Þessi grein birtist fyrir meira en mánuði.

Breytingar á veiðigjöldum lagðar fram

Frum­varp um breyt­ing­ar á veiði­gjöld­um hef­ur ver­ið lagt fram í sam­ráðs­gátt. Hanna Katrín Frið­riks­son at­vinnu­vega­ráð­herra kall­ar breyt­ing­arn­ar „leið­rétt­ingu“ sem koma eigi til móts við ákall þjóð­ar­inn­ar um eðli­legt gjald úr­gerð­ar­fyr­ir­tækja af auð­lind­inni. Mið­að við raun­veru­legt afla­verð­mæti hefðu veiði­gjöld getað ver­ið um tíu millj­örð­um hærri í fyrra.

Breytingar á veiðigjöldum lagðar fram
Hanna Katrín segir gjaldinu ætlað að tryggja þjóðinni beina hlutdeild í afkomu við veiðar og nýta auknar tekjur við brýn verkefni eins og vegagerð um land allt. Mynd: Bára Huld Beck

„Leiðrétting veiðigjalda er viðleitni ríkisstjórnarinnar til að koma til móts við ákall þjóðarinnar um að útgerðarfyrirtæki greiði eðlilegt gjald fyrir afnotarétt af auðlindinni,“ segir Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra um frumvarp um breytingu á lögum um veiðigjald sem lagt hefur verið fram í samráðsgátt. „Gjaldinu er ætlað að tryggja þjóðinni beina og sýnilega hlutdeild í afkomu við veiðar og nýta auknar tekjur við brýn verkefni eins og vegagerð um land allt,“ segir hún ennfremur.

Hanna Katrín og Daði Már Kristófersson, fjármálaráðherra, kynntu breytingarnar á veiðigjöldum á blaðamannafundi í dag en frumvarpið er unnið í samvinnu ráðuneyta þeirra. 

Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar er sérstaklega talað um „réttlát auðlindagjöld sem renna skuli að hluta til nærsamfélagsins“. Við vinnu við endurskoðun á veiðigjöldum var niðurstaðan sú að núverandi aðferð endurspegli ekki raunverulegt aflaverðmæti nytjastofna og er frumvarpið lagt fram til að bæta þar úr. Í tilkynningu á vef stjórnarráðsins segir að ekki sé um að ræða breytingar á því fiskveiðistjórnunarkerfi sem verið hefur við lýði á Íslandsmiðum undanfarna áratugi, heldur þarfa leiðréttingu.

Þá segir að við gerð frumvarpsins hafi komið í ljós að fiskverð í reiknistofni hafi verið vanmetinn. Stærstur hluti viðskipta með veiddan fisk fer frá útgerð til vinnslu sem er í eigu sömu aðila og eru því um bein viðskipti að ræða. Verðmyndun þessara viðskipta hefur ekki verið í samræmi við verðmyndun á mörkuðum. Til þess að bregðast við þessu ójafnvægi verður lögum um veiðigjöld breytt á þann veg, samkvæmt frumvarpinu, að reiknistofn fyrir þorsk og ýsu mun miðast við verð á fiskmörkuðum innanlands. Fyrir uppsjávartegundirnar síld, kolmunna og makríl verður miðað við markaðsverð í Noregi yfir íslensk veiðitímabil.

Engin breyting verður á útreikningi veiðigjalds og mun útgerðin áfram halda 67% af hagnaði veiðanna en greiðir 33% af hagnaðinum fyrir afnot af auðlindinni.

Miðað við ofangreindar breytingar má áætla að þessar breytingar á veiðigjöldum skili allt að 10 milljörðum króna í ríkissjóð til viðbótar við þá 10,2 milljarða sem nú þegar eru greiddir. Við gerð frumvarpsins var tekið sérstakt tilit til smærri og meðalstóra útgerða með hærra frítekjumarki

Lagt er til að frumvarpið, verði það að lögum, öðlist gildi 1. nóvember 2025 og komi til framkvæmda á veiðigjaldaárinu 2026.

Hér er hægt að nálgast frumvarpið og senda inn umsagnir í gegn um samráðsgáttina. 

Kjósa
27
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (4)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • JE
    Jóhann Einarsson skrifaði
    Hanna Katrín og Daði Már eru að gera það sem engin af pótintátum Alþingis hafa þorað að gera hingað til, nema kannski í dropatali, þau eiga hrós skilið. Leyfum Gúanógrátkórnum bara að væla, það er allt í lagi að hann vökni ögn.
    1
  • JL
    Jón Logi skrifaði
    Vælulest stórútgerðarinnar er þegar lögð af stað.
    4
  • PB
    Páll Bragason skrifaði
    Viðtal við Heiðrúnu Lind, talsmanns útgerðarfélaga, í fréttum gærdagsins var afar athyglisvert. Þar mátti skilja, að með því að selja sjálfum sér aflann á niðursettu verði, hefði fiskvinnslan í landinu fengið allt að 10 milljarða niðurgreiðslu úr ríkissjóði á ári. Það væri forsenda fyrir samkeppnisfærni hennar gagnvart löndum með lægri vinnuaflskostnað. Með því að greiða fullt verð fyrir fiskinn, eins og gert er í Noregi, færi vinnslan þar með úr landi. Ekki kom fram hvort eða hversu mikið sjómenn hefðu verið hlunnfarnir, en Vilhjálmur verkalýðsforkólfur virðist hafa kveikt á því.
    6
  • Edda Ögmundsdóttir skrifaði
    Þó fyrr hefði verið!
    7
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
2
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár