Sæl, Harpa, þú ert prófessor í skipulagsfræði og nú starfandi við skipulags- og hönnunardeild Landbúnaðarháskóla Íslands. Mig langar að spyrja: Hvað er það sem skiptir mestu máli varðandi þróun byggðar á höfuðborgarsvæðinu?
„Almenningssamgöngur sem virka er fyrsta forgangsmál. Heildarferðatíminn er það sem skiptir fólk mestu máli um val þess á samgöngumáta, hvort það tekur til dæmis frekar strætó eða vill reiða sig á einkabílinn. Almenningssamgöngur þurfa að vera áreiðanlegar, tíðar og vera á sérakreinum, þannig að heildarferðatíminn sé hlutfallslega hagstæður miðað við bíl. Ef fyrst er tryggt að fólk geti farið ferða sinna með öðrum leiðum en með einkabílnum á ásættanlegum tíma og á þægilegan hátt, þá er hægt að fækka bílum, fækka bílastæðum og vinna til baka það land sem farið hefur undir samgöngumannvirki einkabílsins og taka undir byggingar og græn svæði. Það er ekki hægt að taka einkabílinn af fólki, akreinar og bílastæði ef það er ekki öflugt …
Athugasemdir (1)