Hunda- og kattahald í fjöleignarhúsum á dagskrá þingsins

Hunda- og katta­hald í fjöleign­ar­hús­um verð­ur ekki leng­ur háð sam­þykki annarra eig­enda, ef frum­varp sem er á dag­skrá Al­þing­is í dag nær fram að ganga. Inga Sæ­land, fé­lags- og hús­næð­is­mála­ráð­herra, legg­ur frum­varp­ið fram.

Hunda- og kattahald í fjöleignarhúsum á dagskrá þingsins
Inga Sæland þegar þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar var kynnt. Mynd: Golli

Frumvarp um breytingar á lögum um hunda- og kattahald í fjöleignarhúsum er á dagskrá Alþingis í dag. Samkvæmt frumvarpinu verður hunda- og kattahald í fjöleignarhúsi „ekki háð samþykki annarra eigenda.“ 

Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, leggur frumvarpið fram en það er samið í ráðuneytinu. Efnislega sambærilegt frumvarp hefur fjórum sinnum verið lagt fram sem þingmannafrumvarp af núverandi félags- og húsnæðismálaráðherra ásamt fleiri þingmönnum en náði ekki fram að ganga. Frumvarpið var á þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar sem kynnt var í byrjun febrúar en þar kom fram að áætlað væri að ráðherra legði frumvarpið fram í marsmánuði. 

Með frumvarpinu er lagt til að hunda- og kattahald verði framvegis ekki háð samþykki annarra eigenda. Engu að síður geti húsfélag sett reglur um gæludýrahald, enda séu þær eðlilegar, málefnalegar og á jafnræði reistar. Þannig geti eigendur sammælst um fyrirkomulag gæludýrahalds, svo sem um umgengni og afnot á einstökum hlutum sameignar, en girt er fyrir að slíkar reglur gangi svo langt að þær útiloki í raun gæludýrahald. Þá verði húsfélögum áfram heimilt að leggja bann við dýrahaldi tiltekins eiganda ef það veldur öðrum íbúum verulegum ama, ónæði og truflunum og eigandi dýrs ræður ekki bót þar á, en lagt er til í því sambandi að leita þurfi samþykkis 2 /3 hluta eigenda, bæði miðað við fjölda og eignarhluta, í stað einfalds meirihluta. Hið sama gildi brjóti eigandi dýrs verulega eða ítrekað gegn skyldum sínum þrátt fyrir áminningar húsfélags. 

Lögin helsta hindrun hunda- og kattaeigenda 

„Ein helsta hindrunin í vegi hunda- og kattaeigenda á Íslandi eru ákvæði laga um fjöleignarhús um hunda- og kattahald í fjölbýli. Samkvæmt lögunum er nauðsynlegt að afla samþykkis aukins meiri hluta eigenda annarra eignarhluta fyrir hunda- og kattahaldi. Lengst af voru skilyrðin strangari og þurfti samþykki allra eigenda,“ segir í inngangi greinargerðar með frumvarpinu.

Í kaflanum um mat á áhrifum frumvarpsins segir að verði frumvarpið að lögum mun það auka jafnræði gæludýraeigenda hvað varðar val á húsnæði ásamt því að stuðla að meira húsnæðisöryggi þeirra.

„Þannig er gæludýraeign almennt talin draga úr félagslegri einangrun og einmanaleika ásamt því að geta átt þátt í að draga úr streitu, kvíða og þunglyndi“
Úr greinargerð með frumvarpinu

„Undanfarin misseri hafa þau jákvæðu áhrif sem gæludýr hafa á fólk og samfélag þess orðið sífellt ljósari. Gæludýrahald getur leitt til aukinnar hreyfingar, útiveru og samskipta við annað fólk. Þannig er gæludýraeign almennt talin draga úr félagslegri einangrun og einmanaleika ásamt því að geta átt þátt í að draga úr streitu, kvíða og þunglyndi. Er því mikilvægt að stuðla að jákvæðri umgjörð um hunda- og kattahald í fjöleignarhúsum,“ segir í greinargerð um tilefni og nauðsyn lagasetningar. 

Ísland sker sig úr

Þar segir einnig að dýrahald í fjöleignahúsum er mun sveigjanlegra í nágrannalöndum. „Þar er reglan almennt sú að dýrahald sé heimilt nema sérstakar ástæður réttlæti bann eða takmarkanir. Í Danmörku er dýrahald heimilt nema reglur húsfélaga kveði á um annað. Í Noregi geta húsfélög einnig sett reglur um dýrahald, en meginreglan er að dýrahald er leyft nema sérstakar ástæður, svo sem ofnæmi íbúa eða verulegt ónæði af dýrinu, réttlæti bann. Í Svíþjóð og Finnlandi gildir það sama, þ.e. dýrahald í fjöleignarhúsum er almennt heimilt en húsfélög geta sett eigendum ákveðnar skorður ef málefnaleg rök liggja að baki slíkum takmörkunum. Ísland sker sig úr með því að gera kröfu um að hunda- og kattahald sé háð samþykki aukins meiri hluta eigenda ef um sameiginlegan inngang eða stigagang er að ræða. Endurskoða þarf gildandi reglur um samþykki annarra eigenda fyrir hunda- og kattahaldi í fjöleignarhúsum með það að markmiði að tryggja betur rétt bæði hunda- og kattaeigenda í fjöleignarhúsum án þess þó að gengið sé um of á rétt annarra eigenda til að takmarka slíkt dýrahald ef fyrir því eru málefnalegar ástæður,“ segir í greinargerðinni.

Kjósa
12
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár