Engin verðmæti án vinnandi fólks

For­seti ASÍ seg­ir að brýn­ustu verk­efn­in í sam­fé­lagi sem kennt er við vel­ferð og lýð­ræði séu hús­næð­is­vand­inn, verð­bólg­an, vax­andi ójöfn­uð­ur og mis­skipt­ing valds, og aukn­ing verk­taka­vinnu og ótryggra starfa. For­sæt­is­ráð­herra seg­ist vilja leiða rík­i­s­tjórn í þágu vinn­andi fólks.

Engin verðmæti án vinnandi fólks
Risastór Venusarstytta var endurgerð fyrir 1. maí með vísan í baráttudaginn 1970 þegar Rauðsokkur báru slíka styttu, en var þá gert að vera aftast í göngunni. Dagskrá hátíðarhaldanna í Reykjavík bar sterkan keim af Kvennaárinu 2025. Mynd: Golli

1. maí árið 1970, fyrir 55 árum, markaði upphaf Rauðsokkahreyfingarinnar, þegar konur á rauðum sokkum mættu í kröfugöngu verkalýðsins með risavaxna Venusarstyttu. Styttan var skreytt borða sem á stóð „Manneskja, ekki markaðsvara“ og vakti mikla eftirtekt.

Fjölmiðlar sögðu frá því að Rauðsokkahreyfingin hefði borið styttuna í óþökk fulltrúaráðs verkalýðshreyfingarinnar og nokkurt stapp var um hvort þær fengju að taka þátt í göngunni, en eftir miklar samningaviðræður fengu þær á endanum að ganga aftast.

Hátíðarhöld 1. maí í Reykjavík nú báru sterkan svip af vísun í gönguna 1970. Þannig bauð fulltrúaráð verkalýðsfélaganna í Reykjavík meðlimum Rauðsokkahreyfingarinnar að ganga fremst í göngunni í ár, en Venusarstyttan var endurgerð af þessu tilefni. 

Styttunni var komið fyrir við Hallgrímskirkju þar sem baráttuganga verkalýðsins hófst en síðan gekk fylkingin, með styttuna, niður Skólavörðustíg og á Ingólfstorg þar sem baráttufundur var haldinn. 

ASÍ, BHM, BSRM og KÍ tóku höndum saman við samtök kvenna, femínista, fatlaðs fólks og hinsegin fólks og lýsti því yfir að árið 2025 sé kvennaár, þar sem sérstök áhersla er lögð á upprætingu kynbundins ofbeldis og launamunar kynjanna. „Þrátt fyrir að margt hafi breyst til batnaðar undanfarna áratugi er jafnréttisbaráttunni ekki lokið. Ísland er til að mynda fyrir neðan meðaltal í samanburði OECD og ofbeldi gegn konum er útbreitt. Við erum líka minnt á um þessar mundir að stöðugt þarf að standa vörð um mannréttindi – bakslags gætir í jafnréttismálum“, segir í sameiginlegri grein í aðdraganda baráttudags verkalýðsins frá þeim Finnbirni A. Hermannssyni, forseta ASÍ, Kolbrúnu Halldórsdóttur, formanni BHM, Magnúsi Þór Jónssyni, formanni KÍ og Sonju Ýr Þorbergsdóttur, formanni BSRB.

Vaxandi ójöfnuður

Yfirskrift baráttudagsins í ár var „Við sköpum verðmætin“ og í ávarpi sínu sem formaður ASÍ sagði Finnbjörn að þeirri staðreynd verði ekki mótmælt. „Þetta kunna að virðast augljós sannindi en því miður er það svo að þessari staðreynd þarf jafnan að halda á lofti gagnvart ráðandi öflum í samfélaginu. Án vinnandi fólks verða engin verðmæti sköpuð og engum hjólum atvinnulífs snúið. Verðmætasköpun og atvinnulíf eru grundvallarforsendur samfélags og velferðar,“ sagði hann. 

„Verðbólga, dýrtíð og stjórnlaus fjárfestingamarkaður, sem áður var húsnæðismarkaður, almennings hefur bitnað af fullum þunga á þessu fólki
Finnbjörn A. Hermannsson, forseti ASÍ

Þrátt fyrir þessi augljósu sannindi búi hópar láglaunafólks við kröpp kjör hér á landi þrátt fyrir langan vinnudag. „Verðbólga, dýrtíð og stjórnlaus fjárfestingamarkaður, sem áður var húsnæðismarkaður almennings, hefur bitnað af fullum þunga á þessu fólki sem í orðsins fyllstu merkingu heldur samfélaginu gangandi í þágu okkar allra,“ sagði Finnbjörn í ávarpinu.

Þá nefndi hann þau verkefni sem séu brýnust í samfélagi okkar, sem kennt hefur verið við velferð og lýðræði. Það séu húsnæðisvandinn, verðbólgan, vaxandi ójöfnuður og misskipting valds, og aukning verktakavinnu og ótryggra starfa. 

„Barátta verkalýðshreyfingarinnar er vissulega pólitísk en hún er bundin við það eitt að standa vörð um almannahagsmuni og vinna að bættum kjörum og afkomu fólksins í landinu. Þess vegna hlýtur verkalýðshreyfingin jafnan að hafa skoðun á framgöngu ríkisstjórna og ráðamanna; fagna því sem vel er gert í þágu almennings og þjóðarhags en jafnframt fordæma sérhagsmunagæslu, fúsk og illa grundaðar ákvarðanir þeirra sem telja sig eina vita,“ sagði hann. 

Hert eftirlit með starfsmannaleigum

Stjórnmálaflokkarnir buðu venju samkvæmt í kaffi í tilefni dagsins. Þannig bauð Samfylkingarfélagið í Reykjavík til verkalýðskaffis í Oddfellow-húsinu við Vonarstræti. Þar tók forsætisráðherra, Kristrún Frostadóttir, til máls þar sem hún sagðist vilja leiða ríkisstjórn í þágu vinnandi fólks: „En ég er fyllilega meðvituð um að það er ekki nóg að segja þetta bara. Verkin tala.“

Þá minnti hún á að „í stefnuyfirlýsingu Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins kemur skýrt fram að ríkisstjórnin hyggist taka fast á félagslegum undirboðum, m.a. með því að herða eftirlit með starfsmannaleigum, innleiða keðjuábyrgð í stærri verklegum framkvæmdum, efla heimildir til vinnustaðaeftirlits og lögfesta skýrari refsiákvæði vegna vinnumansals. Vinna þessu tengt er farin af stað og ég mun fylgja þessu fast eftir,“ sagði hún. 

Kjósa
5
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
1
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
3
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
1
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
2
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Grein um hópnauðgun byggð á Facebookfærslu: Athugaði „hvort þetta væri alvöru manneskja“
3
Fréttir

Grein um hópnauðg­un byggð á Face­book­færslu: At­hug­aði „hvort þetta væri al­vöru mann­eskja“

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir, rit­stjóri Frétt­in.is, stend­ur við grein um hópnauðg­un hæl­is­leit­enda og stað­fest­ir að grunn­ur­inn að grein­inni sé Face­book-færsla sem kona birti um helg­ina. Önn­ur kona er merkt í færsl­unni – hún teng­ist mál­inu ekki neitt en hef­ur heyrt í fólki sem tel­ur að hún hafi orð­ið fyr­ir hópnauðg­un.
Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
6
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
5
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár