Þessi grein birtist fyrir rúmlega 6 mánuðum.

Allir í siðanefnd HRFÍ hættir - Ásta hefur beðið svara í 18 mánuði

Öll þau sem kos­in voru í siðanefnd Hunda­rækt­ar­fé­lags Ís­lands á síð­asta að­al­fundi fé­lags­ins hafa sagt sig frá störf­um. „Ég er bú­in að bíða eitt og hálft ár eft­ir að kæra sé tek­in fyr­ir og fæ eng­in svör,“ seg­ir Ásta María.

Allir í siðanefnd HRFÍ hættir - Ásta hefur beðið svara í 18 mánuði
Ásta með hundunum sínum þeim Prins og Röskvu. Hvolpurinn sem var tekinn af henni er af papillon-tegundinni eins og Prins. Mynd: Heida Helgadottir

Hundaræktarfélag Íslands, HRFÍ, hefur tilkynnt að þeir einstaklingar sem kosnir voru í siðanefnd félagsins á aðalfundi 2024 hafa sagt sig frá störfum. Engin siðanefnd er því starfandi sem stendur. „Gera má ráð fyrir töf á afgreiðslu mála vegna þessa,“ segir í tilkynningu HRFÍ vegna málsins. Ný siðanefnd verðir kosin á næsta aðalfundi sem fram fer í næstu viku. 

Heimildin ræddi í október 2023 við Ástu Maríu H. Jensen sem hafði þá sent inn kvörtun til siðanefndar HRFÍ. Hún hefur enn ekki fengið svar frá siðanefndinni, 18 mánuðum síðar. 

„Ég er búin að bíða eitt og hálft ár eftir að kæra sé tekin fyrir og fæ engin svör,“ segir Ásta í samtali við Heimildina. 

Ásta sendi siðanefndinni kvörtun eft­ir að hunda­rækt­andi sem hún keypti hvolp af mætti heim til henn­ar og tók hvolp­inn til baka. Upp­gef­in ástæða var að Ásta væri með al­var­leg­an geð­sjúk­dóm og lít­ill hvolp­ur væri því ekki ör­ugg­ur …

Kjósa
12
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Guðmundur Ásgeirsson skrifaði
    Er meintur þjófnaður ekki einfaldlega lögreglumál? Hvernig á slíkt eitthvað sérstakt erindi til félagasamtaka?
    2
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sagt frá andláti móður sinnar „nánast í sömu andrá og jólin voru hringd inn“
3
Viðtal

Sagt frá and­láti móð­ur sinn­ar „nán­ast í sömu andrá og jól­in voru hringd inn“

Í bók­inni Mamma og ég, seg­ir Kol­beinn Þor­steins­son frá sam­bandi sínu við móð­ur sína, Ástu Sig­urð­ar­dótt­ur rit­höf­und. Á upp­vaxt­ar­ár­un­um þvæld­ist Kol­beinn á milli heim­ila, með eða án móð­ur sinn­ar, sem glímdi við illskilj­an­leg veik­indi fyr­ir lít­ið barn. Níu ára gam­all sat hann jarð­ar­för móð­ur sinn­ar og átt­aði sig á því að draum­ur­inn yrði aldrei að veru­leika – draum­ur­inn um að fara aft­ur heim.

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
5
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár