Halla Gunnarsdóttir vann öruggan sigur í formannskjöri VR sem lauk í hádeginu. Hún fékk samtals 45,72 prósent atkvæða.
Þrír aðrir buðu sig fram til embættisins og var Þorsteinn Skúli Sveinsson næst flest atkvæði, eða 21,36 prósent. Flosi Eiríksson var þriðji í kjörinu með 17,51 prósent atkvæða og Bjarni Þór Sigurðsson rak lestina með 13,36 prósent.
Kosningaþátttaka var ekki nema 23,9 prósent en rúmlega 40 þúsund félagar í VR voru á kjörskrá.
Auk formannskjörs var kosið um sjö stjórnarmenn til fjögurra ára. Þau sem hlutu kjör í stjórn voru:
- Svanhildur Ólöf Þórsteinsdóttir
- Ólafur Reimar Gunnarsson
- Andrea Rut Pálsdóttir
- Karl F. Thorarensen
- Jennifer Schröder
- Styrmir Jökull Einarsson
- Selma Björk Grétarsdóttir
Þá voru þrír varamenn kjörnir til tveggja ára. Það voru Þórir Hilmarsson, Birgitta Ragnarsdóttir og Eldar Ástþórsson.
Athugasemdir (1)