Það er engin siðferðileg spurning í þessu máli, þetta er nær því að vera glæpsamlegt,“ segir Vilhjálmur Árnason, fyrrverandi prófessor í heimspeki við Háskóla Íslands og einn af höfundum siðfræðikaflans í Rannsóknarskýrslu Alþingis, þegar hann er spurður út í njósnir tengdum auðmanninum Björgólfi Thor Björgólfssyni.
Auðmaðurinn fékk fyrirtækið PPP, sem var í eigu Jóns Óttars Ólafssonar og Guðmundar Hauks Gunnarssonar heitins, til þess að njósna um einstaklinga sem tengdust hópmálsókn hluthafa í Landsbankanum árið 2013. Var það gert til þess að finna tengsl milli Róberts Wessman, forstjóra og eiganda Alvotech, við hópinn, en Björgólf grunaði að málsóknin væri runnin undan rifjum höfuðandstæðings síns, Róberts.
Kveikur upplýsti um málið fyrir skömmu og þar var jafnframt upplýst að lögreglumaður þáði greiðslur fyrir eftirlit með nafngreindum einstaklingum. Hefur sá verið leystur undan starfsskyldum á meðan mál hans er til rannsóknar.
Forkastanlegt mál
Deilur Róberts og Björgólfs ná fyrir hrun, þegar Róbert var forstjóri …
Athugasemdir (1)