Þessi grein birtist fyrir rúmlega 8 mánuðum.

Skel Jóns Ásgeirs komin með tíu prósent í Sýn

Fjár­fest­inga­fé­lag­ið Skel hef­ur keypt rúm­lega tíu pró­senta hlut í fjöl­miðla- og fjar­skipta­félg­inu Sýn. Jón Ás­geir Jó­hann­es­son, sem var viðrið­inn rekst­ur fjöl­miðl­anna sem eig­in­kona hans, Ingi­björg Pálma­dótt­ir, seldi Sýn er stjórn­ar­formað­ur og helsti eig­andi Skelj­ar.

Skel Jóns Ásgeirs komin með tíu prósent í Sýn
Snúin aftur Jón Ásgeir Jóhannesson var viðriðinn fjölmiðlarekstur, ýmist sem eigandi eða stjórnandi, allt þar til eiginkona hans, Ingibjörg Pálmadóttir, seldi fjölmiðlana þeirra til þess sem nú heitir Sýn. Mynd: Skeljungur / Hörður Sveinsson

Fjárfestingafélagið Skel, undir forystu Jóns Ásgeirs Jóhannessonar viðskiptamanns, hefur keypt rúmlega tíu prósenta hlut í Sýn, sem á og rekur fjarskiptafélagið Vodafone og fjölda íslenskra fjölmiðla. Seljendur eru meðal annarra Lífeyrissjóður verzlunarmanna sem seldi allan sinn hlut í félaginu. Ekki liggur fyrir hverjir aðrir seldu hluti sína en hluthafalistinn sem birtur er opinberlega er bæði takmarkaður og ekki uppfærður í rauntíma. 

Sýn á og rekur nokkra af stærstu fjölmiðlum landsins í einkaeigu. Það eru sjónvarpsstöðvarnar Stöð 2 og Stöð 2 Sport, netmiðillinn Vísir og útvarpsstöðvarnar Bylgjan, FM957 og X977. Þetta eru sömu fjölmiðlar og Ingibjörg Pálmadóttir, eiginkona Jóns Ásgeirs, seldi út úr félagi sínu, 365, árið 2017. Kaupandinn var Fjarskipti, móðurfélag Vodafone, sem síðar fékk nafnið Sýn.

Skel er því að kaupa hlut í móðurfélagi fjölmiðlanna, sem helstu eigendur Skeljar seldu því fyrir átta árum.

Kunnug miðlunum

Jón Ásgeir var nátengdur rekstri fjölmiðla 365, um tíma sem starfsmaður en um …

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Ásgeir Överby skrifaði
    SKEL hefur sérhæft sig á kaupum í fyrirtækjum á fákeppnismarkaði. Hætt er við að fákeppnismarkaður Sýnar muni reynast þyngri.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
5
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár