Þessi grein birtist fyrir rúmlega 7 mánuðum.

Tekjur dragast saman og tapið eykst hjá Sýn

Sýn skil­aði tapi upp á 344 millj­ón­ir króna á fyrstu þrem­ur mán­uð­um árs­ins. Það er meira en fyr­ir­tæk­ið gerði á sama tíma á síð­asta ári.

Tekjur dragast saman og tapið eykst hjá Sýn
Vongóð Haft er eftir Herdísi Fjeldsted forstjóra að endurkoma enska boltans til Sýnar styrki arðsemi fyrirtækisins á seinni hluta ársins.

Tap upp á 344 milljónir króna varð á fjarskipta- og fjölmiðlafyrirtækinu Sýn á fyrstu þremur mánuðum ársins. Tekjur drógust saman á milli ára og fyrirtækið skilaði rekstrartapi, samanborið við rekstrarhagnað á sama tímabili í fyrra.

Þetta kemur fram í árshlutareikningi félagsins sem birtur var síðdegis í dag. Í tilkynningu Sýnar vegna uppgjörsins segir að rekstrartapið sé í samræmi við áætlanir fyrirtækisins.

Í uppgjörinu kemur fram að auglýsingatekjur hafi lækkað, en aðalástæðan séu umfangsmiklar breytingar á skipulagi einingarinnar, sem miða að því að styrkja reksturinn til framtíðar.

Fjarskiptahluti fyrirtækisins – það er rekstur Vodafone – er sagður sýna merki um vöxt, bæði í tekjum og fjölda viðskiptavina. Þá kemur fram að aldrei hafi fleiri verið áskrifendur að streymisveitunni Stöð 2+.

Í tilkynningu Sýnar segir að búist sé við að mánuðirnir apríl, maí og júní verði einnig kostnaðarsamir, einkum vegna stefnumarkandi breytinga. Miklar væntingar eru hins vegar bundnar við útsendingar á …

Kjósa
8
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sagði sig úr skólaráði þegar Ársæll var ráðinn „af pólitískum ástæðum“
2
Stjórnmál

Sagði sig úr skóla­ráði þeg­ar Ár­sæll var ráð­inn „af póli­tísk­um ástæð­um“

Kenn­ari og fyrr­ver­andi formað­ur Kenn­ara­sam­bands Ís­lands sagði sig úr skóla­ráði Borg­ar­holts­skóla þeg­ar Ár­sæll Guð­munds­son var skip­að­ur skóla­meist­ari. Sagði hann eng­an í ráð­inu hafa tal­ið hann hæf­ast­an um­sækj­enda og full­yrti að ráðn­ing­in væri póli­tísk. Ár­sæll seg­ist rekja það beint til Ingu Sæ­land að hafa ekki feng­ið áfram­hald­andi ráðn­ingu.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár