Eitt virtasta háskólasetur Bandaríkjanna, Harvard, varð fyrir höggi á mánudag þegar bandarísk stjórnvöld frystu 2,2 milljarða dala í ríkisfjárveitingum eftir að skólinn hafnaði umfangsmiklum kröfum sem Hvíta húsið sagði miða að því að stemma stigu við gyðingahatri á háskólasvæðum.
Kröfurnar snúa að stjórnarháttum, ráðningum og inntökureglum skólans og eru viðbót við lista sem Harvard fékk 3. apríl. Þar var þess meðal annars krafist að fjölbreytiskrifstofu yrði lokað og að skólinn ynni með útlendingaeftirliti Bandaríkjanna við að kanna bakgrunn erlendra nemenda.
Í bréfi til nemenda og starfsmanna sagðist Alan Garber, forseti Harvard, ætla að standa gegn þessum kröfum og sagðist skólinn ekki ætla að „semja um sjálfstæði sitt eða stjórnarskrárvarin réttindi“.
Starfshópur Donalds Trump Bandaríkjaforseta um baráttu gegn gyðingahatri (Joint Task Force to Combat Anti-Semitism) svaraði með yfirlýsingu þar sem tilkynnt var um frystingu 2,2 milljarða dala fjármögnun verkefna skólans og frystingu á 60 milljóna dala ríkissamningum.
„Yfirlýsing Harvard í …
Athugasemdir