Hagræðingahópurinn sem Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra skipaði kostaði tæpar 7,3 milljónir. Þetta kemur fram í skriflegu svari forsætisráðuneytisins við fyrirspurn Heimildarinnar.
Hópurinn var skipaður til að fara yfir hugmyndir og tillögur frá almenningi um hvernig fara mætti betur með fé ríkisins. Fjölmargar hugmyndir bárust í gegnum samráðsgátt stjórnvalda.
Í svarinu kemur fram að formaður hópsins, Björn Ingi Victorsson, hafi fengið 2,5 milljónir króna fyrir sína vinnu. Gylfi Ólafsson og Oddný Árnadóttir hafi fengið 1,8 milljónir hvor og Hildur Georgsdóttir 800 þúsund krónur fyrir störf sín fyrir hópinn. Samtals voru laun nefndarmanna því 6,9 milljónir króna.
Samkvæmt svari forsætisráðuneytisins funduðu þau um 30 sinnum, yfirleitt í fjármála- og efnahagsráðuneytinu. 200 þúsund króna kostnaður var þó vegna fargjalda, sem gera má ráð fyrir að sé vegna ferða á fundi hópsins.
Hópurinn fékk veitingar fyrir 77.520 krónur og greiddi 97 þúsund krónur fyrir aðgengi að gervigreind, sem …
Er það svo að maður eigi rétt á því að fá greitt fyrir að keyra í vinnuna, eða hvað? Ég er að nálgast sextugt og hef alltaf séð um að koma mér í vinnuna á minn kostnað. Á ég kanski inni margar miljónir vegna fargjalda?