Tvær ríkisstofnanir tókust á um upplýsingar

Verð­lags­stofa skipta­verðs fær ekki að­gang að gögn­um í vörslu Skatts­ins vegna at­hug­un­ar á upp­gjöri mak­ríl­ver­tíð­ar síð­asta árs. Skatt­ur­inn neit­ar að af­henda öll þau gögn sem stofn­un­in tel­ur sig þurfa. Um er að ræða tvær stofn­an­ir sem heyra und­ir sitt­hvort ráðu­neyt­ið.

Tvær ríkisstofnanir tókust á um upplýsingar
Makríll Deilan snýst um gögn sem Skatturinn er með og Verðlagsstofan telur sig þurfa vegna athugunar sinnar á makrílverðtíð síðasta árs. Mynd: Kvotinn.is

Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur vísað frá kæru Verðlagsstofu skiptaverðs sem laut að ákvörðun Skattsins um að synja stofnuninni um aðgang að gögnum um makrílútflutning. Ástæðan er að nefndin telur sig ekkert með samskipti á milli tveggja ríkisstofnanna að gera. 

Verðlagsstofa skiptaverðs, stofnun sem heyrir undir matvælaráðuneytið, kærði Skattinn, sem heyrir undir fjármálaráðuneytið, til úrskurðarnefndarinnar í febrúar síðastliðnum. Var það liður í tilraun Verðlagsstofunnar til að fá afhent gögn sem varða athugun hennar á uppgjöri makrílvertíðar ársins 2024.

Skatturinn hafði áður afhent hluta gagnanna en synjaði um frekari afhendingu. Úrskurðarnefndin taldi málið ekki falla undir upplýsingalög þar sem Verðlagsstofan er sjálft stjórnvald. Með því hafi stofnunin ekki aðgang að kæruheimild á grundvelli upplýsingalaga og var málinu því vísað frá.

Niðurstaðan staðfestir að stofnanir ríkisins geta ekki krafist aðgangs að gögnum hjá öðrum stjórnvöldum á grundvelli upplýsingalaga.

Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Forðast ólgu svo það sé áfram gaman í Samfylkingunni
2
Greining

Forð­ast ólgu svo það sé áfram gam­an í Sam­fylk­ing­unni

Sam­fylk­ing­ar­fólki hef­ur tek­ist að halda aft­ur af ólgu og upp­gjöri inn­an eig­in raða því flokks­fé­lag­ar vilja öðru frem­ur að flokk­ur­inn við­haldi góðu gengi. Fyrr­ver­andi ráð­herra lík­ir tök­um Kristrún­ar Frosta­dótt­ur á stjórn flokks­ins við stöðu Dav­íðs Odds­son­ar á síð­ustu öld. Flokks­menn eru þó mis­sátt­ir við stöðu Dags B. Eggerts­son­ar, fyrr­ver­andi borg­ar­stjóra.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
2
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“
Indriði Þorláksson
6
Aðsent

Indriði Þorláksson

Veiði­gjöld­in og lands­byggð­in

Eng­in vit­ræn rök eru fyr­ir því að hækk­un veiði­gjalds­ins leiði til þess­ara ham­fara, skrif­ar Indriði Þor­láks­son um mál­flutn­ing Sam­taka fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi vegna fyr­ir­hug­aðr­ar breyt­ing­ar á út­reikn­ingi veiði­gjalda. „Að sumu leyti minn­ir þessi púka­blíst­ur­her­ferð á ástand­ið vest­an­hafs þar sem fals­upp­lýs­ing­um er dreift til að kæfa vit­ræna um­ræðu,“ skrif­ar hann.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár