Þessi grein birtist fyrir rúmlega 3 mánuðum.

Samfylkingin langstærst í nýjum Þjóðarpúlsi

Flokk­ur for­sæt­is­ráð­herra mæl­ist með 27 pró­senta fylgi í nýrra könn­un Gallup. Sjálf­stæð­is­flokk­ur mæl­ist næst stærst­ur með 22,4 pró­sent.

Samfylkingin langstærst í nýjum Þjóðarpúlsi
Nærri helmingur Samanlagður stuðningur við ríkisstjórnarflokkanna þriggja er 49,3 prósent. Mynd: Golli

Samfylkingin mælist með 27 prósenta stuðning í nýjum Þjóðarpúlsi Gallup. Það myndi tryggja flokknum 19 þingsæti, væru þetta niðurstöður kosninga. RÚV greinir frá niðurstöðunum.

Viðreisn mælist næst stærsti stjórnarflokkurinn með 14,6 prósenta fylgi í könnuninni og Flokkur fólksins mælist með 7,7 prósenta fylgi.

Sjálfstæðisflokkurinn er næsti stærsti flokkur landsins, miðað við könnunina, og mælist með 22,4 prósenta fylgi. Miðflokkurinn er næst stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn á þingi, með 9,3 prósenta fylgi. Framsóknarflokkurinn mælist með 5,7 prósent. 

Af þeim flokkum sem eru utan þings, en buðu fram síðast, eru Sósíalistar stærstir. Þeir mælast með 5,4 prósenta fylgi. Það er litlu minna en Framsóknarflokkurinn. Píratar mælast með 4 prósenta fylgi og Vinstri græn með 3,3 prósent. Hvorugur þeirra myndi ná kjörnum fulltrúa í dag, miðað við þetta. 

Kjósa
25
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • FB
    Finnur Birgisson skrifaði
    Það hefði nú gjarnan mátt fljóta með hvað flokkarnir fengu í kosningunum og hvernig fylgið hefur síðan verið að hreyfast skv. könnunum.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
4
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
5
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár