Þessi grein birtist fyrir rúmlega 8 mánuðum.

Sjónarvitni sáu dóttur beita aldraða foreldra miklu ofbeldi

Tvö sjón­ar­vitni sem Heim­ild­in ræddi við sáu konu beita báða for­eldra sína of­beldi áð­ur en hún var hand­tek­in vegna gruns um að hafa ban­að föð­ur sín­um. Kon­an, sem er 28 ára göm­ul, sit­ur nú í gæslu­varð­haldi eft­ir að fað­ir henn­ar fannst lát­inn á heim­ili fjöl­skyld­unn­ar á Arn­ar­nes­inu í Garða­bæ.

Sjónarvitni sáu dóttur beita aldraða foreldra miklu ofbeldi
Arnarnes Aldraður maður fannst illa farinn á heimili sínu á Arnarnesi fyrir helgi. Vitni sáu dóttur mannsins misþyrma foreldrum sínum síðast fyrir mánuði síðan. Mynd: Golli

Það var snemma á föstudagsmorgun, þann 11. apríl síðastliðinn, sem lögreglu barst tilkynning um meðvitundarlausan karlmann í heimahúsi á Arnarnesinu í Garðabæ. Hverfið er álitið eitt það ríkmannlegasta á landinu og húsið sem fólkið býr í er með þeim glæsilegri í hverfinu. Í húsinu bjuggu öldruð hjón, karlmaður sem átti jafnframt áttræðisafmæli daginn sem hann lést, og svo eiginkona hans, sem er um tíu árum yngri. Dóttir hjónanna býr þar einnig, en hún er 28 ára gömul. Hún átti afmæli daginn áður, 10. apríl.

Fljótt kom í ljós að ekki var allt með felldu og var farið fram á gæsluvarðhald yfir konunni vegna gruns um aðkomu að andláti föður síns, sem lést síðar um daginn eftir að hafa fundist illa haldinn á heimilinu. 

Hestakona

Í æsku æfði konan hestaíþróttina af krafti og tók þátt í mótum og naut velgengni á þeim vettvangi. Hestamenn sem Heimildin ræddi við könnuðust vel við …

Kjósa
160
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (6)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Thordis Malmquist skrifaði
    Sorglegt og hefur ekkert með slúður að gera, á þá ekkert að gera þegar ofdekrað afkvæmi beitir ofbeldi, er það bara í lagi.?
    9
  • EJ
    Erlendur Jónsson skrifaði
    Heimildin að breytast í slúðurblað?
    -21
  • SÍF
    Sveinn í Felli skrifaði
    Ágæti blaðamaður; orðið "sjón­ar­vitni" kemur ansi færeyskt fyrir sjónir, á íslensku er oftast notað bara "vitni" eða "sjónarvottur. "Sjón­ar­vitni" er hinsvegar til í færeysku.
    11
    • KG
      Kristian Guttesen skrifaði
      Þetta er bæði í Blöndal og í nútímamáli, ekkert að þessu.

      https://xn--mli-ela1f.is/leit/sj%C3%B3narvitni
      6
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Ég var lifandi dauð“
1
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Ungu fólki í blóma lífsins er allt í einu kippt út úr samfélaginu
2
ÚttektME-faraldur

Ungu fólki í blóma lífs­ins er allt í einu kippt út úr sam­fé­lag­inu

Þó svo að ME-sjúk­dóm­ur­inn hafi senni­lega ver­ið til í ald­ir hef­ur hann lengi far­ið hljótt og ver­ið lítt við­ur­kennd­ur. Ástæða þess er vænt­an­lega sú að þar til nú hef­ur ver­ið erfitt að skilja mein­gerð sjúk­dóms­ins. Þrátt fyr­ir að mjög skert lífs­gæði og að byrði sjúk­dóms­ins sé meiri en hjá sjúk­ling­um með aðra al­var­lega sjúk­dóma er þjón­usta við þá mun minni en aðra sjúk­linga­hópa.
Eini sjúkdómurinn sem kenndur er við Ísland
3
ViðtalME-faraldur

Eini sjúk­dóm­ur­inn sem kennd­ur er við Ís­land

„Þeg­ar hann sá pass­ann henn­ar hróp­aði hann upp yf­ir sig: Ice­land, Icelandic disea­se! og hún sagði hon­um að hún hefði sjálf veikst af sjúk­dómn­um,“ seg­ir Ósk­ar Þór Hall­dórs­son, sem skrif­aði bók um Ak­ur­eyr­ar­veik­ina þar sem ljósi er varp­að á al­var­leg eftir­köst veiru­sýk­inga. Áhugi vís­inda­manna á Ak­ur­eyr­ar­veik­inni sem geis­aði á miðri síð­ustu öld hef­ur ver­ið tölu­verð­ur eft­ir Covid-far­ald­ur­inn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var lifandi dauð“
2
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár