Um leið og ég hafði landað stúdentsprófinu sem foreldrar mínir kröfðust af mér, reif ég upp mínar íslensku rætur og flutti til landsins sem ég hafði þráð að kynnast síðan ég var barn. Þar hef ég síðan búið nánast alla mína tíð. Einhvern veginn æxlaðist það svo að ég hef að mestu unnið við brúarsmíði. Ekki þurfti ég þó að ljúka verkfræðinámi eða byggingatæknifræði til þess. Þótt ég hafi reyndar sankað að mér háskólagráðum eru þær frekar hugvísindamegin og brýrnar sem ég byggi eru huglægar og tengja saman löndin mín tvö, Ísland og Frakkland.
Alla mína fullorðins tíð hef ég pælt í því hvað einkennir Frakkland og franska menningu og hvað aðgreinir hana frá íslenskri menningu. Þessu hef ég svo reynt að koma á framfæri á báða bóga gegnum ýmiss konar störf, aðallega leiðsögn, þýðingar og túlkun.
Ég tel það mikla gæfu að geta tilheyrt tveimur löndum í einu. Ég …
Athugasemdir