Klukkan sjö að morgni 10. apríl næstkomandi birtast sex nýir þættir af Black Mirror á streymisveitunni Netflix. Þetta er sjöunda sería Black Mirror.
Charlie Brooker, sem þróaði þáttaröðina, segir að þættirnir í sjöundu seríu séu „blanda af stefnum og stílum“. „Sumir þeirra eru djúpstætt óþægilegir, aðrir nokkuð fyndnir og sumir eru tilfinningaþrungnir.“
Í nýlegu viðtali sagði Brooker að þáttaröðin sækti „aftur í upprunann“. „Þetta er allt vísindaskáldskapur – án vafa gerast hrollvekjandi atburðir, en kannski ekki beinlínis í hrollvekjustíl. Það er án nokkurs vafa truflandi efni þarna.“
Athugasemdir