Landsfundur Samfylkingarinnar er í Grafarvogi, nánar tiltekið í Fossaleynir Studio – kvikmyndatökuveri nálægt Egilshöllinni. Fánar Samfylkingarinnar merkja henni húsnæðið og A4-blöð beina fólki á réttan stað inni í húsinu, sem er tæknilega séð skemma.
Inni er eilítið hrörlegt þótt einhverjir hafi greinilega lagt mikið á sig til að gera rýmið huggulegra, til dæmis hefur einhver sett páskaliljur á borðin. Gólfið er steypt og það er köld og björt lýsing. Svört tjöld hylja veggina sem virðast við nánari skoðun vera eins og á bílskúr. Það er dálítið kalt hérna inni.

Við innritunarborð er fólk að gera grein fyrir sér. Ég fæ að vera ómerkt. Enginn rauður hálsmiði fyrir mig. Bakvið mig í röðinni spjalla tveir rosknir karlar, sem eru greinilega ánægðir að vera mættir. „Alltaf gaman að mæta. Hvort sem er í ólgusjó eða ekki,“ segir annar þeirra við hinn.
Hægra megin við borðið er gangur sem hýsir meðal …
Athugasemdir