Þessi grein birtist fyrir rúmlega 5 mánuðum.

Tvær ríkisstofnanir tókust á um upplýsingar

Verð­lags­stofa skipta­verðs fær ekki að­gang að gögn­um í vörslu Skatts­ins vegna at­hug­un­ar á upp­gjöri mak­ríl­ver­tíð­ar síð­asta árs. Skatt­ur­inn neit­ar að af­henda öll þau gögn sem stofn­un­in tel­ur sig þurfa. Um er að ræða tvær stofn­an­ir sem heyra und­ir sitt­hvort ráðu­neyt­ið.

Tvær ríkisstofnanir tókust á um upplýsingar
Makríll Deilan snýst um gögn sem Skatturinn er með og Verðlagsstofan telur sig þurfa vegna athugunar sinnar á makrílverðtíð síðasta árs. Mynd: Kvotinn.is

Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur vísað frá kæru Verðlagsstofu skiptaverðs sem laut að ákvörðun Skattsins um að synja stofnuninni um aðgang að gögnum um makrílútflutning. Ástæðan er að nefndin telur sig ekkert með samskipti á milli tveggja ríkisstofnanna að gera. 

Verðlagsstofa skiptaverðs, stofnun sem heyrir undir matvælaráðuneytið, kærði Skattinn, sem heyrir undir fjármálaráðuneytið, til ráðuneytisins, sem vísaði kærunni áfram til úrskurðarnefndarinnar í febrúar síðastliðnum. Var það liður í tilraun Verðlagsstofunnar til að fá afhent gögn sem varða athugun hennar á uppgjöri makrílvertíðar ársins 2024.

Skatturinn hafði áður afhent hluta gagnanna en synjaði um frekari afhendingu. Úrskurðarnefndin taldi málið ekki falla undir upplýsingalög þar sem Verðlagsstofan er sjálft stjórnvald. Með því hafi stofnunin ekki aðgang að kæruheimild á grundvelli upplýsingalaga og var málinu því vísað frá.

Niðurstaðan staðfestir að stofnanir ríkisins geta ekki krafist aðgangs að gögnum hjá öðrum stjórnvöldum á grundvelli upplýsingalaga.

Uppfært þar sem ranglega var sagt að Verðlagsstofa hafi …

Kjósa
7
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • JE
    Jóhann Einarsson skrifaði
    Er ekki málið að það er búið að setja svo marga pólitíska hagsmunaverði inní nefndir að þær vinna gegn ríkjandi valdhöfum, samanber Heiða Björg og Rósa Guðbjarts.?
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
1
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
3
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
4
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu