Ósanngjörn krafa á íslensku leikmennina

Fé­lags­fræði­pró­fess­or seg­ir það sýna ákveðna með­virkni með Ísra­el ef boð­uð mót­mæli voru for­send­an fyr­ir því að leik­ir Ís­lands gegn Ísra­el í um­spili um sæti á HM í hand­bolta voru leikn­ir fyr­ir lukt­um dyr­um. Fram­kvæmda­stjóri HSÍ seg­ir leik­ina hafa far­ið fram við sér­stak­ar og til­finn­inga­rík­ar að­stæð­ur.

Ósanngjörn krafa á íslensku leikmennina

„Þær stóðu sig frábærlega og spiluðu vel undir erfiðum kringumstæðum, og þeim ber að hrósa fyrir það,“ segir Ró­bert Geir Gísla­son, fram­kvæmda­stjóri HSÍ, eftir fyrri leik landsliðs kvenna í handbolta þar sem Ísland lék gegn Ísrael í umspili um laust sæti á HM sem haldið verður í Þýskalandi og Hollandi í árslok. 

Leikurinn fór fram fyrir luktum dyrum samkvæmt ráðleggingu ríkislögreglustjóra, sem gerði áhættugreiningu í tengslum við leiki Íslands og Ísraels. Róbert segir að HSÍ hafi ákveðið að fara að tilmælum ríkislögreglustjóra því „við höfum engar forsendur til að meta eða efast um þeirra mat hvað þetta varðar. Við erum vanir því að skipuleggja handboltaleiki og handboltaviðburði en þegar kemur að þessum öryggismálum sem þau vinna þá verðum við að treysta þeirra mati og gerum það fullkomlega,“ segir hann.

Ekki eðlilegar kringumstæður

Félagið Ísland-Palestína hafði boðað til mótmæla fyrir utan Ásvelli þar sem leikurinn fór fram. Hjálmtýr Heiðdal, formaður félagsins, var einn þeirra sem tók þátt í mótmælunum. Hann sagðist undrast tilmæli ríkislögreglustjóra um að loka leiknum fyrir áhorfendum. „En út af fyrir sig var það kannski ágætt því það sýnir enn betur að þetta er ekki í lagi. Þessi leikur var ekki við eðlilegar kringumstæður,“ segir hann. Hjálmtýr segir að um sjötíu manns hafi mótmælt fyrir utan Ásvelli þegar mest var, en fólk hafi verið að koma og fara allan leikinn. „Ég taldi fólkið og stend við þennan fjölda. En við vorum ekki að undirbúa neinar aðgerðir, við stóðum fyrir friðsamlegum mótmælum fyrir utan og létum í okkur heyra. Við vorum ekki að eyðileggja neitt og ekki skaða neinn,“ segir Hjálmtýr. 

Meðal þeirra sem tóku þátt í mótmælunum voru fjölskyldur með börn frá Gaza og hrópaði hópurinn til að mynda „Frjáls, frjáls Palestína – Free free Palestine,“ „Börnin á Gaza eru okkar börn“ og „Stop the genocide“.

„Síðan kom lögreglan og reyndi að stugga við okkur því það var svo effektíft að berja á þessar hurðir
Hjálmtýr Heiðdal, formaður félagsins Ísland-Palestína

Hjálmtýr segir að þau hafi verið með hróp og köll og að eitthvað af því hafi heyrst inn. „Við tókum upp á því að berja á norðurdyrnar og þá varð svo mikill hávaði að þeir settu á músík. Síðan kom lögreglan og reyndi að stugga við okkur því það var svo effektíft að berja á þessar hurðir. Það hafði þau áhrif að það virtist berast of mikið til þeirra sem voru að keppa en Ísraelar áttu auðvitað að vera í einhvers konar bómullarhnoðra, þær voru í lögreglufylgd og enginn mátti koma nálægt þeim,“ segir hann. 

Félagið Ísland-Palestína sendi nokkuð afgerandi áskorun til HSÍ fyrir um þremur mánuðum þar sem yfirskriftin var: „Ekki keppa við lið Ís­raels um sæti í Evrópu­móti kvenna í hand­bolta í apríl 2025.“ Þar kemur fram að félagið telur að með sama hætti og íþróttahreyfingin hefur útilokað Rússland og Belarús frá þátttöku í íþróttamótum vegna árásar þeirra gegn Úkraínu, þá beri HSÍ að aflýsa leikjunum gegn liði Ísraels. Einnig benti félagið þar á að norska knattspyrnusambandið væri að berjast fyrir því að Ísrael væri rekið úr FIFA vegna þjóðarmorðs Ísraels á Gaza. „Það kom aldrei svar,“ segir Hjálmtýr.

Ósanngjörn krafa á íslensku leikmennina 

Viðar Halldórsson, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands, segist upplifa að tvö aðskilin mál hafi verið til umræðu í tengslum við leikina að undanförnu, annars vegar hvort íslenska liðið hefði átt að mæta til leiks og hins vegar að leikirnir hefðu verið leiknir fyrir luktum dyrum. „En að mínu mati hefðu þessir leikir aldrei átt að fara fram, svo það sé á hreinu,“ segir hann. 

„Ef forsendan var sú að það var búið að boða til mótmæla þá sýnir það ákveðna meðvirkni með Ísrael
Viðar Halldórsson félagsfræðiprófessor

Viðar segir að honum finnist hafa verið ótækt að gera þá kröfu á íslensku leikmennina að mæta ekki til leiks. „Þetta er ekki ákvörðun sem við getum sett í hendur leikmanna. Mér finnst það ósanngjörn krafa. Sú ákvörðun hefði átt að koma frá öðrum aðilum. Alþjóðasamfélagið hefur brugðist Palestínu og alþjóðaíþróttayfirvöld hefðu átt að taka á þessu. Það eru þeir aðilar sem hefðu átt að stíga niður og segja að Ísraelar ættu ekki að vera í þessari keppni. Það var hins vegar ekki gert og þess vegna fáum við þetta í fangið,“ segir hann. 

Þá finnst honum það gagnrýniverð ákvörðun að leikirnir hafi verið leiknir fyrir luktum dyrum. „Ef forsendan var sú að það var búið að boða til mótmæla þá sýnir það ákveðna meðvirkni með Ísrael. Það er verið að hlífa ísraelska liðinu, sem er að spila fyrir landið sitt, við gagnrýni. Og það er verið að veita ísraelska liðinu aukin tækifæri í leiknum því heimavallarforskotið sem Ísland hafi fer vegna þess að það eru áhorfendur sem mynda þetta heimavallarforskot; orkan og stuðningurinn frá þeim. Við sáum það í Covid þegar það voru engir áhorfendur að það var ekki lengur neitt heimavallarforskot,“ segir hann og bætir við: „En sem betur fer er íslenska liðið miklu betra en það ísraelska þannig að það kom ekki að sök,“ sagði hann eftir fyrri leikinn sem Ísland vann 39:27. 

Viðar bendir einnig á að það sé fjöldi íþróttaleikja um allan heim þar sem boðað hafi verið til mótmæla eða einhvers konar hópamyndun viðbúin. „Þá er bara ákveðin öryggisgæsla sem tekur mið af því, og ef fólk fer yfir strikið þá er það bara fjarlægt. Ég velti því upp hvort þetta hafi verið gert því það sé einfaldara að halda stjórn fyrir utan höllina en inni í henni, eða hvort ríkislögreglustjóri er brenndur af því að lögreglumenn hafa lent í málaferlum við mótmælendur. Ég velti þessari ákvörðun fyrir mér í stóra samhengi hlutanna,“ segir hann. 

„Þetta eru gríðarlega sérstakar aðstæður og tilfinningaríkar fyrir marga
Róbert Geir, framkvæmdastjóri HSÍ

Fram hefur komið í fjölmiðlum að einhverjir af íslensku leikmönnunum höfðu verið merktir á samfélagsmiðlum og fengið send skilaboð með vísan í stríðið á Gaza. Ró­bert Geir hjá HSÍ segir aðspurður eftir fyrri leikinn að líðan leikmanna sé afar misjöfn. „En við höfum tekið þá ákvörðun sem hópur að við ætlum að fara saman í gegnum þennan viðburð, þessa leiki, og ætlum að hafa fullan fókus á því núna,“ segir Róbert, sem ræddi við Heimildina áður en seinni leikurinn, á fimmtudagskvöldinu, fór fram. „Þetta eru gríðarlega sérstakar aðstæður og tilfinningaríkar fyrir marga. Þess vegna höfum við sett okkur það markmið að halda fókus á viðburðinn og fá síðan að tjá okkur og bregðast við þegar honum er lokið.“

Íslenska liðið sigraði það ísraelska einnig í seinni leiknum sem fram fór í gærkvöldi, 21:31, og hefur því tryggt sér sæti á HM

Kjósa
5
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Forðast ólgu svo það sé áfram gaman í Samfylkingunni
2
Greining

Forð­ast ólgu svo það sé áfram gam­an í Sam­fylk­ing­unni

Sam­fylk­ing­ar­fólki hef­ur tek­ist að halda aft­ur af ólgu og upp­gjöri inn­an eig­in raða því flokks­fé­lag­ar vilja öðru frem­ur að flokk­ur­inn við­haldi góðu gengi. Fyrr­ver­andi ráð­herra lík­ir tök­um Kristrún­ar Frosta­dótt­ur á stjórn flokks­ins við stöðu Dav­íðs Odds­son­ar á síð­ustu öld. Flokks­menn eru þó mis­sátt­ir við stöðu Dags B. Eggerts­son­ar, fyrr­ver­andi borg­ar­stjóra.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
2
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“
Indriði Þorláksson
6
Aðsent

Indriði Þorláksson

Veiði­gjöld­in og lands­byggð­in

Eng­in vit­ræn rök eru fyr­ir því að hækk­un veiði­gjalds­ins leiði til þess­ara ham­fara, skrif­ar Indriði Þor­láks­son um mál­flutn­ing Sam­taka fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi vegna fyr­ir­hug­aðr­ar breyt­ing­ar á út­reikn­ingi veiði­gjalda. „Að sumu leyti minn­ir þessi púka­blíst­ur­her­ferð á ástand­ið vest­an­hafs þar sem fals­upp­lýs­ing­um er dreift til að kæfa vit­ræna um­ræðu,“ skrif­ar hann.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár