Mesta ógnin af hægri öfgamönnum – Íslensk ungmenni á haturssíðum

„Of­beld­is­hneigð­ir öfga­menn á hægri kanti stjórn­mál­anna muni á ári kom­anda lík­lega skapa mesta ógn hvað hryðju­verk póli­tískra hópa/ein­stak­linga varð­ar í hinum vest­ræna heimi,“ seg­ir í nýrri skýrslu rík­is­lög­reglu­stjóra um hryðju­verka­ógn. Grein­ing­ar­deild rík­is­lög­reglu­stjóra hef­ur vitn­eskju um ís­lensk ung­menni sem eru virk á vefn­um þar sem hat­ursorð­ræðu er dreift eða hvatt til of­beld­is og hryðju­verka gegn ýms­um minni­hluta­hóp­um, svo sem vegna kyns, upp­runa eða trú­ar.

Mesta ógnin af hægri öfgamönnum – Íslensk ungmenni á haturssíðum
Áróður á netinu Sérstakar áhyggjur vekja fjölmargir netvangar þar sem ungmenni eru áberandi meðal þátttakenda og þar sem fram fer skipulagður áróður gegn stefnu stjórnvalda á Vesturlöndum í málefnum ýmissa minnihlutahópa, svo sem flóttafólks, umsækjenda um alþjóðlega vernd, hinsegin fólks, múslima og gyðinga. Mynd: Shutterstock

Hryðjuverkaógn á Íslandi hefur aukist lítillega frá fyrra ári en telst enn vera á þriðja stigi af fimm sem telst „Aukin ógn, til staðar er ásetningur og/eða geta og hugsanleg skipulagning hryðjuverka.“ 

Þetta kemur fram í nýrri hættumatsskýrslu greiningardeildar ríkislögreglustjóra á hryðjuverkaógn á Íslandi árið 2025. „Hafa ber í huga að aðstæður og atburðir geta haft skyndileg áhrif á hryðjuverkaógnina jafnt innan lands sem og á alþjóða vettvangi,“ segir í skýrslunni.

Ofbeldisfull hægri öfgahyggja

Þar sem farið er yfir helstu ógnir hér á landi vegna hryðjuverka eru fyrst nefnt að „sem tengjast ofbeldisfullri hægri öfgahyggju teljast líklegastir til að skipuleggja og/eða framkvæma árásir.“ Þá segir að helstu skotmörk árása sem tengjast öfgahyggju séu meðal annars einstaklingar sem tengjast minnihlutahópum vegna kynferðis, kynhneigðar, upppruna eða trú. Þá er einnig nefnt stjórnmálafólk sem hefur verið áberandi í umræðum sem tengjast átökum í Mið-Austurlöndum, og sömuleiðis ýmsar táknmyndir ríkisvaldisins, svo sem opinberar byggingar, heimili ráðamanna og táknmyndir sem tengjast trú, svo sem kirkjur og moskur. 

Meðal gagnráðstafana sem nefndar eru í skýrslunni eru að lögregla sé á varðbergi, sér í lagi er varðar einstaklinga sem tengjast ofbeldisfullri hugmyndafræði. Greiningardeildin mun halda áfram að fylgjast með þróun mála í Evrópu og Mið-Austurlöndum, og samstarf aukið við önnur ríki um hryðjuverkavarnir þar sem hættustig vegna hryðjuverkaógnar í mörgum ríkjum Evrópu hefur verið hækkað. Í Noregi, Danmörku og Svíþjóð er hættustig vegna hryðjuverka á fjórða stigi af fimm.

Aðildarríki Evrópusambandsins skilgreina hryðjuverkastarfsemi (e. terrorism) sem glæpsamlega verknaði sem miða að því að ógna samfélögum, þvinga ríki til að verða við kröfum gerenda og/eða grafa undan pólitískum, stjórnskipunarlegum, efnahagslegum og félagslegum grundvallarþáttum ríkis eða alþjóðastofnunar. Sömuleiðis fellur undir löggjöfina hvers konar opinber hvatning eða fortölur til að framkvæma hryðjuverk þar undir, svo og dýrkun eða réttlæting á hryðjuverkum og dreifing á boðskap eða myndefni hvort heldur er á alnetinu eða með öðrum hætti, þar með talið því sem sýnir fórnarlömb hryðjuverka og nýtt er til að afla málstað hryðjuverkamanna stuðnings eða til að ógna almenningi með alvarlegum hætti. Ekki eru til staðar sambærileg ákvæði í íslenskri löggjöf, sem taka sérstaklega til vörslu og dreifingar slíks myndefnis. 

Hatur á innflytjendum og múslimum

Í skýrslunni er sérstakur kafli um pólitíska öfgahópa eða einstaklinga sem talin er stafa ógn af. Þar segir að herskáir hópar og samtök hægrisinnaðra öfgamanna hafa orðið áberandi í ríkjum Evrópu og þeirri þróun hefur fylgt fjölgun ofbeldisverka sem rekja má til haturs viðkomandi á innflytjendum og múslimum auk þess sem spjótum hefur verið beint að ríkisvaldi, pólitískum andstæðingum, minnihlutahópum og hinsegin fólki. 

Stjórnvöld í sumum Evrópuríkum hafi vegna þessa íhugað að efla heimildir lögreglu til að fylgjast með samfélags- og samskiptamiðlum í því skyni að koma í veg fyrir hryðjuverk enda fara samskipti þessara öfgahópa að langmestu leyti fram þar. Til dæmis hafa stjórnvöld í Austurríki þegar samið uppkast að lögum sem heimila eftirlit með samskiptaforritum á borð við Messenger. Er haft eftir innanríkisráðherranum Gerhard Karner: „Þetta snýst um nútímalegar og tímabærar aðferðir fyrir lögregluna okkar, svo hún geti staðið jafnfætis hryðjuverkamönnum og hættulegum glæpamönnum og barist gegn þeim með afgerandi hætti.“ (þ. „Es geht um moderne und zeitgemäße Methoden für unsere Polizei, damit diese konsequent und auf Augenhöhe gegen Terroristen und Schwerstkriminelle vorgehen kann“). 

Í skýrslunni kemur fram að sömu tilhneigingar hafi gætt í Bandaríkjunum; þar hafi tilfellum pólitískra ofbeldisverka fjölgað. „Er skemmst að minnast tilræðis við Bandaríkjaforseta, Donald J. Trump, í Pennsylvaníu í júlímánuði sl. og síðar launsáturs gegn honum í september 2024. 27 greiningardeild ríkislögreglustjóra Í Te-Sat skýrslu ársins 2024 segir Evrópulögreglan að hægrisinnaðir öfgamenn skapi mesta hættu pólitískra öfgahópa. Í henni kemur fram að þeir hópar og einstaklingar sem aðhyllast þá hægri öfgasinnuðu hugmyndafræði sem kennd er við hröðunarsinna (e. accelerationism) skapi mesta ógn,“ segir þar. 

Niðurbrot samfélagsins með ofbeldi

Þessi hugmyndafræði er í skýrslunni sögð ganga út á niðurbrot samfélagsins með ofbeldi og þar með talið hryðjuverkum, að koma á kynþáttastríði með niðurrifi félagslegraog pólitískra kerfa. Evrópulögreglan hefur sérstakar áhyggjur af ungum hægri-öfgasinnum sem taldir eru taka virkan þátt í framleiðslu áróðurs og skipulagningu hryðjuverka. Þeir vinni að því afla hryðjuverkahópum fylgis og hvetji liðsmenn sína til aðgerða. Nýir hægri öfgahópar séu orðnir sýnilegri á netinu auk þess sem þeir leitist við að hrinda áformum sínum um hryðjuverk í framkvæmd. 

„Greiningardeild ríkislögreglustjóra hefur sérstaklega áhyggjur af ungmennum sem eru meðlimir á netvöngum þar sem innræting hægri öfgahyggju fer fram“
úr skýrslunni

Á Norðurlöndum er ógn vegna pólitískra öfgahópa helst talin stafa frá hægri-öfgasinnum. „Sérstakar áhyggjur eru af ungmennum sem talin eru verða fyrir innrætingu á netvöngum (e. digital arenas) með þeim afleiðingum að sum þeirra þrói með sér löngun til að fremja hryðjuverk. Talið er hugsanlegt að einstaklingar eða litlir hópar hægri öfgasinna reynist tilbúnir til að ráðast með ofbeldi gegn samfélaginu í nafni pólitískrar hugmyndafræði. Hryðjuverkaógnin gegn Íslandi árið 2025 stafar fyrst og fremst frá ofbeldissinnuðum einstaklingum sem starfa í litlum hópum eða einir síns liðs og sækja hvatningu í ofbeldisfullan áróður hægri öfga. Greiningardeild ríkislögreglustjóra hefur sérstaklega áhyggjur af ungmennum sem eru meðlimir á netvöngum þar sem innræting hægri öfgahyggju fer fram. Greiningardeildin hefur vitneskju um íslensk ungmenni sem eru virk á netvöngum þar sem efni sem inniheldur hatursorðræðu er dreift eða hvatt til ofbeldis og hryðjuverka gegn ýmsum minnihlutahópum s.s. vegna kyns, uppruna eða trúar. 

Þá segir í skýrslunni: „Af fyrirliggjandi upplýsingum verður sú ályktun dregin að ofbeldishneigðir öfgamenn á hægri kanti stjórnmálanna muni á ári komanda líklega skapa mesta ógn hvað hryðjuverk pólitískra hópa/einstaklinga varðar í hinum vestræna heimi. Sérstakar áhyggjur vekja fjölmargir netvangar þar sem ungmenni eru áberandi meðal þátttakenda og þar sem fram fer skipulagður áróður gegn stefnu stjórnvalda á Vesturlöndum í málefnum ýmissa minnihlutahópa s.s. flóttafólks, umsækjenda um alþjóðlega vernd, hinsegin fólks, múslima og gyðinga.“

Skýrsluna í heild sinni má lesa hér. 

Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Forðast ólgu svo það sé áfram gaman í Samfylkingunni
2
Greining

Forð­ast ólgu svo það sé áfram gam­an í Sam­fylk­ing­unni

Sam­fylk­ing­ar­fólki hef­ur tek­ist að halda aft­ur af ólgu og upp­gjöri inn­an eig­in raða því flokks­fé­lag­ar vilja öðru frem­ur að flokk­ur­inn við­haldi góðu gengi. Fyrr­ver­andi ráð­herra lík­ir tök­um Kristrún­ar Frosta­dótt­ur á stjórn flokks­ins við stöðu Dav­íðs Odds­son­ar á síð­ustu öld. Flokks­menn eru þó mis­sátt­ir við stöðu Dags B. Eggerts­son­ar, fyrr­ver­andi borg­ar­stjóra.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
2
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“
Indriði Þorláksson
6
Aðsent

Indriði Þorláksson

Veiði­gjöld­in og lands­byggð­in

Eng­in vit­ræn rök eru fyr­ir því að hækk­un veiði­gjalds­ins leiði til þess­ara ham­fara, skrif­ar Indriði Þor­láks­son um mál­flutn­ing Sam­taka fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi vegna fyr­ir­hug­aðr­ar breyt­ing­ar á út­reikn­ingi veiði­gjalda. „Að sumu leyti minn­ir þessi púka­blíst­ur­her­ferð á ástand­ið vest­an­hafs þar sem fals­upp­lýs­ing­um er dreift til að kæfa vit­ræna um­ræðu,“ skrif­ar hann.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár