Tvær ríkisstofnanir tókust á um upplýsingar

Verð­lags­stofa skipta­verðs fær ekki að­gang að gögn­um í vörslu Skatts­ins vegna at­hug­un­ar á upp­gjöri mak­ríl­ver­tíð­ar síð­asta árs. Skatt­ur­inn neit­ar að af­henda öll þau gögn sem stofn­un­in tel­ur sig þurfa. Um er að ræða tvær stofn­an­ir sem heyra und­ir sitt­hvort ráðu­neyt­ið.

Tvær ríkisstofnanir tókust á um upplýsingar
Makríll Deilan snýst um gögn sem Skatturinn er með og Verðlagsstofan telur sig þurfa vegna athugunar sinnar á makrílverðtíð síðasta árs. Mynd: Kvotinn.is

Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur vísað frá kæru Verðlagsstofu skiptaverðs sem laut að ákvörðun Skattsins um að synja stofnuninni um aðgang að gögnum um makrílútflutning. Ástæðan er að nefndin telur sig ekkert með samskipti á milli tveggja ríkisstofnanna að gera. 

Verðlagsstofa skiptaverðs, stofnun sem heyrir undir matvælaráðuneytið, kærði Skattinn, sem heyrir undir fjármálaráðuneytið, til ráðuneytisins, sem vísaði kærunni áfram til úrskurðarnefndarinnar í febrúar síðastliðnum. Var það liður í tilraun Verðlagsstofunnar til að fá afhent gögn sem varða athugun hennar á uppgjöri makrílvertíðar ársins 2024.

Skatturinn hafði áður afhent hluta gagnanna en synjaði um frekari afhendingu. Úrskurðarnefndin taldi málið ekki falla undir upplýsingalög þar sem Verðlagsstofan er sjálft stjórnvald. Með því hafi stofnunin ekki aðgang að kæruheimild á grundvelli upplýsingalaga og var málinu því vísað frá.

Niðurstaðan staðfestir að stofnanir ríkisins geta ekki krafist aðgangs að gögnum hjá öðrum stjórnvöldum á grundvelli upplýsingalaga.

Uppfært þar sem ranglega var sagt að Verðlagsstofa hafi …

Kjósa
7
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • JE
    Jóhann Einarsson skrifaði
    Er ekki málið að það er búið að setja svo marga pólitíska hagsmunaverði inní nefndir að þær vinna gegn ríkjandi valdhöfum, samanber Heiða Björg og Rósa Guðbjarts.?
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
3
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.
Langþráður draumur um búskap rættist
6
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár