Sjónarvitni sáu dóttur beita aldraða foreldra miklu ofbeldi

Tvö sjón­ar­vitni sem Heim­ild­in ræddi við sáu konu beita báða for­eldra sína of­beldi áð­ur en hún var hand­tek­in vegna gruns um að hafa ban­að föð­ur sín­um. Kon­an, sem er 28 ára göm­ul, sit­ur nú í gæslu­varð­haldi eft­ir að fað­ir henn­ar fannst lát­inn á heim­ili fjöl­skyld­unn­ar á Arn­ar­nes­inu í Garða­bæ.

Sjónarvitni sáu dóttur beita aldraða foreldra miklu ofbeldi
Arnarnes Aldraður maður fannst illa farinn á heimili sínu á Arnarnesi fyrir helgi. Vitni sáu dóttur mannsins misþyrma foreldrum sínum síðast fyrir mánuði síðan. Mynd: Golli

Það var snemma á föstudagsmorgun, þann 11. apríl síðastliðinn, sem lögreglu barst tilkynning um meðvitundarlausan karlmann í heimahúsi á Arnarnesinu í Garðabæ. Hverfið er álitið eitt það ríkmannlegasta á landinu og húsið sem fólkið býr í er með þeim glæsilegri í hverfinu. Í húsinu bjuggu öldruð hjón, karlmaður sem átti jafnframt áttræðisafmæli daginn sem hann lést, og svo eiginkona hans, sem er um tíu árum yngri. Dóttir hjónanna býr þar einnig, en hún er 28 ára gömul. Hún átti afmæli daginn áður, 10. apríl.

Fljótt kom í ljós að ekki var allt með felldu og var farið fram á gæsluvarðhald yfir konunni vegna gruns um aðkomu að andláti föður síns, sem lést síðar um daginn eftir að hafa fundist illa haldinn á heimilinu. 

Hestakona

Í æsku æfði konan hestaíþróttina af krafti og tók þátt í mótum og naut velgengni á þeim vettvangi. Hestamenn sem Heimildin ræddi við könnuðust vel við …

Kjósa
154
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (6)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Thordis Malmquist skrifaði
    Sorglegt og hefur ekkert með slúður að gera, á þá ekkert að gera þegar ofdekrað afkvæmi beitir ofbeldi, er það bara í lagi.?
    7
  • EJ
    Erlendur Jónsson skrifaði
    Heimildin að breytast í slúðurblað?
    -17
  • SÍF
    Sveinn í Felli skrifaði
    Ágæti blaðamaður; orðið "sjón­ar­vitni" kemur ansi færeyskt fyrir sjónir, á íslensku er oftast notað bara "vitni" eða "sjónarvottur. "Sjón­ar­vitni" er hinsvegar til í færeysku.
    11
    • KG
      Kristian Guttesen skrifaði
      Þetta er bæði í Blöndal og í nútímamáli, ekkert að þessu.

      https://xn--mli-ela1f.is/leit/sj%C3%B3narvitni
      5
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
2
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
6
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu