RÚV hættir með tíufréttir sjónvarps

Síð­asti sjón­varps­frétta­tími RÚV klukk­an 22 verð­ur send­ur út 1. júlí. Eft­ir það verð­ur að­eins einn frétta­tími í sjón­varpi, sem fær­ist til klukk­an 20. Áherslu­breyt­ing frek­ar en hag­ræð­ing, seg­ir frétta­stjóri.

RÚV hættir með tíufréttir sjónvarps

RÚV greinir frá því að fréttastofan hættir að senda út sjónvarpsfréttir klukkan 22 á kvöldin í sumar. Fréttatíminn sem hefur verið á dagskrá klukkan 19 færist hins vegar aftur um klukkustund, og verður sýndur klukkan 20. 

Fréttastofa Ríkisútvarpsins hættir að senda út fréttir í sjónvarpi klukkan 22 á kvöldin í sumar. Eftir það verður einn fréttatími í sjónvarpi, klukkan 20 á kvöldin. Þetta var tilkynnt á starfsmannafundi fréttastofunnar í dag.

„Fréttaneysla hefur breyst gríðarlega síðustu ár og við ætlum að laga okkur að þeim breytta veruleika. Með því að draga úr sjónvarpsframleiðslu getum við lagt meiri áherslu á fréttir á stafrænum miðlum þar sem flestir neyta þeirra,“ hefur RÚV eftir Heiðari Erni Sigurfinnssyni fréttastjóra: „Þetta er ekki hugsað sem hagræðing heldur áherslubreyting.“

Frá og með 24. júlí verða sjónvarpsfréttir komnar með nýjan tíma, klukkan 20 í stað klukkan 19. Fram að þeim tíma, og frá því að EM kvenna í fótbolta hefst þann 2. Júlí, verða sjónvarpsfréttir hins vegar sýndar klukkan 21 sem er sami háttur og var hafður á hjá RÚV þegar EM karla í fótbolta fór fram.

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
3
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
2
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár