Stal riffli og setti á hann hljóðdeyfi

Lög­regl­an á höf­uð­borg­ar­svæð­inu hand­tók ný­ver­ið karl­mann sem hafði stol­ið riffli úr versl­un. Þeg­ar lög­regl­an fékk vopn­ið í hend­ur var bú­ið að setja á það hljóð­deyfi.

Stal riffli og setti á hann hljóðdeyfi

Nýverið var riffli stolið úr verslun á höfuðborgarsvæðinu og beindust böndin fljótt að ákveðnum manni. Sá var handtekinn nokkru síðar, játaði sök og vísaði á vopnið, sem reyndist óhlaðið. Á það var þá hins vegar kominn hljóðdeyfir, sem annar maður hafði keypt í millitíðinni og látið setja á vopnið. Sá maður var líka handtekinn og í framhaldinu var farið í húsleit í híbýlum hans. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.

Þar var að finna fleiri skotvopn og skotfæri og var það sömuleiðis haldlagt, en vörslu þeirra var ábótavant og ekki í samræmi við ákvæði vopnalaga. Viðkomandi var með skotvopnaleyfi en það var samstundis afturkallað. Hinum stolna riffli var hins vegar komið aftur í réttar hendur.

Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Langþráður draumur um búskap rættist
2
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár