Þessi grein birtist fyrir rúmlega 2 mánuðum.

Sjónarvitni sáu dóttur beita aldraða foreldra miklu ofbeldi

Tvö sjón­ar­vitni sem Heim­ild­in ræddi við sáu konu beita báða for­eldra sína of­beldi áð­ur en hún var hand­tek­in vegna gruns um að hafa ban­að föð­ur sín­um. Kon­an, sem er 28 ára göm­ul, sit­ur nú í gæslu­varð­haldi eft­ir að fað­ir henn­ar fannst lát­inn á heim­ili fjöl­skyld­unn­ar á Arn­ar­nes­inu í Garða­bæ.

Sjónarvitni sáu dóttur beita aldraða foreldra miklu ofbeldi
Arnarnes Aldraður maður fannst illa farinn á heimili sínu á Arnarnesi fyrir helgi. Vitni sáu dóttur mannsins misþyrma foreldrum sínum síðast fyrir mánuði síðan. Mynd: Golli

Það var snemma á föstudagsmorgun, þann 11. apríl síðastliðinn, sem lögreglu barst tilkynning um meðvitundarlausan karlmann í heimahúsi á Arnarnesinu í Garðabæ. Hverfið er álitið eitt það ríkmannlegasta á landinu og húsið sem fólkið býr í er með þeim glæsilegri í hverfinu. Í húsinu bjuggu öldruð hjón, karlmaður sem átti jafnframt áttræðisafmæli daginn sem hann lést, og svo eiginkona hans, sem er um tíu árum yngri. Dóttir hjónanna býr þar einnig, en hún er 28 ára gömul. Hún átti afmæli daginn áður, 10. apríl.

Fljótt kom í ljós að ekki var allt með felldu og var farið fram á gæsluvarðhald yfir konunni vegna gruns um aðkomu að andláti föður síns, sem lést síðar um daginn eftir að hafa fundist illa haldinn á heimilinu. 

Hestakona

Í æsku æfði konan hestaíþróttina af krafti og tók þátt í mótum og naut velgengni á þeim vettvangi. Hestamenn sem Heimildin ræddi við könnuðust vel við …

Kjósa
155
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (6)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Thordis Malmquist skrifaði
    Sorglegt og hefur ekkert með slúður að gera, á þá ekkert að gera þegar ofdekrað afkvæmi beitir ofbeldi, er það bara í lagi.?
    7
  • EJ
    Erlendur Jónsson skrifaði
    Heimildin að breytast í slúðurblað?
    -17
  • SÍF
    Sveinn í Felli skrifaði
    Ágæti blaðamaður; orðið "sjón­ar­vitni" kemur ansi færeyskt fyrir sjónir, á íslensku er oftast notað bara "vitni" eða "sjónarvottur. "Sjón­ar­vitni" er hinsvegar til í færeysku.
    12
    • KG
      Kristian Guttesen skrifaði
      Þetta er bæði í Blöndal og í nútímamáli, ekkert að þessu.

      https://xn--mli-ela1f.is/leit/sj%C3%B3narvitni
      4
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
2
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Drengir kvörtuðu undan kennara og var meinað að sitja kennslustundir
5
Úttekt

Dreng­ir kvört­uðu und­an kenn­ara og var mein­að að sitja kennslu­stund­ir

Tólf ára gaml­ir dreng­ir leit­uðu til skóla­stjóra vegna meints of­beld­is af hálfu kenn­ara. Í kjöl­far­ið var þeim mein­að að sitja kennslu­stund­ir hjá kenn­ar­an­um. Ann­ar baðst af­sök­un­ar eft­ir tvær vik­ur og fékk þá að koma aft­ur í tíma. Hinn sætti út­skúf­un í tvo mán­uði, áð­ur en skól­an­um var gert að taka dreng­inn aft­ur inn í tíma. For­eldr­ar drengs­ins segja kerf­ið hafa brugð­ist barn­inu og leit­uðu að lok­um til lög­reglu.
Fjölskyldurnar sem eiga fiskana í sjónum
6
GreiningSjávarútvegsskýrslan

Fjöl­skyld­urn­ar sem eiga fisk­ana í sjón­um

Inn­an við tíu fjöl­skyld­ur eiga og stýra stærstu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­um lands­ins. Þau fyr­ir­tæki sem skráð hafa ver­ið á mark­að eru enn und­ir stjórn, og að uppi­stöðu í eigu, þeirra ein­stak­linga sem fengu gjafa­kvóta. Fjár­fest­ing­ar eig­enda út­gerð­anna í öðr­um og óskyld­um grein­um nema tug­um millj­arða og teygja sig í maj­ónes­fram­leiðslu, skyndi­bitastaði, trampólín­garða og inn­flutn­ing á bleyj­um og síga­rett­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár