Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur ákveðið að selja allan eignarhlut sinn í Íslandsbanka, alls 45,2 prósent af hlutafé bankans. Eftir það mun ríkið ekki eiga neitt í Íslandsbanka eftir að hafa verið langstærsti hluthafi bankans um árabil.
Um er að ræða 850 milljónir hluta sem fara í útboð, eftir að ráðuneytið virkjaði heimild til magnaukningar vegna mikillar eftirspurnar – sérstaklega innanlands, sem ráðuneytið segir fordæmalausa. Tilkynning ráðuneytisins var send út þegar rétt um 15 mínútur voru eftir af útboðinu.
Útboðið hófst óvænt á þriðjudag og lýkur klukkan 17 í dag. Fjárfestar geta gert breytingar á áskriftum fram að þeim tíma. Úthlutun til almennra fjárfesta í tilboðsbók A verður kynnt fyrir opnun markaða 16. maí, og til fagfjárfesta í tilboðsbókum B og C 21. maí, að því gefnu að einhverjir hlutir verði enn í boði.
Hlutir í tilboðsbók A eru ætlaðir einstaklingum með íslenska kennitölu, sem geta lagt inn tilboð á bilinu …
Athugasemdir