Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
Leikskólinn var stækkaður fyrir nokkrum árum og nú stendur til að stækka aftur. Stjórnarformaður og rekstrarstjóri Sælukots er Kumari Kundan Singh, kölluð Dídí.

Undanfarinn áratug hefur leikskólinn Sælukot fengið yfir milljarð króna í framlög frá Reykjavíkurborg, á sama tíma og stjórnendur voru staðnir að því að brjóta reglur með því að ofrukka foreldra um vistunargjöld. Svo virðist sem skólinn ofrukki foreldra enn í dag um vistunargjöld.

Árin 2019 og 2020 hagnaðist skólinn um sextíu milljónir króna en félagið um rekstur leikskólans keypti árið 2019 einbýlishús fyrir 85 milljónir króna. Það var þar til fyrir skemmstu heimili stjórnarformanns og rekstrarstjóra leikskólans, Kumari Kundan Singh. Húsið var selt í nóvember 2024 fyrir rúmlega 132 milljónir og nam því aukið virði fasteignarinnar 47 milljónum króna. Í sama mánuði var íbúð við Þverbrekku 4 í Kópavogi keypt af hálfu Sælukots á 68 milljónir króna og staðgreidd. Kumari býr þar nú.

„Markmiðið virðist vera að stækka skólann meira og meira og græða peninga,“ segir foreldri barns sem var á leikskólanum. Það er einn margra viðmælenda Heimildarinnar um starfsemi …

Kjósa
17
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • SGIG
    Sigurlaug Guðrún I Gísladóttir skrifaði
    Finnst þessum foreldrum sem sagt allt í lagi að það sé vaðandi músaskítur innan um matinn hjá börnunum?
    Finnst þeim allt í lagi að fjármunir sem eigi að fara til að reka skólan séu notaðir til að kaupa húsnæði fyrir rekstaraðila?
    Finnst foreldrum sem sagt allt í lagi að borga meira en þeim ber að gera?
    Eða er kannski grundarvallar ástæða þess að foreldrar segja allt í fína með allt, sú að leikskólaplássin eru of fá, og að þau gætu misst það pláss sem þau hafa?
    2
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár