Samfylkingin mælist með 27 prósenta stuðning í nýjum Þjóðarpúlsi Gallup. Það myndi tryggja flokknum 19 þingsæti, væru þetta niðurstöður kosninga. RÚV greinir frá niðurstöðunum.
Viðreisn mælist næst stærsti stjórnarflokkurinn með 14,6 prósenta fylgi í könnuninni og Flokkur fólksins mælist með 7,7 prósenta fylgi.
Sjálfstæðisflokkurinn er næsti stærsti flokkur landsins, miðað við könnunina, og mælist með 22,4 prósenta fylgi. Miðflokkurinn er næst stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn á þingi, með 9,3 prósenta fylgi. Framsóknarflokkurinn mælist með 5,7 prósent.
Af þeim flokkum sem eru utan þings, en buðu fram síðast, eru Sósíalistar stærstir. Þeir mælast með 5,4 prósenta fylgi. Það er litlu minna en Framsóknarflokkurinn. Píratar mælast með 4 prósenta fylgi og Vinstri græn með 3,3 prósent. Hvorugur þeirra myndi ná kjörnum fulltrúa í dag, miðað við þetta.
Athugasemdir (1)