Í ljósi lagabreytinga í Bandaríkjunum og réttinda sem trans fólk er að missa treystir hún sér ekki til þess að vera þar áfram,“ segir Davor Purusic, skipaður talsmaður Alexöndru, sem flúði hingað til lands frá Bandaríkjunum og sótti um alþjóðlega vernd hér á landi. „Hún upplifir aðgerðir stjórnvalda þar í landi sem árás á allt trans fólk og þar á meðal hana. Hún er mjög hrædd og þess vegna flúði hún. Útlendingastofnun skilgreinir Bandaríkin sem öruggt upprunaland og þar af leiðandi var umsókn hennar tekin í flýtimeðferð og metin bersýnilega tilhæfulaus. Henni er síðan refsað með brottvísun og endurkomubanni, sem gildir líklega fyrir allt Schengen-svæðið.“
Níu ára gamall sonur hennar var með í för. Í stað þess að bíða eftir því að þau yrðu flutt úr landi með lögregluvaldi ákvað hún að fara á eigin vegum. Með því vonaðist hún til …
Bara forvitnilegar vangaveltur: ef starfsfólk Útlendingastofnunar yrði fyrir svipuðu aðkasti - yrði það einnig metið svo að það beinist ekki að starfsfólki persónulega heldur Útlendingastofnuninni?