inn­flutn­ing á bleyj­um og síga­rett­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár