„Það eina sem beið hans hér var að fara inn í hælisleitendakerfið,“ segir Anna Kristinsdóttir, mannréttindastjóri Reykjavíkurborgar, um einn þeirra sem hefur fengið skjól í Reykjavíkurborg í gegnum ICORN verkefnið svokallaða. Auk hans hefur einum bloggara og tveimur rithöfundum verið boðið skjól í gegnum ICORN í Reykjavík frá árinu 2011. Þau höfðu öll verið ofsótt í heimalöndum sínum vegna skrifa sinna.
Öll á flótta
Mazen Maarouf, ljóðskáld og rithöfundur, var sá fyrsti. Hann er af palestínskum ættum en ólst upp í Líbanon. Hann fékk íslenskan ríkisborgararétt um tveimur árum eftir að Reykjavík skaut yfir hann skjólshúsi en ári áður en Mazen var boðið hingað hafði borgin gerst aðili að ICORN, samtökum borga sem taka á móti og aðstoða til dæmis fjölmiðlafólk og rithöfunda sem hafa neyðst til að yfirgefa heimalönd sín.
Frá því að Mazen kom til Íslands hefur hann sent frá sér nokkrar bækur og meðal annars verið tilnefndur …
Athugasemdir (2)