Þessi grein birtist fyrir rúmlega 3 mánuðum.

Heimir Már meðal nýrra stjórnarmanna RÚV

Níu voru kjör­in í stjórn Rík­is­út­varps­ins á Al­þingi fyrr í dag. Í henni sit­ur nú Heim­ir Már Pét­urs­son, fram­kvæmda­stjóri og upp­lýs­inga­full­trúi þing­flokks Flokks fólks­ins, sem starf­aði þang­að til ný­lega á Stöð 2 og Vísi.

Heimir Már meðal nýrra stjórnarmanna RÚV

Alþingi skipaði á þingfundi í dag níu manns í nýja stjórn Ríkisútvarpsins. Eru þau kjörin til eins árs. Fimm voru tilnefnd af meirihlutanum en fjögur af minnihlutanum en meðal nýrra fulltrúa er Heimir Már Pétursson, framkvæmdastjóri og upplýsingafulltrúi Flokks fólksins og fyrrverandi fréttamaður.

Af meirihlutanum voru tilnefnd:

  • Stefán Jón Hafstein
  • Diljá Ámundadóttir Zoëga
  • Heimir Már Pétursson
  • Kristín Sóley Björnsdóttir
  • Auður Finnbogadóttir

Varamenn meirihlutans eru Viðar Eggertsson, Natan Kolbeinsson, Katrin Viktoria Leiva og Kamma Thordarson.

Af minnihlutanum voru tilnefnd:

  • Ingvar Smári Birgisson
  • Eiríkur S. Svavarsson
  • Unnur Brá Konráðsdóttir
  • Silja Dögg Gunnarsdóttir

Varamenn minnihlutans eru Birta Karen Tryggvadóttir, Sveinn Óskar Sigurðsson, Magnús Benediktsson og Jónas Skúlason.

Nýr varamaður var dæmdur fyrir fjárdrátt

Silja Dögg, Ingvar Smári og Diljá sátu öll í síðustu stjórn RÚV – Silja Dögg var formaður hennar en Ingvar Smári varaformaður.

Stjórn RÚV fer með æðsta vald í málefnum stofnunarinnar, ber ábygð á rekstri hennar og á því að farið sé eftir lögum um hana. Í stjórn RÚV sitjur einnig einn sem tilnefndur er af starfsmannasamtökum RÚV.

Varamaðurinn Natan Kolbeinsson er formaður Viðreisnar í Reykjavík, og var þar á undan í Samfylkingunni. Árið 2017 var hann dæmdur í 45 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir fjárdrátt sem hann gerðist uppvís um meðan hann var formaður og gjaldkeri Landssambands æskulýðsfélaga.

Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Við munum þurrka þá út“
6
ErlentÁrásir á Gaza

„Við mun­um þurrka þá út“

Þrátt fyr­ir aukna and­stöðu við stríð­ið hafa al­menn­ir borg­ar­ar í Ísra­el litla sam­úð með Palestínu­mönn­um á Gaza. Þar hef­ur ísra­elski her­inn hef­ur auk­ið þunga í hern­að­ar­að­gerð­um í vik­unni. Ætl­un­in er að „klára verk­ið og full­komna ósig­ur Ham­as,“ sagði Benjam­in Net­anya­hu. Blaða­menn voru drepn­ir í vik­unni, börn svelta og al­þjóð­leg hjálp­ar­sam­tök senda frá sér sam­eig­in­legt ákall gegn nýrri lög­gjöf.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár