Alþingi skipaði á þingfundi í dag níu manns í nýja stjórn Ríkisútvarpsins. Eru þau kjörin til eins árs. Fimm voru tilnefnd af meirihlutanum en fjögur af minnihlutanum en meðal nýrra fulltrúa er Heimir Már Pétursson, framkvæmdastjóri og upplýsingafulltrúi Flokks fólksins og fyrrverandi fréttamaður.
Af meirihlutanum voru tilnefnd:
- Stefán Jón Hafstein
- Diljá Ámundadóttir Zoëga
- Heimir Már Pétursson
- Kristín Sóley Björnsdóttir
- Auður Finnbogadóttir
Varamenn meirihlutans eru Viðar Eggertsson, Natan Kolbeinsson, Katrin Viktoria Leiva og Kamma Thordarson.
Af minnihlutanum voru tilnefnd:
- Ingvar Smári Birgisson
- Eiríkur S. Svavarsson
- Unnur Brá Konráðsdóttir
- Silja Dögg Gunnarsdóttir
Varamenn minnihlutans eru Birta Karen Tryggvadóttir, Sveinn Óskar Sigurðsson, Magnús Benediktsson og Jónas Skúlason.
Nýr varamaður var dæmdur fyrir fjárdrátt
Silja Dögg, Ingvar Smári og Diljá sátu öll í síðustu stjórn RÚV – Silja Dögg var formaður hennar en Ingvar Smári varaformaður.
Stjórn RÚV fer með æðsta vald í málefnum stofnunarinnar, ber ábygð á rekstri hennar og á því að farið sé eftir lögum um hana. Í stjórn RÚV sitjur einnig einn sem tilnefndur er af starfsmannasamtökum RÚV.
Varamaðurinn Natan Kolbeinsson er formaður Viðreisnar í Reykjavík, og var þar á undan í Samfylkingunni. Árið 2017 var hann dæmdur í 45 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir fjárdrátt sem hann gerðist uppvís um meðan hann var formaður og gjaldkeri Landssambands æskulýðsfélaga.
Athugasemdir