Þessi grein birtist fyrir rúmlega 4 mánuðum.

Heimir Már meðal nýrra stjórnarmanna RÚV

Níu voru kjör­in í stjórn Rík­is­út­varps­ins á Al­þingi fyrr í dag. Í henni sit­ur nú Heim­ir Már Pét­urs­son, fram­kvæmda­stjóri og upp­lýs­inga­full­trúi þing­flokks Flokks fólks­ins, sem starf­aði þang­að til ný­lega á Stöð 2 og Vísi.

Heimir Már meðal nýrra stjórnarmanna RÚV

Alþingi skipaði á þingfundi í dag níu manns í nýja stjórn Ríkisútvarpsins. Eru þau kjörin til eins árs. Fimm voru tilnefnd af meirihlutanum en fjögur af minnihlutanum en meðal nýrra fulltrúa er Heimir Már Pétursson, framkvæmdastjóri og upplýsingafulltrúi Flokks fólksins og fyrrverandi fréttamaður.

Af meirihlutanum voru tilnefnd:

  • Stefán Jón Hafstein
  • Diljá Ámundadóttir Zoëga
  • Heimir Már Pétursson
  • Kristín Sóley Björnsdóttir
  • Auður Finnbogadóttir

Varamenn meirihlutans eru Viðar Eggertsson, Natan Kolbeinsson, Katrin Viktoria Leiva og Kamma Thordarson.

Af minnihlutanum voru tilnefnd:

  • Ingvar Smári Birgisson
  • Eiríkur S. Svavarsson
  • Unnur Brá Konráðsdóttir
  • Silja Dögg Gunnarsdóttir

Varamenn minnihlutans eru Birta Karen Tryggvadóttir, Sveinn Óskar Sigurðsson, Magnús Benediktsson og Jónas Skúlason.

Nýr varamaður var dæmdur fyrir fjárdrátt

Silja Dögg, Ingvar Smári og Diljá sátu öll í síðustu stjórn RÚV – Silja Dögg var formaður hennar en Ingvar Smári varaformaður.

Stjórn RÚV fer með æðsta vald í málefnum stofnunarinnar, ber ábygð á rekstri hennar og á því að farið sé eftir lögum um hana. Í stjórn RÚV sitjur einnig einn sem tilnefndur er af starfsmannasamtökum RÚV.

Varamaðurinn Natan Kolbeinsson er formaður Viðreisnar í Reykjavík, og var þar á undan í Samfylkingunni. Árið 2017 var hann dæmdur í 45 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir fjárdrátt sem hann gerðist uppvís um meðan hann var formaður og gjaldkeri Landssambands æskulýðsfélaga.

Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
4
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.
Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
6
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
4
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár