Fjárfestingafélagið Skel, undir forystu Jóns Ásgeirs Jóhannessonar viðskiptamanns, hefur keypt rúmlega tíu prósenta hlut í Sýn, sem á og rekur fjarskiptafélagið Vodafone og fjölda íslenskra fjölmiðla. Seljendur eru meðal annarra Lífeyrissjóður verzlunarmanna sem seldi allan sinn hlut í félaginu. Ekki liggur fyrir hverjir aðrir seldu hluti sína en hluthafalistinn sem birtur er opinberlega er bæði takmarkaður og ekki uppfærður í rauntíma.
Sýn á og rekur nokkra af stærstu fjölmiðlum landsins í einkaeigu. Það eru sjónvarpsstöðvarnar Stöð 2 og Stöð 2 Sport, netmiðillinn Vísir og útvarpsstöðvarnar Bylgjan, FM957 og X977. Þetta eru sömu fjölmiðlar og Ingibjörg Pálmadóttir, eiginkona Jóns Ásgeirs, seldi út úr félagi sínu, 365, árið 2017. Kaupandinn var Fjarskipti, móðurfélag Vodafone, sem síðar fékk nafnið Sýn.
Skel er því að kaupa hlut í móðurfélagi fjölmiðlanna, sem helstu eigendur Skeljar seldu því fyrir átta árum.
Kunnug miðlunum
Jón Ásgeir var nátengdur rekstri fjölmiðla 365, um tíma sem starfsmaður en um …
Athugasemdir (1)