Í dag vilja margir taka ábyrgð á eigin heilsu enda hafa rannsóknir sýnt að það eru lykilþættir sem lúta að heilsu sem eru á ábyrgð fólks eins og mataræði og regluleg hreyfing. Þá er einnig talað um mikilvægi svefns og að forðast of mikla streitu en segja má að þessir þættir styðji hver við annan.
Í skýrslu OECD, Health at a Glance: Europe 2024, sem fjallar um heilsu og heilbrigðisþjónustu segir að ófullnægjandi hreyfing stuðli mjög að þróun hjarta- og æðasjúkdóma, þunglyndis og margra annarra sjúkdóma í ellinni. Aðeins séu um 22% fólks yfir 65 ára sem stundi næga hreyfingu. Þá sé það tilhneiging að offituhlutfall, sem er áhættuþáttur fyrir fjölmarga langvarandi sjúkdóma með vaxandi aldri, sé of hátt.
Hvaða þættir eru það í lífsstíl fólks sem geta aukið hættu á að fá sjúkdóma? „Langvinnir lífsstílssjúkdómar eiga það sameiginlegt að orsakir þeirra má rekja til samspils erfða og lífsstíls. …
Athugasemdir