Þessi grein birtist fyrir rúmlega 7 mánuðum.

Samfylkingin langstærst í nýjum Þjóðarpúlsi

Flokk­ur for­sæt­is­ráð­herra mæl­ist með 27 pró­senta fylgi í nýrra könn­un Gallup. Sjálf­stæð­is­flokk­ur mæl­ist næst stærst­ur með 22,4 pró­sent.

Samfylkingin langstærst í nýjum Þjóðarpúlsi
Nærri helmingur Samanlagður stuðningur við ríkisstjórnarflokkanna þriggja er 49,3 prósent. Mynd: Golli

Samfylkingin mælist með 27 prósenta stuðning í nýjum Þjóðarpúlsi Gallup. Það myndi tryggja flokknum 19 þingsæti, væru þetta niðurstöður kosninga. RÚV greinir frá niðurstöðunum.

Viðreisn mælist næst stærsti stjórnarflokkurinn með 14,6 prósenta fylgi í könnuninni og Flokkur fólksins mælist með 7,7 prósenta fylgi.

Sjálfstæðisflokkurinn er næsti stærsti flokkur landsins, miðað við könnunina, og mælist með 22,4 prósenta fylgi. Miðflokkurinn er næst stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn á þingi, með 9,3 prósenta fylgi. Framsóknarflokkurinn mælist með 5,7 prósent. 

Af þeim flokkum sem eru utan þings, en buðu fram síðast, eru Sósíalistar stærstir. Þeir mælast með 5,4 prósenta fylgi. Það er litlu minna en Framsóknarflokkurinn. Píratar mælast með 4 prósenta fylgi og Vinstri græn með 3,3 prósent. Hvorugur þeirra myndi ná kjörnum fulltrúa í dag, miðað við þetta. 

Kjósa
25
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • FB
    Finnur Birgisson skrifaði
    Það hefði nú gjarnan mátt fljóta með hvað flokkarnir fengu í kosningunum og hvernig fylgið hefur síðan verið að hreyfast skv. könnunum.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sagt frá andláti móður sinnar „nánast í sömu andrá og jólin voru hringd inn“
3
Viðtal

Sagt frá and­láti móð­ur sinn­ar „nán­ast í sömu andrá og jól­in voru hringd inn“

Í bók­inni Mamma og ég, seg­ir Kol­beinn Þor­steins­son frá sam­bandi sínu við móð­ur sína, Ástu Sig­urð­ar­dótt­ur rit­höf­und. Á upp­vaxt­ar­ár­un­um þvæld­ist Kol­beinn á milli heim­ila, með eða án móð­ur sinn­ar, sem glímdi við illskilj­an­leg veik­indi fyr­ir lít­ið barn. Níu ára gam­all sat hann jarð­ar­för móð­ur sinn­ar og átt­aði sig á því að draum­ur­inn yrði aldrei að veru­leika – draum­ur­inn um að fara aft­ur heim.

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
5
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár