Sumarið er komið. Þessi tími einkennist oft af mikilli útiveru, samverustundum með fjölskyldunni, ferðum og gleði. En sumartímanum geta líka fylgt áskoranir. Fyrir þau sem eru með ADHD (e. Attention Deficit Hyperactivity Disorder) getur sumartíminn valdið streitu.

Dr. Drífa Björk Guðmundsdóttir er klínískur sálfræðingur og starfar á Barnaspítalanum. Hún hélt á dögunum erindi hjá ADHD-samtökunum um sumarfríið og ADHD. Í samtali við Heimildina sagði hún mikilvægt að fólk muni eftir því að hvíla sig og ná slökun í fríinu.
Hvað er ADHD?
„ADHD er taugaþroskaröskun sem einkennist af þrenns lags ríkjandi einkennum,“ segir Drífa. Einkennin eru athyglisbrestur, ofvirkni og hvatvísi. Það er ólíkt á milli einstaklinga hvort öll þrjú einkennin eru til staðar og hvernig þau birtast. Drífa segir ADHD gjarnan líkt við Ferrari-bíl með …
Athugasemdir