Markmiðið að skapa umhverfi sem stuðlar að vellíðan

Harpa Stef­áns­dótt­ir er pró­fess­or í skipu­lags­fræði við LbhÍ, en rann­sókn­ar­svið henn­ar og doktors­gráða varð­ar hvernig fólk met­ur feg­urð í borg­ar­um­hverfi. Hún fæst við rann­sókn­ir á þessu sviði, ásamt sam­göngu­mál­um, hef­ur ver­ið og er í um­fangs­mikl­um al­þjóð­leg­um rann­sókn­art­eym­um um skipu­lags­mál. Hún er einnig formað­ur Skipu­lags­fræð­inga­fé­lags Ís­lands. Eg­ill Sæ­björns­son ræð­ir hér við hana um skipu­lags­mál og upp­bygg­ingu með til­liti til feg­urð­ar.

Markmiðið að skapa umhverfi sem stuðlar að vellíðan

Sæl, Harpa, þú ert prófessor í skipulagsfræði og nú starfandi við skipulags- og hönnunardeild Landbúnaðarháskóla Íslands. Mig langar að spyrja: Hvað er það sem skiptir mestu máli varðandi þróun byggðar á höfuðborgarsvæðinu? 

„Almenningssamgöngur sem virka er fyrsta forgangsmál. Heildarferðatíminn er það sem  skiptir fólk mestu máli um val þess á samgöngumáta, hvort það tekur til dæmis frekar strætó eða vill reiða sig á einkabílinn. Almenningssamgöngur þurfa að vera áreiðanlegar, tíðar og vera á  sérakreinum, þannig að heildarferðatíminn sé hlutfallslega hagstæður miðað við bíl. Ef fyrst er  tryggt að fólk geti farið ferða sinna með öðrum leiðum en með einkabílnum á ásættanlegum tíma  og á þægilegan hátt, þá er hægt að fækka bílum, fækka bílastæðum og vinna til baka það land sem farið hefur undir samgöngumannvirki einkabílsins og taka undir byggingar og græn svæði. Það er ekki hægt að taka einkabílinn af fólki, akreinar og bílastæði ef það er ekki öflugt …

Kjósa
6
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • SG
    Sigrún Guðmundsdóttir skrifaði
    Mjög gott samtal. Það þarf miklu meiri umræðu um skipulagsmál í dag. Og, - það er sárt að horfa á þróun bygginga í höfuðborginni í dag. Það er eins og þær séu pantaðar úr erlendum katalóg ... tilbúnar einingar úr sama kassa ...
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár