Þessi grein birtist fyrir rúmlega 6 mánuðum.

Lögreglan kannast ekki við hópnauðgun sem Frettin.is skrifar um

Sam­fé­lags­miðl­ar hafa log­að síð­ustu daga vegna skrifa um að níu hæl­is­leit­end­ur hafi hópnauðg­að 16 ára stúlku. Lög­regl­an á höf­uð­borg­ar­svæð­inu seg­ir ekk­ert mál af þess­um toga vera á sínu borði.

Lögreglan kannast ekki við hópnauðgun sem Frettin.is skrifar um

Samfélagsmiðlar hafa logað síðustu daga vegna skrifa um að níu hælisleitendur hafi hópnauðgað 16 ára stúlku. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir ekkert mál af þessum toga vera á sínu borði.

Vefmiðillinn Frettin.is birti á laugardag grein þar sem segir að miðlinum hafi „borist upplýsingar um alvarlega hópnauðgun sem kom upp um páskana, þar sem erlendir menn eru grunaðir um að hafa brotið kynferðislega á 16 ára stúlkubarni.“

Þá er fullyrt að um níu menn hafi verið að ræða og samkvæmt heimildarmanni Frettin.is séu „gerendurnir hælisleitendur frá Palestínu og Tyrkir.“ Þetta segist Frettin.is hafa eftir einstaklingi sem tengist stúlkunni fjölskylduböndum.

Sömuleiðis eru lýsingar á meintu broti þar sem segir að stúlkan hafi verið á göngu þegar „erlendir menn nálguðust hana á fólksbíl, hrifsuðu upp í bílinn og frelsissviptu. Upptökur af frelsissviptingunni liggja fyrir hjá lögreglu samkvæmt sömu heimildum. Ekið var með stúlkuna á ótilgreindan stað þar sem mennirnir brutu á barninu kynferðislega og skiptust á að nauðga stúlkunni í um þrjár klukkustundir. Eftir að hafa níðst á stúlkunni klukkutímum saman, var ekið með hana í íbúð í Vesturbænum, þar sem fleiri menn héldu sig til og brutu þeir allir á henni í sjö klukkustundir til viðbótar.“

Greinin hefur vakið gríðarlega athygli og mikill fjöldi fólks deilt henni á samfélagsmiðlum. Stór orð eru gjarnan látin falla varðandi málið. Einn segir: „HVERS VEGNA ERU ÞESSIR MÚSLIMAR EKKI I HALDI LÖGREGLU“, annar: „Það eru langir vegir frá því að hægt sé að kalla þetta menn, þetta er verra heldur en óðir hundar, og óða hunda á að aflífa,“ og þriðji „Út með þetta pakk. Endilega deila þessu og stöndum saman, áður enn þetta verður eins og í Bretlandi. P.S. Og engar helvítis Moskvur , ef fólk vill setjast að á Íslandi, þá á það að taka up okkar hefðir og trú.“.

Kjósa
13
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Sjálfsvígi fylgir eitruð sorg
4
Viðtal

Sjálfs­vígi fylg­ir eitr­uð sorg

Eg­ill Heið­ar Ant­on Páls­son á ræt­ur að rekja til Spán­ar, þar sem móð­ir hans fædd­ist inn í miðja borg­ara­styrj­öld. Tólf ára gam­all kynnt­ist hann sorg­inni þeg­ar bróð­ir hans svipti sig lífi. Áð­ur en ein­hver gat sagt hon­um það vissi Eg­ill hvað hefði gerst og hvernig. Fyr­ir vik­ið glímdi hann við sjálfs­ásak­an­ir og sekt­ar­kennd. Eg­ill hef­ur dökkt yf­ir­bragð móð­ur sinn­ar og lengi var dökkt yf­ir, en hon­um tókst að rata rétta leið og á að baki far­sæl­an fer­il sem leik­stjóri. Nú stýr­ir hann Borg­ar­leik­hús­inu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Heimaskólinn ákveðin forréttindi
3
Viðtal

Heima­skól­inn ákveð­in for­rétt­indi

Systkini í Mos­fells­bæ fóru í hefð­bund­inn grunn­skóla í haust eft­ir að hafa ver­ið í heima­skóla síð­ustu ár. Sól­veig Svavars­dótt­ir, móð­ir þeirra, sem sinnti heima­kennsl­unni, seg­ir þetta hafa ver­ið dýr­mæta reynslu fyr­ir alla fjöl­skyld­una. Ekk­ert sveit­ar­fé­lag hef­ur veitt heim­ild til heima­kennslu á yf­ir­stand­andi skóla­ári, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá mennta- og barna­mála­ráðu­neyt­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
6
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár