Geir Gunnar Markússon næringarfræðingur segir að aukin tíðni lífsstílssjúkdóma kalli á heilnæmara fæði, meiri hreyfingu, nægan svefn og streituminni lífsstíl. Hann telur að fæða okkar í dag sé að mörgu leyti verri en fyrir um 30 árum og að við höfum flækt mataræðið. Þrátt fyrir mikið magn upplýsinga þá gæti mikillar upplýsingaóreiðu þegar kemur að næringu. Geir Gunnar vill að fólk borði morgunmat til að stuðla að jafnari blóðsykri og orku út daginn en morgunmaturinn er á verulegu undanhaldi.
Upplýsingaóreiða í ráðleggingum um mat og næringu er áhyggjuefni fyrir marga. Upplýsingaflæði er að finna á netinu sem fer oft gegn opinberum ráðleggingum en gjarnan eru einstaklingar að baki þeim sem hafa ekki menntun á sviði næringarfræði, heldur er oft um að ræða einstaklinga sem ráðleggja út frá eigin reynslu en líka á stundum í auglýsingaskyni. Auðvelt sé að selja öfgar, slíkt nái oft til fólks. Því sé mikilvægt að fólk …
Athugasemdir (1)