Lögreglan kannast ekki við hópnauðgun sem Frettin.is skrifar um

Sam­fé­lags­miðl­ar hafa log­að síð­ustu daga vegna skrifa um að níu hæl­is­leit­end­ur hafi hópnauðg­að 16 ára stúlku. Lög­regl­an á höf­uð­borg­ar­svæð­inu seg­ir ekk­ert mál af þess­um toga vera á sínu borði.

Lögreglan kannast ekki við hópnauðgun sem Frettin.is skrifar um

Samfélagsmiðlar hafa logað síðustu daga vegna skrifa um að níu hælisleitendur hafi hópnauðgað 16 ára stúlku. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir ekkert mál af þessum toga vera á sínu borði.

Vefmiðillinn Frettin.is birti á laugardag grein þar sem segir að miðlinum hafi „borist upplýsingar um alvarlega hópnauðgun sem kom upp um páskana, þar sem erlendir menn eru grunaðir um að hafa brotið kynferðislega á 16 ára stúlkubarni.“

Þá er fullyrt að um níu menn hafi verið að ræða og samkvæmt heimildarmanni Frettin.is séu „gerendurnir hælisleitendur frá Palestínu og Tyrkir.“ Þetta segist Frettin.is hafa eftir einstaklingi sem tengist stúlkunni fjölskylduböndum.

Sömuleiðis eru lýsingar á meintu broti þar sem segir að stúlkan hafi verið á göngu þegar „erlendir menn nálguðust hana á fólksbíl, hrifsuðu upp í bílinn og frelsissviptu. Upptökur af frelsissviptingunni liggja fyrir hjá lögreglu samkvæmt sömu heimildum. Ekið var með stúlkuna á ótilgreindan stað þar sem mennirnir brutu á barninu kynferðislega og skiptust á að nauðga stúlkunni í um þrjár klukkustundir. Eftir að hafa níðst á stúlkunni klukkutímum saman, var ekið með hana í íbúð í Vesturbænum, þar sem fleiri menn héldu sig til og brutu þeir allir á henni í sjö klukkustundir til viðbótar.“

Greinin hefur vakið gríðarlega athygli og mikill fjöldi fólks deilt henni á samfélagsmiðlum. Stór orð eru gjarnan látin falla varðandi málið. Einn segir: „HVERS VEGNA ERU ÞESSIR MÚSLIMAR EKKI I HALDI LÖGREGLU“, annar: „Það eru langir vegir frá því að hægt sé að kalla þetta menn, þetta er verra heldur en óðir hundar, og óða hunda á að aflífa,“ og þriðji „Út með þetta pakk. Endilega deila þessu og stöndum saman, áður enn þetta verður eins og í Bretlandi. P.S. Og engar helvítis Moskvur , ef fólk vill setjast að á Íslandi, þá á það að taka up okkar hefðir og trú.“.

Kjósa
13
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Ég vildi ekki vera stelpan sem öskraði stopp“
3
Skýring

„Ég vildi ekki vera stelp­an sem öskr­aði stopp“

Yf­ir helm­ing­ur þeirra sem vinna inn­an sviðslista á Ís­landi hafa orð­ið fyr­ir kyn­ferð­is­legri áreitni í starfi eða í tengsl­um við það. Á ís­lensk­um vinnu­mark­aði al­mennt er sú tala 16%. Hver er staða nánd­ar­þjálf­un­ar á Ís­landi? „Ég var svo varn­ar­laus, þar sem leik­stjór­inn (kk) sam­þykkti þetta allt,“ kom fram í einni sög­unni í yf­ir­lýs­ing­unni Tjald­ið fell­ur ár­ið 2017. Hér er rætt er við leik­ara og aðra sem þekkja til.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Margeir fær milljónir í bætur – Hafði áreitt samstarfskonu hjá lögreglunni
3
Fréttir

Mar­geir fær millj­ón­ir í bæt­ur – Hafði áreitt sam­starfs­konu hjá lög­regl­unni

Ís­lenska rík­ið þarf að greiða Mar­geiri Sveins­syni að­stoð­ar­yf­ir­lög­reglu­þjóni miska­bæt­ur fyr­ir að hafa færð­ur til í starfi eft­ir að sam­starfs­kona hans sak­aði hann um of­beldi og áreitni. Lög­reglu­stjóri til­kynnti hér­aðssak­sókn­ara um hugs­an­lega refsi­verða hátt­semi Mar­geirs en mál­inu var vís­að frá.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
3
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár