Þessi grein birtist fyrir rúmlega 8 mánuðum.

Ráðist í nauðsynlegar aðgerðir til að styrkja varnarviðbragð Íslands

Upp­setn­ing á sam­þætt­ing­ar­mið­stöð ör­ygg­is- og varn­ar­mála, notk­un á ómönn­uð­um eft­ir­lit­skaf­báti til að efla eft­ir­lit með sæ­strengj­um og höfn­um, og efl­ing eft­ir­lits með netárás­um er með­al að­gerða sem ráð­ist verð­ur í til að styrkja varn­ar­við­bragð Ís­lands. Ut­an­rík­is­ráð­herra kynnti í rík­is­stjórn í morg­un til­lögu að mót­un stefnu í ör­ygg­is- og varn­ar­mál­um Ís­lands.

Ráðist í nauðsynlegar aðgerðir til að styrkja varnarviðbragð Íslands

Utanríkisráðherra kynnti í ríkisstjórn í morgun tillögu að mótun stefnu í öryggis- og varnarmálum Íslands. Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar frá því í desember kemur fram að mótuð verði öryggis- og varnarmálastefna. 

Stefnunni er ætlað að lýsa helstu öryggisáskorunum til lengri og skemmri tíma með áherslu á ytri ógnir og draga fram markmið Íslands í alþjóðlegu öryggis- og varnarsamstarfi, fjalla um nauðsynlegan varnarviðbúnað, og skipulag og getu sem þurfi að vera til staðar á Íslandi, auk þess að benda á hugsanlegar umbætur á laga- og stofnanaumgjörð varnarmála.

Efling vöktunar

Á sama tíma og þessi vinna hefst verður ráðist í nauðsynlegar aðgerðir til að styrkja varnarviðbragð Íslands og stöðu landsins sem  samstarfsaðila bandalagsríkja í varnarmálum, innan núverandi fjárheimilda til varnarmála. Þar er meðal annars horft til þess að auka samlegð í starfi stofnana á þessu sviði með auknu samstarfi, efldri vöktunar- og viðbragðsgetu og kaupum á sérhæfðum búnaði.

Meðal aðgerða sem ráðist verður í er uppsetning á samþættingarmiðstöð öryggis- og varnarmála á varnarmálaskrifstofu utanríkisráðuneytisins í samvinnu við ríkislögreglustjóra, Landhelgisgæsluna og CERT-IS. Þá verður ómannaður eftirlitskafbátur tekinn í notkun í samvinnu við Landhelgisgæsluna til að efla eftirlit með sæstrengjum og höfnum. Eftirlit með netárásum verður sömuleiðis eflt, örugg fjarskipti bætt og ráðist í kaup á búnaði til að nema og stöðva ólöglega dróna.

„Við þurfum að sjá til þess að hér sé til staðar nauðsynleg þekking, geta og innviðir til að tryggja öryggi Íslands í samstarfi við bandalagsríki okkar“
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir

„Þörfin á styrkingu í öryggis- og varnarmálum er knýjandi og því hef ég flýtt þessari stefnumótun, sem unnin verður í samstarfi við alla flokka á Alþingi,“ er haft eftir Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur utanríkisráðherra í tilkynningu frá ráðuneytinu. „Við þurfum að sjá til þess að hér sé til staðar nauðsynleg þekking, geta og innviðir til að tryggja öryggi Íslands í samstarfi við bandalagsríki okkar. Í dag erum við ekki aðeins að ýta úr vör stefnumótun heldur einnig aðgerðum,“ segir hún ennfremur.

Samráðshópur þingmanna

Samkvæmt utanríkisráðuneytinu verður við mótun stefnunnar byggt á stefnum og skuldbindingum sem Ísland hefur tekist á hendur og átt þátt í að þróa, meðal annars innan Atlantshafsbandalagsins og á grundvelli varnarsamningsins við Bandaríkin og svæðisbundins varnarsamstarfs.

Settur verður á fót samráðshópur þingmanna allra flokka sem sæti eiga á Alþingi til að ræða inntak og áherslur stefnunnar. Jafnframt verður óskað álits frá innlendum og erlendum sérfræðingum á sviði öryggis- og varnarmála. Þá verður náið samráð haft við utanríkismálanefnd, ráðherranefnd um öryggis- og varnarmál og þjóðaröryggisráð. Utanríkisráðuneytið heldur utan um vinnuna í samstarfi við dómsmálaráðuneytið og önnur ráðuneyti og stofnanir. Stefnt er að því að leggja fram drög að stefnu fyrir lok vorþings. 

Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Sagt frá andláti móður sinnar „nánast í sömu andrá og jólin voru hringd inn“
1
Viðtal

Sagt frá and­láti móð­ur sinn­ar „nán­ast í sömu andrá og jól­in voru hringd inn“

Í bók­inni Mamma og ég, seg­ir Kol­beinn Þor­steins­son frá sam­bandi sínu við móð­ur sína, Ástu Sig­urð­ar­dótt­ur rit­höf­und. Á upp­vaxt­ar­ár­un­um þvæld­ist Kol­beinn á milli heim­ila, með eða án móð­ur sinn­ar, sem glímdi við illskilj­an­leg veik­indi fyr­ir lít­ið barn. Níu ára gam­all sat hann jarð­ar­för móð­ur sinn­ar og átt­aði sig á því að draum­ur­inn yrði aldrei að veru­leika – draum­ur­inn um að fara aft­ur heim.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sagt frá andláti móður sinnar „nánast í sömu andrá og jólin voru hringd inn“
4
Viðtal

Sagt frá and­láti móð­ur sinn­ar „nán­ast í sömu andrá og jól­in voru hringd inn“

Í bók­inni Mamma og ég, seg­ir Kol­beinn Þor­steins­son frá sam­bandi sínu við móð­ur sína, Ástu Sig­urð­ar­dótt­ur rit­höf­und. Á upp­vaxt­ar­ár­un­um þvæld­ist Kol­beinn á milli heim­ila, með eða án móð­ur sinn­ar, sem glímdi við illskilj­an­leg veik­indi fyr­ir lít­ið barn. Níu ára gam­all sat hann jarð­ar­för móð­ur sinn­ar og átt­aði sig á því að draum­ur­inn yrði aldrei að veru­leika – draum­ur­inn um að fara aft­ur heim.

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
5
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár