Það var snemma á föstudagsmorgun, þann 11. apríl síðastliðinn, sem lögreglu barst tilkynning um meðvitundarlausan karlmann í heimahúsi á Arnarnesinu í Garðabæ. Hverfið er álitið eitt það ríkmannlegasta á landinu og húsið sem fólkið býr í er með þeim glæsilegri í hverfinu. Í húsinu bjuggu öldruð hjón, karlmaður sem átti jafnframt áttræðisafmæli daginn sem hann lést, og svo eiginkona hans, sem er um tíu árum yngri. Dóttir hjónanna býr þar einnig, en hún er 28 ára gömul. Hún átti afmæli daginn áður, 10. apríl.
Fljótt kom í ljós að ekki var allt með felldu og var farið fram á gæsluvarðhald yfir konunni vegna gruns um aðkomu að andláti föður síns, sem lést síðar um daginn eftir að hafa fundist illa haldinn á heimilinu.
Hestakona
Í æsku æfði konan hestaíþróttina af krafti og tók þátt í mótum og naut velgengni á þeim vettvangi. Hestamenn sem Heimildin ræddi við könnuðust vel við …
https://xn--mli-ela1f.is/leit/sj%C3%B3narvitni