Lögreglan kannast ekki við hópnauðgun sem Frettin.is skrifar um

Sam­fé­lags­miðl­ar hafa log­að síð­ustu daga vegna skrifa um að níu hæl­is­leit­end­ur hafi hópnauðg­að 16 ára stúlku. Lög­regl­an á höf­uð­borg­ar­svæð­inu seg­ir ekk­ert mál af þess­um toga vera á sínu borði.

Lögreglan kannast ekki við hópnauðgun sem Frettin.is skrifar um

Samfélagsmiðlar hafa logað síðustu daga vegna skrifa um að níu hælisleitendur hafi hópnauðgað 16 ára stúlku. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir ekkert mál af þessum toga vera á sínu borði.

Vefmiðillinn Frettin.is birti á laugardag grein þar sem segir að miðlinum hafi „borist upplýsingar um alvarlega hópnauðgun sem kom upp um páskana, þar sem erlendir menn eru grunaðir um að hafa brotið kynferðislega á 16 ára stúlkubarni.“

Þá er fullyrt að um níu menn hafi verið að ræða og samkvæmt heimildarmanni Frettin.is séu „gerendurnir hælisleitendur frá Palestínu og Tyrkir.“ Þetta segist Frettin.is hafa eftir einstaklingi sem tengist stúlkunni fjölskylduböndum.

Sömuleiðis eru lýsingar á meintu broti þar sem segir að stúlkan hafi verið á göngu þegar „erlendir menn nálguðust hana á fólksbíl, hrifsuðu upp í bílinn og frelsissviptu. Upptökur af frelsissviptingunni liggja fyrir hjá lögreglu samkvæmt sömu heimildum. Ekið var með stúlkuna á ótilgreindan stað þar sem mennirnir brutu á barninu kynferðislega og skiptust á að nauðga stúlkunni í um þrjár klukkustundir. Eftir að hafa níðst á stúlkunni klukkutímum saman, var ekið með hana í íbúð í Vesturbænum, þar sem fleiri menn héldu sig til og brutu þeir allir á henni í sjö klukkustundir til viðbótar.“

Greinin hefur vakið gríðarlega athygli og mikill fjöldi fólks deilt henni á samfélagsmiðlum. Stór orð eru gjarnan látin falla varðandi málið. Einn segir: „HVERS VEGNA ERU ÞESSIR MÚSLIMAR EKKI I HALDI LÖGREGLU“, annar: „Það eru langir vegir frá því að hægt sé að kalla þetta menn, þetta er verra heldur en óðir hundar, og óða hunda á að aflífa,“ og þriðji „Út með þetta pakk. Endilega deila þessu og stöndum saman, áður enn þetta verður eins og í Bretlandi. P.S. Og engar helvítis Moskvur , ef fólk vill setjast að á Íslandi, þá á það að taka up okkar hefðir og trú.“.

Kjósa
13
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Vinstri byltingin sem varð ekki: Af hverju sameinaðist vinstrið ekki í borginni?
3
Greining

Vinstri bylt­ing­in sem varð ekki: Af hverju sam­ein­að­ist vinstr­ið ekki í borg­inni?

Vinstri græn, Sósí­al­ist­ar og Pírat­ar eru sam­an­lagt með fimmtán pró­senta fylgi í borg­inni. Hvor í sínu lagi gætu þeir hins veg­ar ver­ið í fall­bar­áttu. Til­raun­ir voru gerð­ar til að ná sam­an um sam­eig­in­legt fram­boð fyr­ir kom­andi borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar, und­ir for­ystu sósí­al­ist­ans Sönnu Magda­lenu Mörtu­dótt­ur. Van­traust og skort­ur á mál­efna­legri sam­leið kom í veg fyr­ir það.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
3
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.
Langþráður draumur um búskap rættist
5
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár