Þessi grein birtist fyrir rúmlega 3 mánuðum.

RÚV hættir með tíufréttir sjónvarps

Síð­asti sjón­varps­frétta­tími RÚV klukk­an 22 verð­ur send­ur út 1. júlí. Eft­ir það verð­ur að­eins einn frétta­tími í sjón­varpi, sem fær­ist til klukk­an 20. Áherslu­breyt­ing frek­ar en hag­ræð­ing, seg­ir frétta­stjóri.

RÚV hættir með tíufréttir sjónvarps

RÚV greinir frá því að fréttastofan hættir að senda út sjónvarpsfréttir klukkan 22 á kvöldin í sumar. Fréttatíminn sem hefur verið á dagskrá klukkan 19 færist hins vegar aftur um klukkustund, og verður sýndur klukkan 20. 

Fréttastofa Ríkisútvarpsins hættir að senda út fréttir í sjónvarpi klukkan 22 á kvöldin í sumar. Eftir það verður einn fréttatími í sjónvarpi, klukkan 20 á kvöldin. Þetta var tilkynnt á starfsmannafundi fréttastofunnar í dag.

„Fréttaneysla hefur breyst gríðarlega síðustu ár og við ætlum að laga okkur að þeim breytta veruleika. Með því að draga úr sjónvarpsframleiðslu getum við lagt meiri áherslu á fréttir á stafrænum miðlum þar sem flestir neyta þeirra,“ hefur RÚV eftir Heiðari Erni Sigurfinnssyni fréttastjóra: „Þetta er ekki hugsað sem hagræðing heldur áherslubreyting.“

Frá og með 24. júlí verða sjónvarpsfréttir komnar með nýjan tíma, klukkan 20 í stað klukkan 19. Fram að þeim tíma, og frá því að EM kvenna í fótbolta hefst þann 2. Júlí, verða sjónvarpsfréttir hins vegar sýndar klukkan 21 sem er sami háttur og var hafður á hjá RÚV þegar EM karla í fótbolta fór fram.

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
3
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
6
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
3
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár