Þessi grein birtist fyrir rúmlega 3 mánuðum.

Harvard tekur afstöðu gegn Trump – milljarða fjármögnun skólans fryst

Virt­asti há­skóli Banda­ríkj­anna, Har­vard, tefldi millj­örð­um dala í rík­is­stuðn­ingi í tví­sýnu þeg­ar hann hafn­aði víð­tæk­um kröf­um rík­is­stjórn­ar Don­alds Trump. Kröf­urn­ar voru sagð­ar gerð­ar til þess að sporna við gyð­inga­h­atri á há­skóla­svæð­um. Kröf­urn­ar snúa að stjórn­ar­hátt­um, ráðn­ing­um og inn­töku­ferli skól­ans.

Harvard tekur afstöðu gegn Trump – milljarða fjármögnun skólans fryst
Ólíðandi „Röskun náms sem hefur hrjáð háskólasvæði undanfarin ár er óásættanleg. Áreitni gegn nemendum af gyðingatrú er óþolandi,“ segir í yfirlýsingu starfshóps Donalds Trump Bandaríkjaforseta um baráttu gegn gyðingahatri. Mynd: Joseph Prezioso / AFP

Eitt virtasta háskólasetur Bandaríkjanna, Harvard, varð fyrir höggi á mánudag þegar bandarísk stjórnvöld frystu 2,2 milljarða dala í ríkisfjárveitingum eftir að skólinn hafnaði umfangsmiklum kröfum sem Hvíta húsið sagði miða að því að stemma stigu við gyðingahatri á háskólasvæðum.

Kröfurnar snúa að stjórnarháttum, ráðningum og inntökureglum skólans og eru viðbót við lista sem Harvard fékk 3. apríl. Þar var þess meðal annars krafist að fjölbreytiskrifstofu yrði lokað og að skólinn ynni með útlendingaeftirliti Bandaríkjanna við að kanna bakgrunn erlendra nemenda.

Í bréfi til nemenda og starfsmanna sagðist Alan Garber, forseti Harvard, ætla að standa gegn þessum kröfum og sagðist skólinn ekki ætla að „semja um sjálfstæði sitt eða stjórnarskrárvarin réttindi“.

Starfshópur Donalds Trump Bandaríkjaforseta um baráttu gegn gyðingahatri (Joint Task Force to Combat Anti-Semitism) svaraði með yfirlýsingu þar sem tilkynnt var um frystingu 2,2 milljarða dala fjármögnun verkefna skólans og frystingu á 60 milljóna dala ríkissamningum.

„Yfirlýsing Harvard í …

Kjósa
16
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Verndar íslenskan menningararf með því að gera við fornbækur
6
Menning

Vernd­ar ís­lensk­an menn­ing­ar­arf með því að gera við forn­bæk­ur

Forn­bóka­safn­ar­inn Ey­þór Guð­munds­son seg­ir mik­il­vægt að vernda þann menn­ing­ar­arf sem ligg­ur í ís­lensk­um forn­bók­um. Það ger­ir hann með verk­efn­inu Old Icelandic Books sem geng­ur út á að vekja áhuga hjá Ís­lend­ing­um og ferða­mönn­um á bók­un­um og mik­il­vægi þeirra. Með­al þeirra bóka og hand­rita sem Ey­þór hef­ur und­ir hönd­um eru Grett­is saga, Jóns­bók og tvö hundruð ára til­skip­un til Al­þing­is frá fyrr­um Dana­kon­ungi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár