Þessi grein birtist fyrir rúmlega 2 mánuðum.

Einkavæðing Íslandsbanka hafin á ný

Út­boð á eft­ir­stand­andi hlut rík­is­ins í Ís­lands­banka hófst í morg­un. Út­boð­ið stend­ur til fimmtu­dags og ætl­ar rík­ið að selja minnst 20 pró­senta hlut í bank­an­um.

Einkavæðing Íslandsbanka hafin á ný
Til sölu Íslandsbanki er til sölu í dag og á morgun. Mynd: Golli

Þriðja umferð í einkavæðingu Íslandsbanka hófst klukkan hálf níu í morgun. Íslenska ríkið – sem á 45,2 prósenta hlut í bankanum – ætlar að selja að minnsta kosti 20 prósenta hlut. Ef eftirspurn verður mikil gæti farið svo að allur hlutur ríkisisn verði seldur í þessari umferð. Þetta kemur fram í tilkynningu og útboðslýsingu sem birt hefur verið á vef stjórnarráðsins. 

Íslenska ríkið er langstærsti einstaki hluthafinn í bankanum en restin af bankanum er að uppistöðu í eigu íslenskra lífeyrissjóða. 

Þrjár tilboðsbækur eru notaðar í þessari umferð einkavæðingarinnar. Fyrsta bókin er ætluð einstaklingum með íslenska kennitölu. Fast verð hlutanna þar er 106,56 krónur á hlut. Tilboð einstaklinga í ríkishlutina þurfa að vera að lágmarki 100 þúsund krónur en að hámarki 20 milljónir. Markaðsverð hluta í bankanum var við lokun markaði í gær 114,5 krónur á hlut.

Verð bréfa í hinum tilboðsbókunum ræðst af eftirspurn en verður ekki lægra en 106,56 …

Kjósa
7
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Verndar íslenskan menningararf með því að gera við fornbækur
5
Menning

Vernd­ar ís­lensk­an menn­ing­ar­arf með því að gera við forn­bæk­ur

Forn­bóka­safn­ar­inn Ey­þór Guð­munds­son seg­ir mik­il­vægt að vernda þann menn­ing­ar­arf sem ligg­ur í ís­lensk­um forn­bók­um. Það ger­ir hann með verk­efn­inu Old Icelandic Books sem geng­ur út á að vekja áhuga hjá Ís­lend­ing­um og ferða­mönn­um á bók­un­um og mik­il­vægi þeirra. Með­al þeirra bóka og hand­rita sem Ey­þór hef­ur und­ir hönd­um eru Grett­is saga, Jóns­bók og tvö hundruð ára til­skip­un til Al­þing­is frá fyrr­um Dana­kon­ungi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár