Þessi grein birtist fyrir rúmlega 3 mánuðum.

Skel Jóns Ásgeirs komin með tíu prósent í Sýn

Fjár­fest­inga­fé­lag­ið Skel hef­ur keypt rúm­lega tíu pró­senta hlut í fjöl­miðla- og fjar­skipta­félg­inu Sýn. Jón Ás­geir Jó­hann­es­son, sem var viðrið­inn rekst­ur fjöl­miðl­anna sem eig­in­kona hans, Ingi­björg Pálma­dótt­ir, seldi Sýn er stjórn­ar­formað­ur og helsti eig­andi Skelj­ar.

Skel Jóns Ásgeirs komin með tíu prósent í Sýn
Snúin aftur Jón Ásgeir Jóhannesson var viðriðinn fjölmiðlarekstur, ýmist sem eigandi eða stjórnandi, allt þar til eiginkona hans, Ingibjörg Pálmadóttir, seldi fjölmiðlana þeirra til þess sem nú heitir Sýn. Mynd: Skeljungur / Hörður Sveinsson

Fjárfestingafélagið Skel, undir forystu Jóns Ásgeirs Jóhannessonar viðskiptamanns, hefur keypt rúmlega tíu prósenta hlut í Sýn, sem á og rekur fjarskiptafélagið Vodafone og fjölda íslenskra fjölmiðla. Seljendur eru meðal annarra Lífeyrissjóður verzlunarmanna sem seldi allan sinn hlut í félaginu. Ekki liggur fyrir hverjir aðrir seldu hluti sína en hluthafalistinn sem birtur er opinberlega er bæði takmarkaður og ekki uppfærður í rauntíma. 

Sýn á og rekur nokkra af stærstu fjölmiðlum landsins í einkaeigu. Það eru sjónvarpsstöðvarnar Stöð 2 og Stöð 2 Sport, netmiðillinn Vísir og útvarpsstöðvarnar Bylgjan, FM957 og X977. Þetta eru sömu fjölmiðlar og Ingibjörg Pálmadóttir, eiginkona Jóns Ásgeirs, seldi út úr félagi sínu, 365, árið 2017. Kaupandinn var Fjarskipti, móðurfélag Vodafone, sem síðar fékk nafnið Sýn.

Skel er því að kaupa hlut í móðurfélagi fjölmiðlanna, sem helstu eigendur Skeljar seldu því fyrir átta árum.

Kunnug miðlunum

Jón Ásgeir var nátengdur rekstri fjölmiðla 365, um tíma sem starfsmaður en um …

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Ásgeir Överby skrifaði
    SKEL hefur sérhæft sig á kaupum í fyrirtækjum á fákeppnismarkaði. Hætt er við að fákeppnismarkaður Sýnar muni reynast þyngri.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Indriði Þorláksson
2
Pistill

Indriði Þorláksson

Veiði­gjöld, hagn­að­ur og raun­veru­leg af­koma

Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi hafa mót­mælt hækk­un veiði­gjalda með röng­um for­send­um og áróðri. Al­menn­ing­ur styð­ur hins veg­ar að hlut­ur þjóð­ar­inn­ar í arði af fisk­veiðiauð­lind­inni verði auk­inn. Reikn­uð auð­lindar­enta end­ur­spegl­ar raun­veru­lega af­komu bet­ur en bók­halds­leg­ur hagn­að­ur, sem get­ur ver­ið skekkt­ur með reikn­ings­færsl­um og eigna­tengsl­um.

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
2
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Drengir kvörtuðu undan kennara og var meinað að sitja kennslustundir
6
Úttekt

Dreng­ir kvört­uðu und­an kenn­ara og var mein­að að sitja kennslu­stund­ir

Tólf ára gaml­ir dreng­ir leit­uðu til skóla­stjóra vegna meints of­beld­is af hálfu kenn­ara. Í kjöl­far­ið var þeim mein­að að sitja kennslu­stund­ir hjá kenn­ar­an­um. Ann­ar baðst af­sök­un­ar eft­ir tvær vik­ur og fékk þá að koma aft­ur í tíma. Hinn sætti út­skúf­un í tvo mán­uði, áð­ur en skól­an­um var gert að taka dreng­inn aft­ur inn í tíma. For­eldr­ar drengs­ins segja kerf­ið hafa brugð­ist barn­inu og leit­uðu að lok­um til lög­reglu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár